Katarar neita að hafa njósnað um leynifundi Infantino Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2023 11:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, ásamt Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, emírnum af Katar. Alexander Hassenstein - FIFA/FIFA via Getty Images Katörsk stjórnvöld þvertaka fyrir að hafa njósnað um Gianni Infantino, forseta FIFA, á fundum hans með Michael Lauber, fyrrum ríkissaksóknara í Sviss. Infantino og Lauber sæta sakamálarannsókn vegna fundanna. Svissneski miðillinn Neue Zürcher Zeitung greindi frá því að fundur milli Infantino og Lauber á Schweizerhof-hótelinu í Bern, sem er í katarskri eigu, þann 16. júní 2017 hafi verið leynilega tekinn upp með hjálp fyrrum leyniþjónustumanna úr bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Verkefnið hafi borið heitið Project Matterhorn. Katarska sendiráðið í Sviss var á þeim tíma einnig til húsa í Scweizerhof-byggingunni en þegar fundurinn fór fram fór Lauber fyrir rannsókn á spillingu innan fótboltans, þar á meðal meintrar óreglu við kosningu framkvæmdastjórnar FIFA við kosningu á gestgjöfum HM árið 2010. Í þeirri kosningu hlaut Rússland gestgjafaréttinn árið 2018 og Katar 2022. Lauber sagði upp sem ríkissaksóknari árið 2020 eftir að upp komst um leynilega fundi hans með Infantino, sem var þá undir rannsókn embættisins. Fulltrúar FIFA segja Infantino ekki hafa vitað af tilraun til njósna eftir fréttir Neue Zürcher Zeitung. „Forseti FIFA hefur enga vitneskju um neinar leynilegar eftirlitsaðgerðir, hvaðan sem er, segir í tilkynningu frá FIFA. Það sem mikilvægara er, hefur enginn maður gert tilraun til að hafa áhrif á hans störf, hvað þá fjárkúgun,“ segir í yfirlýsingu FIFA. Lögmaður Lauber sagði svipaða sögu af skjólstæðingi sínum í samtali við svissneska miðilinn. „Ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu“ Katörsk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við fréttaflutningnum og hafa hótað lögsókn vegna „tilhæfulausra ásakana“. „Ásakanirnar eru enn ein tilraunin til að dreifa röngum upplýsingum um Katar og skaða orðstír þess,“ sagði í yfirlýsingu frá alþjóðlegri fjölmiðlaskrifstofu Katar. „Við höfnum ásökunum og erum að kanna rétt okkar,“ sagði þar enn fremur. „Það er ljóst að hinar margþættu ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu, sem birtar voru í fjölmiðlum í Frakklandi, Sviss og víðar í álfunni fyrr í þessum mánuði, ætla engan endi að taka.“ segir í yfirlýsingunni. Infantino endurkjörinn á fimmtudag Infantino flutti búferlum til Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fór í ríkinu í desember í fyrra. Hann hefur haldið uppi vörnum fyrir katörsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir mótið vegna mannréttindamála og ásakana um spillingu. Hann hefur sakað vestræn ríki um hræsni og segir mótið í Katar hafa verið besta mót sögunnar. Infantino og Lauber sæta enn rannsókn svissneskra yfirvalda vegna meintra þriggja leynilegra funda þeirra um rannsókn á FIFA árin 2016 og 2017. Infantino var yfirheyrður öðru sinni af svissneskum lögregluyfirvöldum í janúar síðastliðnum. Bæði Infantino og Lauber hafa neitað allri sök. Infantino tók við sem forseti FIFA af landa sínum Sepp Blatter, sem yfirgaf stofnunina með skömm árið 2016. Útlit er fyrir að hann verði endurkjörinn án mótframboðs á næsta FIFA-þingi sem fram fer í Kigali í Rúanda á fimmtudaginn kemur, 16. mars. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nýlega að sambandið hyggðist ekki styðja endurkjör Infantino. HM 2022 í Katar Katar Sviss FIFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Sjá meira
Svissneski miðillinn Neue Zürcher Zeitung greindi frá því að fundur milli Infantino og Lauber á Schweizerhof-hótelinu í Bern, sem er í katarskri eigu, þann 16. júní 2017 hafi verið leynilega tekinn upp með hjálp fyrrum leyniþjónustumanna úr bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Verkefnið hafi borið heitið Project Matterhorn. Katarska sendiráðið í Sviss var á þeim tíma einnig til húsa í Scweizerhof-byggingunni en þegar fundurinn fór fram fór Lauber fyrir rannsókn á spillingu innan fótboltans, þar á meðal meintrar óreglu við kosningu framkvæmdastjórnar FIFA við kosningu á gestgjöfum HM árið 2010. Í þeirri kosningu hlaut Rússland gestgjafaréttinn árið 2018 og Katar 2022. Lauber sagði upp sem ríkissaksóknari árið 2020 eftir að upp komst um leynilega fundi hans með Infantino, sem var þá undir rannsókn embættisins. Fulltrúar FIFA segja Infantino ekki hafa vitað af tilraun til njósna eftir fréttir Neue Zürcher Zeitung. „Forseti FIFA hefur enga vitneskju um neinar leynilegar eftirlitsaðgerðir, hvaðan sem er, segir í tilkynningu frá FIFA. Það sem mikilvægara er, hefur enginn maður gert tilraun til að hafa áhrif á hans störf, hvað þá fjárkúgun,“ segir í yfirlýsingu FIFA. Lögmaður Lauber sagði svipaða sögu af skjólstæðingi sínum í samtali við svissneska miðilinn. „Ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu“ Katörsk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við fréttaflutningnum og hafa hótað lögsókn vegna „tilhæfulausra ásakana“. „Ásakanirnar eru enn ein tilraunin til að dreifa röngum upplýsingum um Katar og skaða orðstír þess,“ sagði í yfirlýsingu frá alþjóðlegri fjölmiðlaskrifstofu Katar. „Við höfnum ásökunum og erum að kanna rétt okkar,“ sagði þar enn fremur. „Það er ljóst að hinar margþættu ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu, sem birtar voru í fjölmiðlum í Frakklandi, Sviss og víðar í álfunni fyrr í þessum mánuði, ætla engan endi að taka.“ segir í yfirlýsingunni. Infantino endurkjörinn á fimmtudag Infantino flutti búferlum til Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fór í ríkinu í desember í fyrra. Hann hefur haldið uppi vörnum fyrir katörsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir mótið vegna mannréttindamála og ásakana um spillingu. Hann hefur sakað vestræn ríki um hræsni og segir mótið í Katar hafa verið besta mót sögunnar. Infantino og Lauber sæta enn rannsókn svissneskra yfirvalda vegna meintra þriggja leynilegra funda þeirra um rannsókn á FIFA árin 2016 og 2017. Infantino var yfirheyrður öðru sinni af svissneskum lögregluyfirvöldum í janúar síðastliðnum. Bæði Infantino og Lauber hafa neitað allri sök. Infantino tók við sem forseti FIFA af landa sínum Sepp Blatter, sem yfirgaf stofnunina með skömm árið 2016. Útlit er fyrir að hann verði endurkjörinn án mótframboðs á næsta FIFA-þingi sem fram fer í Kigali í Rúanda á fimmtudaginn kemur, 16. mars. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nýlega að sambandið hyggðist ekki styðja endurkjör Infantino.
HM 2022 í Katar Katar Sviss FIFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Sjá meira