Fundurinn einn sá einkennilegasti að mati Sigmars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. mars 2023 13:38 Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að opinn nefndarfundar Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem haldinn var að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis. Birgir óskaði eftir því að fundurinn yrði haldinn og að þar myndu fulltrúar kærunefndar útlendingamála sitja fyrir svörum nefndarinnar. Ástæða fundarins voru fregnir þess efnis í síðasta mánuði að Útlendingastofnun hafi ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda sé stofnunin bundin af úrskurðum nefndarinnar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem biðu afgreiðslu í janúar voru níu hundruð frá fólki frá Venesúela. Birgir átti sviðið á fundinum og var sá sem spurði flestra spurninga. Þar voru mætt Þorsteinn Gunnarsson, formaður kærunefndar útlendingamála, og Jóna Aðalheiður Pálmadóttir yfirlögfræðingur, til að svara spurningum nefndarmanna. Sigmar Guðmundsson er fulltrúi Viðreisnar í nefndinni og í færslu á Facebook segir hann að fundurinn hafi líklega verið sá einkennilegasti í sögu opinna nefndarfunda á Alþingi. „Formaður kærunefndar útlendingamála, sem er sjálfstæð kærunefnd, var í þriðju gráðu yfirheyrslu hjá Birgi Þórarinssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna þess að þingmanninum líkar ekki að kærunefndin skuli styðjast við landslög og flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna í úrskurðum sínum,“ skrifar Sigmar en hann gagnrýndi framgöngu Birgis á fundinum sjálfum. Á fundinum vildi Birgir fá svör frá fulltrúum kærunefndarinnar um hvort að nefndin teldi sér heimilt til að stofna til „margra milljarða útgjalda“ fyrir ríkissjóð með því að greiða leið fólks til landsins. Svaraði Þorsteinn því að hlutverk nefndarinnar væri að úrskurða á grundvelli laga um útlendinga. Þar væri ekki minnst einu orði á það að kærunefndin ætti að líta til kostnaðar eða fjölda einstaklinga við úrlausnir nefndarinnar. Sigmari fannst þessi spurning Birgis með miklum ólíkindum. „Þingmaðurinn gerir þessa sjálfstæðu kærunefnd ábyrga fyrir þeim kostnaði sem hlýst af úrskurðum hennar, rétt eins og lögin og reglurnar hafi ekkert vægi og að nefndin eigi að líta fram hjá þeim. Þetta er með miklum ólíkindum og með sama áframhaldi styttist í að dómarar landsins fái þriðju gráðu yfirheyrslu um dóma sína frá löggjafavaldinu.“ Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. 14. mars 2023 11:11 Hafa hægt á afgreiðslu umsókna frá Venesúela vegna rannsóknarskyldu Útlendingastofnun hefur ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda bundin af úrskurðum hennar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem bíða afgreiðslu eru níu hundruð frá fólki frá Venesúela. 13. febrúar 2023 18:59 Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögusögnum Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela. 13. febrúar 2023 13:46 Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30 „Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Birgir óskaði eftir því að fundurinn yrði haldinn og að þar myndu fulltrúar kærunefndar útlendingamála sitja fyrir svörum nefndarinnar. Ástæða fundarins voru fregnir þess efnis í síðasta mánuði að Útlendingastofnun hafi ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda sé stofnunin bundin af úrskurðum nefndarinnar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem biðu afgreiðslu í janúar voru níu hundruð frá fólki frá Venesúela. Birgir átti sviðið á fundinum og var sá sem spurði flestra spurninga. Þar voru mætt Þorsteinn Gunnarsson, formaður kærunefndar útlendingamála, og Jóna Aðalheiður Pálmadóttir yfirlögfræðingur, til að svara spurningum nefndarmanna. Sigmar Guðmundsson er fulltrúi Viðreisnar í nefndinni og í færslu á Facebook segir hann að fundurinn hafi líklega verið sá einkennilegasti í sögu opinna nefndarfunda á Alþingi. „Formaður kærunefndar útlendingamála, sem er sjálfstæð kærunefnd, var í þriðju gráðu yfirheyrslu hjá Birgi Þórarinssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna þess að þingmanninum líkar ekki að kærunefndin skuli styðjast við landslög og flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna í úrskurðum sínum,“ skrifar Sigmar en hann gagnrýndi framgöngu Birgis á fundinum sjálfum. Á fundinum vildi Birgir fá svör frá fulltrúum kærunefndarinnar um hvort að nefndin teldi sér heimilt til að stofna til „margra milljarða útgjalda“ fyrir ríkissjóð með því að greiða leið fólks til landsins. Svaraði Þorsteinn því að hlutverk nefndarinnar væri að úrskurða á grundvelli laga um útlendinga. Þar væri ekki minnst einu orði á það að kærunefndin ætti að líta til kostnaðar eða fjölda einstaklinga við úrlausnir nefndarinnar. Sigmari fannst þessi spurning Birgis með miklum ólíkindum. „Þingmaðurinn gerir þessa sjálfstæðu kærunefnd ábyrga fyrir þeim kostnaði sem hlýst af úrskurðum hennar, rétt eins og lögin og reglurnar hafi ekkert vægi og að nefndin eigi að líta fram hjá þeim. Þetta er með miklum ólíkindum og með sama áframhaldi styttist í að dómarar landsins fái þriðju gráðu yfirheyrslu um dóma sína frá löggjafavaldinu.“
Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. 14. mars 2023 11:11 Hafa hægt á afgreiðslu umsókna frá Venesúela vegna rannsóknarskyldu Útlendingastofnun hefur ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda bundin af úrskurðum hennar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem bíða afgreiðslu eru níu hundruð frá fólki frá Venesúela. 13. febrúar 2023 18:59 Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögusögnum Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela. 13. febrúar 2023 13:46 Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30 „Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. 14. mars 2023 11:11
Hafa hægt á afgreiðslu umsókna frá Venesúela vegna rannsóknarskyldu Útlendingastofnun hefur ekki synjað neinum ríkisborgara frá Venesúela um vernd í efnislegri meðferð frá því úrskurður kærunefndar Útlendingamála um viðbótarvernd lá fyrir síðasta sumar enda bundin af úrskurðum hennar. Af fjórtán hundruð umsóknum sem bíða afgreiðslu eru níu hundruð frá fólki frá Venesúela. 13. febrúar 2023 18:59
Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögusögnum Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela. 13. febrúar 2023 13:46
Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30
„Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33