Guðmar og Hreimur eru tvíburabræður og en þeir luku háskólanámi í júní á síðasta ári í viðskipta- og markaðsfræði við Business Academy í Danmörku. Fóru þeir báðir í starfsnám til Kanada hjá fjártæknifyrirtækinu EP Financial Inc þar sem þeir unnu meðal annars við vöru- og markaðsþróun á nýjum vörum.
Guðmar mun gegna stöðu viðskiptastjóra og stýra sölu- og vöruþróun BPO. Hreimur mun stýra þjónustu- og markaðsmálum fyrirtækisins.
Framkvæmdastjóri og eigandi BPO er Guðlaugur Magnússon sem er faðir Guðmars og Hreims.