Sá strax að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2023 13:10 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Sam Altman, eigandi og stofnandi OpenAI. Samsett Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína. Tilkynnt var seint í gær að íslenska hefði verið valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa nýjustu útgáfu tæknifyrirtækisins OpenAI á umræddu mállíkani, sem samtalsgreindin ChatGPT byggir á. Samstarfið er afrakstur heimsóknar íslenskrar sendinefndar í helstu tæknifyrirtæki Silicon Valley í fyrra. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir íslenska tungu. „Skilaboðin eru þau að við munum tala íslensku í framtíðinni. Við erum búin að gera þessa innviði. Ég get bara sagt að ég er í sjöunda himni, ég er í skýjunum yfir að þetta sé að takast,“ segir Lilja. Íslenskir notendur nýjustu útgáfu ChatGPT eru strax byrjaðir að leika sér með hana; gervigreindin hefur meðal annars samið ljóð um samgönguverkefnið Betri Reykjavík, skipulagt þriggja daga frí til Ítalíu og gert ítarlega greiningu á kostum og göllum inngöngu Íslands í Evrópusambandið. En hvað varð til þess að Sam Altman, stofnandi og framkvæmdastjóri OpenAI, valdi íslensku? Lilja segir að áhugi hans hafi verið greinilegur á fundi með sefndinefndinni. „Þá í rauninni kemur fram í máli hans að við erum eitt fyrsta þjóðríkið sem óskar eftir fundi og óskar eftir þessu samstarfi. Og það verður auðvitað að geta þess að máltæknifólkið okkar, við höfum verið með um 60 manns í vinnu við að þróa þetta síðustu fjögur ár, og hann sér í raun og veru að við erum búin að vinna þessa heimavinnu okkar. Og þess vegna var svona auðvelt að starfa með okkur,“ segir Lilja. Þá bendir Lilja á að nú styttist í að íslensku máltæknilausnirnar komi inn í Microsoft. „Og þá má nú geta þess að eftirlætisrithöfundur aðstoðarforstjóra Microsoft er Arnaldur Indriðason,“ segir Lilja létt í bragði. Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Tilkynnt var seint í gær að íslenska hefði verið valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa nýjustu útgáfu tæknifyrirtækisins OpenAI á umræddu mállíkani, sem samtalsgreindin ChatGPT byggir á. Samstarfið er afrakstur heimsóknar íslenskrar sendinefndar í helstu tæknifyrirtæki Silicon Valley í fyrra. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir íslenska tungu. „Skilaboðin eru þau að við munum tala íslensku í framtíðinni. Við erum búin að gera þessa innviði. Ég get bara sagt að ég er í sjöunda himni, ég er í skýjunum yfir að þetta sé að takast,“ segir Lilja. Íslenskir notendur nýjustu útgáfu ChatGPT eru strax byrjaðir að leika sér með hana; gervigreindin hefur meðal annars samið ljóð um samgönguverkefnið Betri Reykjavík, skipulagt þriggja daga frí til Ítalíu og gert ítarlega greiningu á kostum og göllum inngöngu Íslands í Evrópusambandið. En hvað varð til þess að Sam Altman, stofnandi og framkvæmdastjóri OpenAI, valdi íslensku? Lilja segir að áhugi hans hafi verið greinilegur á fundi með sefndinefndinni. „Þá í rauninni kemur fram í máli hans að við erum eitt fyrsta þjóðríkið sem óskar eftir fundi og óskar eftir þessu samstarfi. Og það verður auðvitað að geta þess að máltæknifólkið okkar, við höfum verið með um 60 manns í vinnu við að þróa þetta síðustu fjögur ár, og hann sér í raun og veru að við erum búin að vinna þessa heimavinnu okkar. Og þess vegna var svona auðvelt að starfa með okkur,“ segir Lilja. Þá bendir Lilja á að nú styttist í að íslensku máltæknilausnirnar komi inn í Microsoft. „Og þá má nú geta þess að eftirlætisrithöfundur aðstoðarforstjóra Microsoft er Arnaldur Indriðason,“ segir Lilja létt í bragði.
Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35