Innlent

Þóra aftur kölluð í yfirheyrslu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þóra er hætt í fjölmiðlum og starfar nú hjá Landsvirkjun.
Þóra er hætt í fjölmiðlum og starfar nú hjá Landsvirkjun. RÚV

Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á Ríkisútvarpinu, var yfirheyrð af lögreglu á þriðjudag í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

„Þetta var stutt og til­tölu­lega vand­ræðal­egt. Lögmaður­inn minn bókaði sterk mót­mæli yfir því hversu lang­an tíma þetta hefði tekið, enda bryti það í bága við saka­mála­lög. En ég geri ráð fyr­ir því að þessu ljúki mjög fljót­lega,“ hefur Morgunblaðið eftir Þóru.

Hún hefur enn réttarstöðu sakbornings í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×