„Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. mars 2023 22:53 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir andvaraleysi meirihlutans. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu fyrir borgarráðsfund eins og hópur foreldra hefur reglulega gert síðustu mánuði. Mótmælin snúa að stöðunni sem uppi er í leikskólamálum en dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Bjartsýnismanneskja að eðlisfari Borgarfulltrúar meirihlutans hafa sagt að illa hafi gengið að manna leikskóla og þá hafi framkvæmdir sett strik í reikninginn. Í haust verða til að mynda færri börn innrituð í leikskóla í Reykjavík vegna framkvæmda og endurbóta á húsnæði. Unnið verði að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í gegnum aðgerðaráætlunina „Brúum bilið.“ Hildur Björnsdóttir, sem situr í minnihluta borgarstjórnar, gagnrýnir aðgerðarleysi. „Þetta var rætt mjög stuttlega [á borgarráðsfundi í dag] og ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum með hversu þunn svörin voru. Það voru engar aðgerðir ræddar sérstaklega. Ég hef mikla samúð með foreldrum og er sjálf gríðarlega vonsvikin að við séum ekki komin lengra. Ég er nú bjartsýnismanneskja að eðlisfari en það voru kynntar aðgerðir í haust og ég var bjartsýn fyrir þeim. En það er vont að sjá að þeim hefur ekkert miðað áfram og við sjáum að staðan hefur ekki batnað. Þannig að því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér núna hvað þessa stöðu varðar.“ Daggæsla á stærri vinnustöðum Hún viðurkennir að mönnunarvandi og húsnæðisvandi hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar líti hún svo á að algjört andvaraleysi ríki hjá meirihluta borgarstjórnar. Það sé lítið gert til að leysa málin og það valdi „gríðarlegum vonbrigðum.“ Hildur segist að sjálfsögðu vilja fjölga leikskólaplássum. Það sé langtímaverkefni en samhliða verði að grípa til annarra aðgerða. „Þá þurfum við líka að tala meira við sjálfstætt starfandi leikskólana og eiga í meira samstarfi við þá. Þeir eru nú til dæmis að semja um að taka á móti börnum úr öðrum sveitarfélögum. Við viljum efla dagforeldrakerfið. Við höfum lagt til heimgreiðslur til foreldra. Ég lagði fram í dag tillögu um að tala við stærri vinnustaði um möguleikann á að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna og fá þá til þess stuðning. Þannig að það er eitt og annað og við verðum auðvitað að nálgast þetta mál út frá fjölbreyttum lausnum,“ segir Hildur. Tillögu hennar um daggæslu á stærri vinnustöðum var frestað á fundi borgarráðs í dag. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu fyrir borgarráðsfund eins og hópur foreldra hefur reglulega gert síðustu mánuði. Mótmælin snúa að stöðunni sem uppi er í leikskólamálum en dæmi eru um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Bjartsýnismanneskja að eðlisfari Borgarfulltrúar meirihlutans hafa sagt að illa hafi gengið að manna leikskóla og þá hafi framkvæmdir sett strik í reikninginn. Í haust verða til að mynda færri börn innrituð í leikskóla í Reykjavík vegna framkvæmda og endurbóta á húsnæði. Unnið verði að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í gegnum aðgerðaráætlunina „Brúum bilið.“ Hildur Björnsdóttir, sem situr í minnihluta borgarstjórnar, gagnrýnir aðgerðarleysi. „Þetta var rætt mjög stuttlega [á borgarráðsfundi í dag] og ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum með hversu þunn svörin voru. Það voru engar aðgerðir ræddar sérstaklega. Ég hef mikla samúð með foreldrum og er sjálf gríðarlega vonsvikin að við séum ekki komin lengra. Ég er nú bjartsýnismanneskja að eðlisfari en það voru kynntar aðgerðir í haust og ég var bjartsýn fyrir þeim. En það er vont að sjá að þeim hefur ekkert miðað áfram og við sjáum að staðan hefur ekki batnað. Þannig að því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér núna hvað þessa stöðu varðar.“ Daggæsla á stærri vinnustöðum Hún viðurkennir að mönnunarvandi og húsnæðisvandi hafi sett strik í reikninginn. Hins vegar líti hún svo á að algjört andvaraleysi ríki hjá meirihluta borgarstjórnar. Það sé lítið gert til að leysa málin og það valdi „gríðarlegum vonbrigðum.“ Hildur segist að sjálfsögðu vilja fjölga leikskólaplássum. Það sé langtímaverkefni en samhliða verði að grípa til annarra aðgerða. „Þá þurfum við líka að tala meira við sjálfstætt starfandi leikskólana og eiga í meira samstarfi við þá. Þeir eru nú til dæmis að semja um að taka á móti börnum úr öðrum sveitarfélögum. Við viljum efla dagforeldrakerfið. Við höfum lagt til heimgreiðslur til foreldra. Ég lagði fram í dag tillögu um að tala við stærri vinnustaði um möguleikann á að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna og fá þá til þess stuðning. Þannig að það er eitt og annað og við verðum auðvitað að nálgast þetta mál út frá fjölbreyttum lausnum,“ segir Hildur. Tillögu hennar um daggæslu á stærri vinnustöðum var frestað á fundi borgarráðs í dag.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira