Bein útsending: Framtíðin svarar á íslensku Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2023 12:30 Meðal þátttakenda á fundinum verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og fulltrúar bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI. „Framtíðin svarar á íslensku“ er yfirskrift kynningarfundar menningar- og viðskiptaráðuneytisins um íslenska máltækni og gervigreind sem hefst í Grósku klukkan 13 í dag. Fulltrúar OpenAI verða á fundinum og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. Meðal þátttakenda á fundinum verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og fulltrúar bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI. Á fundinum verður farið yfir þá áfanga sem náðst hafa í íslenskri máltækni fyrir tilstilli máltækniáætlunar stjórnvalda sem hófst árið 2019 og rætt um næstu skref. Snorri Másson fjölmiðlamaður mun stýra fundinum. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. „OpenAI gaf í vikunni út nýja uppfærslu á gervigreindar-mállíkaninu GPT þar sem íslenska var valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa þess. 40 sjálfboðaliðar hafa unnið að því síðustu vikur, á vegum máltæknifyrirtækisins Miðeindar í samstarfi við OpenAI, að þjálfa nýjustu útgáfuna, GPT-4, í því að svara betur á íslensku. Í dag er því hægt að eiga merkilega góð samskipti við mállíkanið á íslensku. Fyrirtækið OpenAI var stofnað árið 2015 og er leiðandi í alþjóðlegri umræðu um opið aðgengi að gervigreindartækni, og ábyrga og örugga þróun hennar fyrir heimsbyggðina alla. Anna Makanju, yfirmaður opinberrar stefnumótunar hjá OpenAI, og Angela Jiang, vörustjóri hjá OpenAI, verða gestir á viðburðinum. Anna Makanju mun taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Meðal þátttakenda á fundinum verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og fulltrúar bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI. Á fundinum verður farið yfir þá áfanga sem náðst hafa í íslenskri máltækni fyrir tilstilli máltækniáætlunar stjórnvalda sem hófst árið 2019 og rætt um næstu skref. Snorri Másson fjölmiðlamaður mun stýra fundinum. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. „OpenAI gaf í vikunni út nýja uppfærslu á gervigreindar-mállíkaninu GPT þar sem íslenska var valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa þess. 40 sjálfboðaliðar hafa unnið að því síðustu vikur, á vegum máltæknifyrirtækisins Miðeindar í samstarfi við OpenAI, að þjálfa nýjustu útgáfuna, GPT-4, í því að svara betur á íslensku. Í dag er því hægt að eiga merkilega góð samskipti við mállíkanið á íslensku. Fyrirtækið OpenAI var stofnað árið 2015 og er leiðandi í alþjóðlegri umræðu um opið aðgengi að gervigreindartækni, og ábyrga og örugga þróun hennar fyrir heimsbyggðina alla. Anna Makanju, yfirmaður opinberrar stefnumótunar hjá OpenAI, og Angela Jiang, vörustjóri hjá OpenAI, verða gestir á viðburðinum. Anna Makanju mun taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar,“ segir í tilkynningu um viðburðinn.
Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira