Menning

Fékk ljós að láni hjá Salvador Dali

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Sigga Björg Sigurðardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.
Sigga Björg Sigurðardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm

Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er óhrædd við að nálgast óþægileg viðfangsefni í list sinni. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk Siggu Bjargar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún deilir sínum skapandi hugarheimi ásamt skemmtilegum sögum.

Hér má sjá þáttinn:

Sigga Björg útskrifaðist árið 2004 með MFA gráðu frá Glasgow School of Art

„Þegar ég var að byrja að halda sýningar þá var ég rosa mikið að sýna í London. Á einni sýningu var ég að sýna í County Hall galleríinu,“ segir Sigga Björg og rifjar í leiðinni upp sögulega stund í sínu lífi. Hún hafi verið að vinna á safninu seint um kvöld og þá sprakk pera inn í sýningarsalnum hennar.

„Þetta var einhvern veginn ómögulegt, það var ekkert ljós. Þá var tæknimaður á safninu sem bauð mér að koma inn í næsta herbergi, þar sem var permanent sýning á verkum eftir Salvador Dali. Hann sagði bara: Við skulum taka einn ljóskastara af þessari sýningu og setja á þitt verk.“

Sigga Björg stendur nú fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk hennar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Vísir/Vilhelm

Sigga Björg segist þá hafa spurt hann hvort það væri bara allt í lagi.

„Hann sagði já, en þú verður að gera það sjálf. Þannig að hann lét mig fara upp stiga og taka niður kastara af verki eftir Salvador Dali og hengja hann upp á mína mynd. Það var rosa gott móment fyrir nýútskrifaðan listamann,“ segir Sigga Björg hlæjandi.

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir

Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“

„Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Brjóstin urðu fræg á augabragði

Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum.

„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“

Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.