Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Árni Sæberg skrifar 20. mars 2023 20:44 Starfsmenn á vegum lögreglunnar í New York borg reistu varnargirðingar við dómshúsið í borginni í morgun. Seth Wenig/Ap Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. Donald Trump sagði á laugardag að hann verði handtekinn á morgun. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í svokölluðum „sannleik“ sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, sagði Trump að „ólöglegur leki“ bendi til þess að hann verði handtekinn á morgun, þriðjudag, og kallaði eftir því að stuðningsmenn hans mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. Lögregluyfirvöld í New York ríki, þar sem mál Trumps eru til rannsóknar, eru á tánum vegna hugsanlegrar yfirvofandi ákvörðunar kviðdóms í ríkinu um að Trump verði ákærður. Búist var við því að kviðdómurinn kæmist að niðurstöðu seint í dag eða á miðvikudag. Kviðdómurinn var þó enn að störfum við að afla sönnunargagna í dag, að því er segir í frétt Reuters um málið. Hluti af undirbúningi lögreglunnar var að reisa girðingar utan um og við dómshúsið á Manhattan. Mótmælahvatning hefur hlotið dræmar undirtektir Þrátt fyrir að óttast sé að skilaboð Trumps til stuðningsmanna sinna valdi því að þeir bregðist ókvæða við, líkt og þeir gerðu þann 2. janúar árið 2021 þegar þeir réðust inn í þinghúsið í Washington, virðast undirtektir vera dræmar. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir til að mynda að lögreglan þar í borg hafi fylgst vel með samfélagsmiðlum síðustu daga í leit að „óviðeigandi aðgerðum“, en að engar trúverðugar ógnir hafi fundist. Í frétt AP um málið segir að jafnvel sumir af hörðustu stuðningsmönnum forsetans fyrrverandi hafi sagt hvatningu til mótmæla tímasóun eða jafnvel bragð af hálfu lögregluyfirvalda. Þeirra á meðal er Ali Alexander, einn skipuleggjenda „Stop the steal“, hreyfingar sem hélt því ranglega fram að sigri í forsetakosningunum árið 2020 hefði verið „stolið“ af Trump. Hann varaði stuðningsmenn Trumps við því að mótmæla í New York, enda gætu þeir lent í því að vera handteknir eða þaðan af verra, gerðu þeir það. „Þið njótið hvorki frelsis né réttinda þar,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Donald Trump sagði á laugardag að hann verði handtekinn á morgun. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í svokölluðum „sannleik“ sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, sagði Trump að „ólöglegur leki“ bendi til þess að hann verði handtekinn á morgun, þriðjudag, og kallaði eftir því að stuðningsmenn hans mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. Lögregluyfirvöld í New York ríki, þar sem mál Trumps eru til rannsóknar, eru á tánum vegna hugsanlegrar yfirvofandi ákvörðunar kviðdóms í ríkinu um að Trump verði ákærður. Búist var við því að kviðdómurinn kæmist að niðurstöðu seint í dag eða á miðvikudag. Kviðdómurinn var þó enn að störfum við að afla sönnunargagna í dag, að því er segir í frétt Reuters um málið. Hluti af undirbúningi lögreglunnar var að reisa girðingar utan um og við dómshúsið á Manhattan. Mótmælahvatning hefur hlotið dræmar undirtektir Þrátt fyrir að óttast sé að skilaboð Trumps til stuðningsmanna sinna valdi því að þeir bregðist ókvæða við, líkt og þeir gerðu þann 2. janúar árið 2021 þegar þeir réðust inn í þinghúsið í Washington, virðast undirtektir vera dræmar. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir til að mynda að lögreglan þar í borg hafi fylgst vel með samfélagsmiðlum síðustu daga í leit að „óviðeigandi aðgerðum“, en að engar trúverðugar ógnir hafi fundist. Í frétt AP um málið segir að jafnvel sumir af hörðustu stuðningsmönnum forsetans fyrrverandi hafi sagt hvatningu til mótmæla tímasóun eða jafnvel bragð af hálfu lögregluyfirvalda. Þeirra á meðal er Ali Alexander, einn skipuleggjenda „Stop the steal“, hreyfingar sem hélt því ranglega fram að sigri í forsetakosningunum árið 2020 hefði verið „stolið“ af Trump. Hann varaði stuðningsmenn Trumps við því að mótmæla í New York, enda gætu þeir lent í því að vera handteknir eða þaðan af verra, gerðu þeir það. „Þið njótið hvorki frelsis né réttinda þar,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum Twitter.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira