Fékk rautt spjald fyrir að pissa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 15:31 Cristian Bunino komst aldrei inn á völlinn í leik Lecco 1912 og hefði því betur notað klósettið. Samsett Cristian Bunino gat ekki haldið í sér í miðjum fótboltaleik og var rekinn í sturtu áður en hann komst inn á völlinn. Þessi fyrrum framherji Juventus fékk rautt spjald fyrir afar óvenjulega hegðun í leik með Lecco í ítölsku C-deildinni um helgina. Bunino var á leið inn á völlinn þegar honum varð svo mikið mál að pissa. Hann hafði greinilega ekki tíma til að hlaupa inn í klefa og pissaði því rétt fyrir utan völlinn. Former Juventus striker Cristian Bunino was left red-faced and with a red card after being caught urinating on the side of the pitch before coming on for Serie C side Lecco. https://t.co/y73x9gAcwN— Reuters Sports (@ReutersSports) March 20, 2023 Þarna var komið fram á 76. mínútu og þjálfari Lecco ætlaði að reyna að lífga upp á sóknarleikinn með því að skipta Bunino inná. Hinn 26 ára gamli Bunino komst hins vegar aldrei inn á völlinn því dómarinn sá hann pissa og lyfti um leið rauða spjaldinu. Luciano Foschi, þjálfara Lecco, fannst þetta vera ansi ströng refsing. „Þetta eru reglurnar og það verður að fylgja þeim. Ég var að vonast til að dómararnir sýndu heilbrigða skynsemi því hann móðgaði engan og enginn sá þetta,“ sagði Luciano Foschi. „Ég var að vonast eftir því að þetta yrði bara gult spjald en dómarinn gerði engin mistök. Og varðandi Bunino. Hann vissi ekkert um afleiðingarnar,“ sagði Foschi. Það var annars ekkert mark skorað í leiknum sem endaði því með markalausu jafntefli. View this post on Instagram A post shared by Calcio Lecco 1912 (@calciolecco1912) Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Þessi fyrrum framherji Juventus fékk rautt spjald fyrir afar óvenjulega hegðun í leik með Lecco í ítölsku C-deildinni um helgina. Bunino var á leið inn á völlinn þegar honum varð svo mikið mál að pissa. Hann hafði greinilega ekki tíma til að hlaupa inn í klefa og pissaði því rétt fyrir utan völlinn. Former Juventus striker Cristian Bunino was left red-faced and with a red card after being caught urinating on the side of the pitch before coming on for Serie C side Lecco. https://t.co/y73x9gAcwN— Reuters Sports (@ReutersSports) March 20, 2023 Þarna var komið fram á 76. mínútu og þjálfari Lecco ætlaði að reyna að lífga upp á sóknarleikinn með því að skipta Bunino inná. Hinn 26 ára gamli Bunino komst hins vegar aldrei inn á völlinn því dómarinn sá hann pissa og lyfti um leið rauða spjaldinu. Luciano Foschi, þjálfara Lecco, fannst þetta vera ansi ströng refsing. „Þetta eru reglurnar og það verður að fylgja þeim. Ég var að vonast til að dómararnir sýndu heilbrigða skynsemi því hann móðgaði engan og enginn sá þetta,“ sagði Luciano Foschi. „Ég var að vonast eftir því að þetta yrði bara gult spjald en dómarinn gerði engin mistök. Og varðandi Bunino. Hann vissi ekkert um afleiðingarnar,“ sagði Foschi. Það var annars ekkert mark skorað í leiknum sem endaði því með markalausu jafntefli. View this post on Instagram A post shared by Calcio Lecco 1912 (@calciolecco1912)
Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira