Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Andri Már Eggertsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 23. mars 2023 21:45 Bosníumenn fagna öðru marka sinna í fyrri hálfleiknum gegn Íslandi í kvöld. Getty/Armin Durgut Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. Leikurinn var opinn í báða enda til að byrja með en Bosnía fékk hættulegri færi. Ísland hélt betur í boltann en heimamenn áttu mjög auðvelt með að komast í færi þar sem svæðið milli varnar og miðju var mjög opið. Rade Krunic braut ísinn á 14. mínútu. Davíð Kristján lenti í vandræðum með Amar Dedic sem gaf boltann fyrir markið þar sem Hörður Björgvin og Daníel Leó höfðu lítið fyrir því að koma hættunni frá sem varð til þess að Rade Krunic skoraði af stuttu færi. Rade Krunic bætti síðan við öðru marki með nánast sömu uppskrift þar sem hann nýtti sér barnalegan varnarleik. Smail Prevljak átti skot í varnarmann og boltinn datt beint fyrir Rade Krunic sem skoraði af stuttu færi líkt og í fyrra markinu. Bestu færi Íslands í fyrri hálfleik komu þegar Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson gáfu boltann fyrir markið sem skapaði usla með Alfreð Finnbogason frammi. Amar Dedic skoraði þriðja mark Bosníu á 63. mínútu. Áfram hélt varnarleikur Íslands að vera til vandræða. Hákon Arnar hætti við að reyna að taka boltann af Dedic sem fékk að fara yfir á vinstri þar sem hann lét vaða fyrir utan teig og skoraði laglegt mark. Þremur mörkum undir fékk Ísland nokkur færi til að minnka muninn en Ibrahim Sehic stóð vaktina vel í markinu og Bosnía vann 3-0 sigur. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi
Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. Leikurinn var opinn í báða enda til að byrja með en Bosnía fékk hættulegri færi. Ísland hélt betur í boltann en heimamenn áttu mjög auðvelt með að komast í færi þar sem svæðið milli varnar og miðju var mjög opið. Rade Krunic braut ísinn á 14. mínútu. Davíð Kristján lenti í vandræðum með Amar Dedic sem gaf boltann fyrir markið þar sem Hörður Björgvin og Daníel Leó höfðu lítið fyrir því að koma hættunni frá sem varð til þess að Rade Krunic skoraði af stuttu færi. Rade Krunic bætti síðan við öðru marki með nánast sömu uppskrift þar sem hann nýtti sér barnalegan varnarleik. Smail Prevljak átti skot í varnarmann og boltinn datt beint fyrir Rade Krunic sem skoraði af stuttu færi líkt og í fyrra markinu. Bestu færi Íslands í fyrri hálfleik komu þegar Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson gáfu boltann fyrir markið sem skapaði usla með Alfreð Finnbogason frammi. Amar Dedic skoraði þriðja mark Bosníu á 63. mínútu. Áfram hélt varnarleikur Íslands að vera til vandræða. Hákon Arnar hætti við að reyna að taka boltann af Dedic sem fékk að fara yfir á vinstri þar sem hann lét vaða fyrir utan teig og skoraði laglegt mark. Þremur mörkum undir fékk Ísland nokkur færi til að minnka muninn en Ibrahim Sehic stóð vaktina vel í markinu og Bosnía vann 3-0 sigur.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti