Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Alvöru „flensuleikur“ frá besta manni deildarinnar Sæbjörn Steinke skrifar 24. mars 2023 20:00 Vincent Shahid fór fyrir Þór í kvöld líkt og svo oft áður. Vísir/Hulda Margrét Þórsarar eiga séns á því að enda í sjötta sæti deildarinnar eftir sjöunda sigurinn í síðustu átta leikjum. Stjörnumenn urðu fyrir barðinu á þeim í kvöld, lokatölur 84-98 fyrir gestina í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og náðu að halda heimamönnum í lágu stigaskori út allan fyrri hálfleikinn, einungis 34 stig skoruð frá Garðbæingum í fyrri og heimamenn með fimmtán stiga forystu. Varnarleikur Þórsara var öflugur en Stjörnumönnum vantaði oft á tíðum ekki nema herslumuninn, auka kraft, til að klára skot við körfuna. Þórsarar hittu vel fyrir utan og voru með öll tök. Þau tök héldu svo sem áfram í seinni hálfleik, heimamenn náðu að minnka muninn niður í tíu stig en þá svöruðu gestirnir með sex stigum í röð, svöruðu alltaf þegar heimamenn gerðu sig líklega. Það er frábær taktur í Þórsliðinu og tilfinningin sú að liðið eigi meira að segja einn gír inni, ef liðið hefði hrokkið í þann gír hefði liðið gjörsamlega gengið frá þessum leik. Af hverju vann Þór? Betri á öllum sviðum leiksins. Mér leist ekki á blikuna fyrir hönd Þórsara um áramót en þeir hafa heldur betur snúið genginu við og eru í dag eitt allra heitasta lið deildarinnar. Liðið hefur allt, hæð, hraða, stökkkraft, átta góða körfuboltamenn og sá besti í deildinni er á meðal þeirra. Hverjir stóðu upp úr? Vincent Malik Shahid. Sá gæi er ekkert eðlilega góður í körfubolta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, sagði fyrir leik að leikmenn í hans liðið væru að glíma við flensu. Einn þeirra er Vinnie og átti hann eitt stykki „flu game“ svo vitnað sé í flensuleikinn hjá Michael Jordan á sínum tíma. Vinnie skoraði eins og MJ 38 stig í leiknum og klikkaði einungis á fjórum skotum. Jordan Semple átti einnig virkilega fínan leik, skoraði sautján stig og tók níu fráköst. Mínúturnar sem Semple spilaði vann Þór með 25 stigum, það hæsta í þeim tölfræðiflokki. Allir í átta manna róteringunni hjá grænum áttu í raun mjög góðan leik en þessir tveir stóðu upp úr. William Gutenius var fínn hjá Stjörnunni, skoraði átján stig en sá sem undirritaður var hrifnastur af verður nefndur í viðtalinu við þjálfarann Arnar Guðjónsson hér að neðan. Hvað gekk illa? Tuttugu tapaðir boltar hjá Stjörnunni er allt of mikið gegn jafn öflugu liði og Þór er. Armani Moore, bandaríski leikmaður Stjörnunnar, var hræðilegur í fyrri hálfleik, vaknaði aðeins í seinni hálfleik en þá var það í raun orðið of seint. Dagur Kár Jónsson var heldur ekki góður, mögulega eitthvað að hrjá hann því maður býst við miklu mun meira frá Degi þegar hann spilar. Hvað gerist næst? Úrslitaleikur hjá Þórsurum um sjötta sætið gegn Grindavík í lokaumferðinni. Stjarnan er sömuleiðis á leið í úrslitaleik, liðið þarf að vinna KR og treysta á að ÍR vinni Hött fyrir austan til að fara í úrslitakeppnina. Eftir næstu umferð tekur úrslitakeppnin við! Mörgum búið að hlakka mikið til að mæta Grindavík Lárus Jónsson var á því að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi verið lykillinn að sigrinum.Vísir/Hulda Margrét „Við spiluðum góða vörn, vorum svolítið komnir með leikinn. En mér fannst við hleypa þeim svolítið inn í leikinn með því að brjóta mikið á þeim. Í bland við þeirra gæði og okkar værukærð hleyptum við þeim inn í leikinn í seinni hálfleik, misstum þá í opin þriggja stiga skot,“ sagði þjálfarinn. Alltaf hélst munurinn nokkuð mikill en greinilegt að það var eitthvað sem þjálfarinn var ósáttur með. „Að vera ekki fókuseraður, það er risaþáttur af leiknum. Innkast kerfi frá þeim og Adama Darboe fær galopið skot, þetta er eitthvað sem má ekki gerast og við þurfum að laga það.“ Sjötta sætið er Þórsara ef liðið vinnur Grindavík í lokaumferðinni. Er mikilvægt að ná því sæti? „Þetta er bara mikilvægur leikur, það er mörgum leikmönnum búið að hlakka mikið til að fá að keppa á móti Grindavik.“ Í myrkrinu er hann búinn að vera einn af ljósu punktunum „Við augljóslega vorum lélegri en Þór, Þórsarar eru bara betri en við. Taflan sýndi það og leikurinn í dag sýndi það,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik.Vísir/Bára Dröfn Honum fannst vanta upp á áræðni í upphafi leiks. „Við reynum alls konar hluti og mér fannst menn leggja sig fram við að koma til baka. En þeir eru bara betri en við og unnu þess vegna.“ „Það gerist að menn klikka á færum, þeir eru líka mjög góðir varnarlega, langir, stórir, fela Vinnie vel og hinir eru allir geggjaðir varnarmenn. En við ráðum auðvitað ekkert við Vinnie, hann fer mjög illa með okkur. Svo líka gerum við mistök sóknarlega, fáum okkur t.d. tíu stig á okkur í hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik.“ Það jákvæða sem Arnar tekur úr leiknum er að liðið hans gafst ekki upp. „Mér fannst við ekki gefast upp, heldur tapa bara fyrir liði sem er betra en við. Mér fannst við berjast og leggja okkur fram. Það er ekki alveg nóg en það er það jákvæða.“ Framundan er leikur á móti KR sem Stjarnan verður að vinna en liðið þarf einnig að vona að ÍR vinni Hött fyrir austan svo að úrslitakeppnissæti verði niðurstaðan í Garðabænum. Mun Arnar mikið spá í hinum leiknum? „Ég á alveg nóg með að þjálfa einn leik í einu, ég fer ekki að skipta mér af því hvað gerist á Egilsstöðum. Við verðum að vinna KR ef að Viðar og Einar skíta eitthvað á bitann fyrir austan.“ Lokaspurningin var út í hinn efnilega Kristján Fannar Ingólfsson sem var í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Kristján er fæddur árið 2005 og átti kafla í leiknum þar sem hann gerði Vinnie lífið leitt með stífum varnarleik. „Hann er duglegur strákur og ef hann heldur vel á spilunum getur hann gert vel. Í þessu myrkri sem veturinn er búinn að vera er hann einn af ljósu punktunum,“ sagði Arnar. Subway-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn
Þórsarar eiga séns á því að enda í sjötta sæti deildarinnar eftir sjöunda sigurinn í síðustu átta leikjum. Stjörnumenn urðu fyrir barðinu á þeim í kvöld, lokatölur 84-98 fyrir gestina í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og náðu að halda heimamönnum í lágu stigaskori út allan fyrri hálfleikinn, einungis 34 stig skoruð frá Garðbæingum í fyrri og heimamenn með fimmtán stiga forystu. Varnarleikur Þórsara var öflugur en Stjörnumönnum vantaði oft á tíðum ekki nema herslumuninn, auka kraft, til að klára skot við körfuna. Þórsarar hittu vel fyrir utan og voru með öll tök. Þau tök héldu svo sem áfram í seinni hálfleik, heimamenn náðu að minnka muninn niður í tíu stig en þá svöruðu gestirnir með sex stigum í röð, svöruðu alltaf þegar heimamenn gerðu sig líklega. Það er frábær taktur í Þórsliðinu og tilfinningin sú að liðið eigi meira að segja einn gír inni, ef liðið hefði hrokkið í þann gír hefði liðið gjörsamlega gengið frá þessum leik. Af hverju vann Þór? Betri á öllum sviðum leiksins. Mér leist ekki á blikuna fyrir hönd Þórsara um áramót en þeir hafa heldur betur snúið genginu við og eru í dag eitt allra heitasta lið deildarinnar. Liðið hefur allt, hæð, hraða, stökkkraft, átta góða körfuboltamenn og sá besti í deildinni er á meðal þeirra. Hverjir stóðu upp úr? Vincent Malik Shahid. Sá gæi er ekkert eðlilega góður í körfubolta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, sagði fyrir leik að leikmenn í hans liðið væru að glíma við flensu. Einn þeirra er Vinnie og átti hann eitt stykki „flu game“ svo vitnað sé í flensuleikinn hjá Michael Jordan á sínum tíma. Vinnie skoraði eins og MJ 38 stig í leiknum og klikkaði einungis á fjórum skotum. Jordan Semple átti einnig virkilega fínan leik, skoraði sautján stig og tók níu fráköst. Mínúturnar sem Semple spilaði vann Þór með 25 stigum, það hæsta í þeim tölfræðiflokki. Allir í átta manna róteringunni hjá grænum áttu í raun mjög góðan leik en þessir tveir stóðu upp úr. William Gutenius var fínn hjá Stjörnunni, skoraði átján stig en sá sem undirritaður var hrifnastur af verður nefndur í viðtalinu við þjálfarann Arnar Guðjónsson hér að neðan. Hvað gekk illa? Tuttugu tapaðir boltar hjá Stjörnunni er allt of mikið gegn jafn öflugu liði og Þór er. Armani Moore, bandaríski leikmaður Stjörnunnar, var hræðilegur í fyrri hálfleik, vaknaði aðeins í seinni hálfleik en þá var það í raun orðið of seint. Dagur Kár Jónsson var heldur ekki góður, mögulega eitthvað að hrjá hann því maður býst við miklu mun meira frá Degi þegar hann spilar. Hvað gerist næst? Úrslitaleikur hjá Þórsurum um sjötta sætið gegn Grindavík í lokaumferðinni. Stjarnan er sömuleiðis á leið í úrslitaleik, liðið þarf að vinna KR og treysta á að ÍR vinni Hött fyrir austan til að fara í úrslitakeppnina. Eftir næstu umferð tekur úrslitakeppnin við! Mörgum búið að hlakka mikið til að mæta Grindavík Lárus Jónsson var á því að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi verið lykillinn að sigrinum.Vísir/Hulda Margrét „Við spiluðum góða vörn, vorum svolítið komnir með leikinn. En mér fannst við hleypa þeim svolítið inn í leikinn með því að brjóta mikið á þeim. Í bland við þeirra gæði og okkar værukærð hleyptum við þeim inn í leikinn í seinni hálfleik, misstum þá í opin þriggja stiga skot,“ sagði þjálfarinn. Alltaf hélst munurinn nokkuð mikill en greinilegt að það var eitthvað sem þjálfarinn var ósáttur með. „Að vera ekki fókuseraður, það er risaþáttur af leiknum. Innkast kerfi frá þeim og Adama Darboe fær galopið skot, þetta er eitthvað sem má ekki gerast og við þurfum að laga það.“ Sjötta sætið er Þórsara ef liðið vinnur Grindavík í lokaumferðinni. Er mikilvægt að ná því sæti? „Þetta er bara mikilvægur leikur, það er mörgum leikmönnum búið að hlakka mikið til að fá að keppa á móti Grindavik.“ Í myrkrinu er hann búinn að vera einn af ljósu punktunum „Við augljóslega vorum lélegri en Þór, Þórsarar eru bara betri en við. Taflan sýndi það og leikurinn í dag sýndi það,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik.Vísir/Bára Dröfn Honum fannst vanta upp á áræðni í upphafi leiks. „Við reynum alls konar hluti og mér fannst menn leggja sig fram við að koma til baka. En þeir eru bara betri en við og unnu þess vegna.“ „Það gerist að menn klikka á færum, þeir eru líka mjög góðir varnarlega, langir, stórir, fela Vinnie vel og hinir eru allir geggjaðir varnarmenn. En við ráðum auðvitað ekkert við Vinnie, hann fer mjög illa með okkur. Svo líka gerum við mistök sóknarlega, fáum okkur t.d. tíu stig á okkur í hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik.“ Það jákvæða sem Arnar tekur úr leiknum er að liðið hans gafst ekki upp. „Mér fannst við ekki gefast upp, heldur tapa bara fyrir liði sem er betra en við. Mér fannst við berjast og leggja okkur fram. Það er ekki alveg nóg en það er það jákvæða.“ Framundan er leikur á móti KR sem Stjarnan verður að vinna en liðið þarf einnig að vona að ÍR vinni Hött fyrir austan svo að úrslitakeppnissæti verði niðurstaðan í Garðabænum. Mun Arnar mikið spá í hinum leiknum? „Ég á alveg nóg með að þjálfa einn leik í einu, ég fer ekki að skipta mér af því hvað gerist á Egilsstöðum. Við verðum að vinna KR ef að Viðar og Einar skíta eitthvað á bitann fyrir austan.“ Lokaspurningin var út í hinn efnilega Kristján Fannar Ingólfsson sem var í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Kristján er fæddur árið 2005 og átti kafla í leiknum þar sem hann gerði Vinnie lífið leitt með stífum varnarleik. „Hann er duglegur strákur og ef hann heldur vel á spilunum getur hann gert vel. Í þessu myrkri sem veturinn er búinn að vera er hann einn af ljósu punktunum,“ sagði Arnar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti