Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 76-101 | Hlíðarendapiltar deildarmeistarar 2023 Andri Már Eggertsson skrifar 24. mars 2023 22:00 Kristófer Acox var frábær í kvöld eins og svo oft áður. Vísir/Hulda Margrét Valur er deildarmeistari í Subway-deild karla 2023. Íslandsmeistararnir tryggja sigurinn með öruggum sigri í Njarðvík. Valsarar vissu að með sigri væri deildarmeistaratitilinn þeirra og þeir mættu tilbúnir til leiks. Valur spilaði afar hreyfanlega og góða vörn sem setti Njarðvík í vandræði. Heimamenn voru í vandræðum með að setja stig á töfluna og gerðu aðeins þrjár körfur á sjö mínútum. Njarðvík endaði fyrsta leikhluta á jákvæðum nótum þar sem heimamenn gerðu síðustu tvær körfurnar og náðu að kveikja í sínu fólki. Valur var hins vegar átta stigum yfir eftir fyrsta fjórðung. Eftir að Valur gerði fyrstu tvær körfurnar í öðrum leikhluta datt Njarðvík í gang. Heimamenn fóru að láta boltann ganga hraðar sem skilaði auðveldum körfum. Þegar tæplega tvær og hálf mínúta var liðin af öðrum leikhluta greip Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í taumana og tók leikhlé. Njarðvík datt í þvílíkan gír þegar líða tók á annan leikhluta. Heimamenn settu niður þrjá þrista í röð og það var síðan Maciek Baginski sem lokaði ellefu stiga áhlaupi Njarðvíkur með körfu úr erfiðri stöðu. Valsarar létu ekki áhlaup Njarðvíkur slá sig út af laginu og enduðu fyrri hálfleik af krafti. Gestirnir voru fimm stigum yfir í hálfleik 46-51 Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleik hörmulega. Valsarar fengu hvert opið skotið á fætur öðru sem gestirnir nýttu sér. Valur gerði þrettán stig á fjórum mínútum á meðan heimamenn gerðu tvö stig. Það var lýsandi fyrir lélegan þriðja leikhluta Njarðvíkur að eftir leikhlé Benedikts Guðmundssonar töpuðu heimamenn boltanum og fengu hraðaupphlaup í bakið. Eftir þriðja leikhluta voru gestirnir fjórtán stigum yfir 60-74. Valur gaf Njarðvíkingum aldrei von um að komast aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta. Gestirnir unnu sannfærandi tuttugu og fimm stiga sigur 76-101. Af hverju vann Valur? Það er komin mikil sigurhefð í þetta Valslið sem virðist nærast á úrslitaleikjum. Valsmenn vissu hvað væri undir í kvöld og settu tóninn strax frá fyrstu mínútu. Njarðvík átti eitt áhlaup í öðrum leikhluta en Valur svaraði því í seinni hálfleik og sigur Vals var aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox fór á kostum. Kristófer skemmti áhorfendum með tilþrifum en hann var stigahæstur hjá Val með 25 stig og tók einnig 14 fráköst. Hvað gekk illa? Frammistaða Njarðvíkur kom á óvart. Valur er eina liðið sem hefur unnið Njarðvík tvisvar á tímabilinu. Ef báðir leikirnir milli þessara liða sem eru í efstu tveimur sætum deildarinnar eru lagðir saman þá vann Valur með 38 stiga mun. Eftir að hafa unnið annan leikhluta byrjaði Njarðvík hræðilega í seinni hálfleik þar sem heimamenn gerðu eina körfu á fjórum mínútum. Valur gekk á lagið og gerði þrettán stig og Njarðvík kom aldrei til baka eftir það. Hvað gerist næst? Lokaumferðin verður spiluð næsta fimmtudag klukkan 19:15 þar sem allir leikir fara fram á sama tíma. Keflavík og Njarðvík mætast á sama tíma og Valur og Tindastóll. Benedikt: Andlega vorum við út um allt í þessum leik Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar svekktur eftir tap kvöldsins. „Við töpuðum með 25 stigum og það var langt frá því sem við ætluðum okkur. Við byrjuðum fyrri og seinni hálfleik illa. Við þurfum að greina hvað fór úrskeiðis þar sem ég er ekki með svörin við þessu núna en við munum skoða þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali eftir leik. Njarðvík byrjaði seinni hálfleik afar illa og skoraði aðeins eina körfu á fjórum mínútum. „Mér fannst við fá fín skot í upphafi seinni hálfleiks. En eftir að ég tók leikhlé urðum við verri. Ég hefði átt að grípa inn í fyrr og byrja að skipta inn á strax eftir tvær mínútur.“ Njarðvík hafði unnið tíu leiki í röð fyrir þennan leik en Benedikt taldi að hans menn yrðu ekki í vandræðum með að koma til baka eftir tap gegn Val. „Ég var pínu stressaður í byrjun en síðan þegar leið á fyrri hálfleik náðum við að halda góðu spennustigi. Síðan undir lok fyrri hálfleiks urðum við allt of æstir og andlega vorum við bara út um allt í þessum leik,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. UMF Njarðvík Valur Subway-deild karla
Valur er deildarmeistari í Subway-deild karla 2023. Íslandsmeistararnir tryggja sigurinn með öruggum sigri í Njarðvík. Valsarar vissu að með sigri væri deildarmeistaratitilinn þeirra og þeir mættu tilbúnir til leiks. Valur spilaði afar hreyfanlega og góða vörn sem setti Njarðvík í vandræði. Heimamenn voru í vandræðum með að setja stig á töfluna og gerðu aðeins þrjár körfur á sjö mínútum. Njarðvík endaði fyrsta leikhluta á jákvæðum nótum þar sem heimamenn gerðu síðustu tvær körfurnar og náðu að kveikja í sínu fólki. Valur var hins vegar átta stigum yfir eftir fyrsta fjórðung. Eftir að Valur gerði fyrstu tvær körfurnar í öðrum leikhluta datt Njarðvík í gang. Heimamenn fóru að láta boltann ganga hraðar sem skilaði auðveldum körfum. Þegar tæplega tvær og hálf mínúta var liðin af öðrum leikhluta greip Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, í taumana og tók leikhlé. Njarðvík datt í þvílíkan gír þegar líða tók á annan leikhluta. Heimamenn settu niður þrjá þrista í röð og það var síðan Maciek Baginski sem lokaði ellefu stiga áhlaupi Njarðvíkur með körfu úr erfiðri stöðu. Valsarar létu ekki áhlaup Njarðvíkur slá sig út af laginu og enduðu fyrri hálfleik af krafti. Gestirnir voru fimm stigum yfir í hálfleik 46-51 Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleik hörmulega. Valsarar fengu hvert opið skotið á fætur öðru sem gestirnir nýttu sér. Valur gerði þrettán stig á fjórum mínútum á meðan heimamenn gerðu tvö stig. Það var lýsandi fyrir lélegan þriðja leikhluta Njarðvíkur að eftir leikhlé Benedikts Guðmundssonar töpuðu heimamenn boltanum og fengu hraðaupphlaup í bakið. Eftir þriðja leikhluta voru gestirnir fjórtán stigum yfir 60-74. Valur gaf Njarðvíkingum aldrei von um að komast aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta. Gestirnir unnu sannfærandi tuttugu og fimm stiga sigur 76-101. Af hverju vann Valur? Það er komin mikil sigurhefð í þetta Valslið sem virðist nærast á úrslitaleikjum. Valsmenn vissu hvað væri undir í kvöld og settu tóninn strax frá fyrstu mínútu. Njarðvík átti eitt áhlaup í öðrum leikhluta en Valur svaraði því í seinni hálfleik og sigur Vals var aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox fór á kostum. Kristófer skemmti áhorfendum með tilþrifum en hann var stigahæstur hjá Val með 25 stig og tók einnig 14 fráköst. Hvað gekk illa? Frammistaða Njarðvíkur kom á óvart. Valur er eina liðið sem hefur unnið Njarðvík tvisvar á tímabilinu. Ef báðir leikirnir milli þessara liða sem eru í efstu tveimur sætum deildarinnar eru lagðir saman þá vann Valur með 38 stiga mun. Eftir að hafa unnið annan leikhluta byrjaði Njarðvík hræðilega í seinni hálfleik þar sem heimamenn gerðu eina körfu á fjórum mínútum. Valur gekk á lagið og gerði þrettán stig og Njarðvík kom aldrei til baka eftir það. Hvað gerist næst? Lokaumferðin verður spiluð næsta fimmtudag klukkan 19:15 þar sem allir leikir fara fram á sama tíma. Keflavík og Njarðvík mætast á sama tíma og Valur og Tindastóll. Benedikt: Andlega vorum við út um allt í þessum leik Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar svekktur eftir tap kvöldsins. „Við töpuðum með 25 stigum og það var langt frá því sem við ætluðum okkur. Við byrjuðum fyrri og seinni hálfleik illa. Við þurfum að greina hvað fór úrskeiðis þar sem ég er ekki með svörin við þessu núna en við munum skoða þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali eftir leik. Njarðvík byrjaði seinni hálfleik afar illa og skoraði aðeins eina körfu á fjórum mínútum. „Mér fannst við fá fín skot í upphafi seinni hálfleiks. En eftir að ég tók leikhlé urðum við verri. Ég hefði átt að grípa inn í fyrr og byrja að skipta inn á strax eftir tvær mínútur.“ Njarðvík hafði unnið tíu leiki í röð fyrir þennan leik en Benedikt taldi að hans menn yrðu ekki í vandræðum með að koma til baka eftir tap gegn Val. „Ég var pínu stressaður í byrjun en síðan þegar leið á fyrri hálfleik náðum við að halda góðu spennustigi. Síðan undir lok fyrri hálfleiks urðum við allt of æstir og andlega vorum við bara út um allt í þessum leik,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti