Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. mars 2023 10:00 Örfundir á morgnana heima hjá Þórey Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, fela í sér snögga yfirferð yfir fjölbreytta dagskrá dætranna til að passa upp á að lyklar, sunddót, fótboltaskór, blokkflauta, píanónótur, nesti, húfur og vettlingar séu með í för þegar farið er í skólann. Ef Þórey væri fræg sögupersóna í bíómynd myndi hún helst velja að vera Indina Jones. Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á þeim dögum sem ég fer í ræktina þá fer ég á fætur klukkan sex annars um sjö leytið. Hins vegar breyttist sú rútína alls hressilega fyrir um tveim mánuðum er yngsta dóttirin á heimilinu lærði á klukku. Hún fékk sína eigin vekjaraklukku, sem er syngjandi Ugla sem hún býður góðan daginn þar til slökkt er á henni. Sem er svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að að dóttir mín stendur staðföst á þvi að það henti henni besti að vakna alla daga eigi síður en klukkan sex eða tveim tímum áður en hún á að mæta í skólann. Þegar ég spurði hana af því hvers vegna hún vildi vera vakna svona snemma, þá sagði hún “ það er gott að hafa góðan tíma til að fá sér að borða, lesa og útbúa nestið fyrir daginn” Ég hef því ekki átt annars kosta völ en drífa mig á fætur með henni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég hef mikinn áhuga á mannrækt og um daginn átti ég gott samtal við heilsuþjálfarann Vilhjálm Andra Einarsson, bróðir minn, um mikilvægi þess að byrja daginn á því að gefa sér tíma með sjálfum sér og taka ábyrgð á eigin vellíðan. Ég veit því fátt betra en að byrja daginn á því að drífa mig í frábæra infra-red hot pilates tíma hjá Karitas Lárusdóttir í World Class í Vatnsmýrinni. Ef ég tek nýlega morgunrútínu dóttur minnar út fyrir sviga og þá morgna sem ég fer ekki í ræktina, þá freista ég þess að eiga tíma með sjálfri mér, læðist niður og reyni ekki að vekja aðra heimilismeðlimi, fæ mér ilmandi sjöstrand kaffi og renni yfir helstu fréttamiðla ásamt því að taka stöðuna á dagskrá dagsins. Síðan, geng ég í það að að vekja heimilismeðlimina, bý um rúmin, útbý morgunmat og tek ör fund varðandi fjölbreytta dagskrá dætra minna til að passa upp á að lyklar, sunddót, fótboltaskór, blokkflauta, píanónótur, nesti, húfur og vettlingar séu með í för.“ Ef þú værir fræg sögupersóna úr bíómynd, hver værir þú þá? „Það er töluverð áskorun að velja eina sögupersónu og gæti valið litast af dagforminu en ef ég verð að velja eina þá væri það Indina Jones. Innblásturinn er nýlegur og kemur frá föstudags bíókvöld fjölskyldunnar þar sem við höfum nýverið horft á allar myndirnar.Það sem heillar eru ævintýrin og ferðalögin og ótrúlega þekking og útsjónarsemi sögupersónunar. Sömuleiðis, kynnist ég frábæru hugsjónarfólki þegar ég bjó í New York og í sameiningu sköpuðum við verkefnið Himalyan Health initiative þar sem við ferðumst til Bir og Dharmsala sem kallaði á æsi spennandi og ævintýralega upplifun að kynnast öðrum menningarheimi. Tala nú ekki um að fljúga með rellu um Himalyanfjöllin og lenda á Kangra-Gaggal flugvelli í Dharmsala. En að loknum tveim vikum, man ég eftir að hafa hugsað við flugtak að að ég gæti vanist þessu ævintýrlega lífstíl, og hugsaði einmitt til Indian Jones.“ Þórey nýtir sér hugmyndafræðina Getting Things Done til að halda utan um skipulagið en sú hugmyndafræði felur í sér að geyma ekki skuldbindingar eða hugmyndir í höfðinu heldur færa þær í eitthvað kerfi sem eykur líkurnar á því að hlutirnir komist raunverulega í verk. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég hóf nýlega störf á nýjum og spennandi vettvangi sem aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ og það er óhætt að segja þar er enginn dagur eins enda skrifstofa Vísindagarða staðsett í Mýrinni í Grósku, nýsköpunarsetri Vísindagarðar HÍ.Svæðið iðar að lífi og ég finn sannarlega fyrir nýsköpunaranda í húsinu. Þarna er vettvangur og í raun kraumandi suðupottur nýsköpunar og framfara. Við tölum um að þetta sé tengslatorg en þar kemur saman daglega fjölbreyttur hópur af skapandi og skemmtilegi fólki,sem vinnur þvert á greinar og geira. Þarna er skapast bæði frjór jarðvegur fyrir tækifæri og mikilvæga raunverulega tengingu við starfsemi háskólans og atvinnulífs. Fyrirtækin sem eru með aðsetur á svæðinu eiga það sameiginlegt að fjárfesta í hugmyndum og nýrri tækni, þau hugsa út fyrir kassann með skýra sýn að leiðarljósi. Mér finnst þetta hrikalega spennandi vinnuumhverfi og gaman að vinna með öllu þessu hæfa og stórhuga fólki. Eitt af okkar helstu verkefnum þessa daganna er alþjóðleg ráðstefna sem haldin verður í Grósku 4. Og 5.maí í samstarfi við International Association of Science Parks (IASP). Yfirskriftin er Nýsköpun 360°, , og er hluti af árlegri ráðstefnuröð samtakanna í Evrópu. Dagskráin er virkilega metnaðarfull og er skylduviðburður fyrir þá sem hafa áhuga á nýsköpun og vilja stækka tengslanet sitt. Ráðstefnan fer fram dagana 4. og 5.maí í Grósku í Vatnsmýrinni. Markmiðið með ráðstefnunni er að varpa ljósi á byltingarkennda græna nýsköpun á Íslandi og ræða þátt vísinda og nýsköpunar í innleiðingu nýrrar tækni sem getur skipt sköpum í baráttu mannkyns við loftslagsvánna.Á ráðstefnunni verður einnig horft til geimsins og þróun rannsókna á því sviði. Meðal framsögumanna eru erlendir og innlendir sérfræðingar í nýsköpun á sviði geimrannsókna, umhverfis- og orkumála. Þá verður rætt hvaða hlutverki ný tækni, líkt og kjarnasamruni og kolefnisföngun, mun gegna í framtíðinni. Á ráðstefnunni gefst gestum jafnframt tækifæri að kynnast ört vaxandi fyrirtækjum og efnilegum sprotafyrirtækjum sem vinna að heilsu-, lífsstíls-, orku- og loftslagslausnum. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Hugmyndafræði David Allen, Getting Things Done, hefur einnig reynst mér vel. Megininntakið í aðferðafræðinni er að geyma ekki skuldbindingar og hugmyndir í höfðinu heldur færa þær í kerfi sem þú getur treyst og með því er hægt að nota kerfið til að koma hlutum raunverulega í verk og vera skapandi. Hægt er styðjast við hin ýmisu forrit til að útfæra kerfið.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er ekkert eitt svar við þessari spurningu þar sem háttatíminn er stöðug áskorun. Í hinum fullkomna heimi væri það klukkan tíu. Raunveruleikinn er hins vegar sá að það stýrist töluvert eftir dagsformi heimilisfólksinsaðilanna, suma daga eru allir í takt, búið að lesa,skrifa og reikna, finna föt fyrir næsta skóladag og allt komið í ró um 20.00 en aðra daga þá er ekki komin ró fyrr en um níu leytið. Auk þess dregur eignmaðurinn stundum fram einstaklega áhugaverðar heimildamyndir sem seinka háttatímanum en ég dreg línuna við miðnætti sem allra allra síðasta tímann til að svífa inn í draumalandið.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00 Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01 Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01 Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01 Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Á þeim dögum sem ég fer í ræktina þá fer ég á fætur klukkan sex annars um sjö leytið. Hins vegar breyttist sú rútína alls hressilega fyrir um tveim mánuðum er yngsta dóttirin á heimilinu lærði á klukku. Hún fékk sína eigin vekjaraklukku, sem er syngjandi Ugla sem hún býður góðan daginn þar til slökkt er á henni. Sem er svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að að dóttir mín stendur staðföst á þvi að það henti henni besti að vakna alla daga eigi síður en klukkan sex eða tveim tímum áður en hún á að mæta í skólann. Þegar ég spurði hana af því hvers vegna hún vildi vera vakna svona snemma, þá sagði hún “ það er gott að hafa góðan tíma til að fá sér að borða, lesa og útbúa nestið fyrir daginn” Ég hef því ekki átt annars kosta völ en drífa mig á fætur með henni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég hef mikinn áhuga á mannrækt og um daginn átti ég gott samtal við heilsuþjálfarann Vilhjálm Andra Einarsson, bróðir minn, um mikilvægi þess að byrja daginn á því að gefa sér tíma með sjálfum sér og taka ábyrgð á eigin vellíðan. Ég veit því fátt betra en að byrja daginn á því að drífa mig í frábæra infra-red hot pilates tíma hjá Karitas Lárusdóttir í World Class í Vatnsmýrinni. Ef ég tek nýlega morgunrútínu dóttur minnar út fyrir sviga og þá morgna sem ég fer ekki í ræktina, þá freista ég þess að eiga tíma með sjálfri mér, læðist niður og reyni ekki að vekja aðra heimilismeðlimi, fæ mér ilmandi sjöstrand kaffi og renni yfir helstu fréttamiðla ásamt því að taka stöðuna á dagskrá dagsins. Síðan, geng ég í það að að vekja heimilismeðlimina, bý um rúmin, útbý morgunmat og tek ör fund varðandi fjölbreytta dagskrá dætra minna til að passa upp á að lyklar, sunddót, fótboltaskór, blokkflauta, píanónótur, nesti, húfur og vettlingar séu með í för.“ Ef þú værir fræg sögupersóna úr bíómynd, hver værir þú þá? „Það er töluverð áskorun að velja eina sögupersónu og gæti valið litast af dagforminu en ef ég verð að velja eina þá væri það Indina Jones. Innblásturinn er nýlegur og kemur frá föstudags bíókvöld fjölskyldunnar þar sem við höfum nýverið horft á allar myndirnar.Það sem heillar eru ævintýrin og ferðalögin og ótrúlega þekking og útsjónarsemi sögupersónunar. Sömuleiðis, kynnist ég frábæru hugsjónarfólki þegar ég bjó í New York og í sameiningu sköpuðum við verkefnið Himalyan Health initiative þar sem við ferðumst til Bir og Dharmsala sem kallaði á æsi spennandi og ævintýralega upplifun að kynnast öðrum menningarheimi. Tala nú ekki um að fljúga með rellu um Himalyanfjöllin og lenda á Kangra-Gaggal flugvelli í Dharmsala. En að loknum tveim vikum, man ég eftir að hafa hugsað við flugtak að að ég gæti vanist þessu ævintýrlega lífstíl, og hugsaði einmitt til Indian Jones.“ Þórey nýtir sér hugmyndafræðina Getting Things Done til að halda utan um skipulagið en sú hugmyndafræði felur í sér að geyma ekki skuldbindingar eða hugmyndir í höfðinu heldur færa þær í eitthvað kerfi sem eykur líkurnar á því að hlutirnir komist raunverulega í verk. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég hóf nýlega störf á nýjum og spennandi vettvangi sem aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ og það er óhætt að segja þar er enginn dagur eins enda skrifstofa Vísindagarða staðsett í Mýrinni í Grósku, nýsköpunarsetri Vísindagarðar HÍ.Svæðið iðar að lífi og ég finn sannarlega fyrir nýsköpunaranda í húsinu. Þarna er vettvangur og í raun kraumandi suðupottur nýsköpunar og framfara. Við tölum um að þetta sé tengslatorg en þar kemur saman daglega fjölbreyttur hópur af skapandi og skemmtilegi fólki,sem vinnur þvert á greinar og geira. Þarna er skapast bæði frjór jarðvegur fyrir tækifæri og mikilvæga raunverulega tengingu við starfsemi háskólans og atvinnulífs. Fyrirtækin sem eru með aðsetur á svæðinu eiga það sameiginlegt að fjárfesta í hugmyndum og nýrri tækni, þau hugsa út fyrir kassann með skýra sýn að leiðarljósi. Mér finnst þetta hrikalega spennandi vinnuumhverfi og gaman að vinna með öllu þessu hæfa og stórhuga fólki. Eitt af okkar helstu verkefnum þessa daganna er alþjóðleg ráðstefna sem haldin verður í Grósku 4. Og 5.maí í samstarfi við International Association of Science Parks (IASP). Yfirskriftin er Nýsköpun 360°, , og er hluti af árlegri ráðstefnuröð samtakanna í Evrópu. Dagskráin er virkilega metnaðarfull og er skylduviðburður fyrir þá sem hafa áhuga á nýsköpun og vilja stækka tengslanet sitt. Ráðstefnan fer fram dagana 4. og 5.maí í Grósku í Vatnsmýrinni. Markmiðið með ráðstefnunni er að varpa ljósi á byltingarkennda græna nýsköpun á Íslandi og ræða þátt vísinda og nýsköpunar í innleiðingu nýrrar tækni sem getur skipt sköpum í baráttu mannkyns við loftslagsvánna.Á ráðstefnunni verður einnig horft til geimsins og þróun rannsókna á því sviði. Meðal framsögumanna eru erlendir og innlendir sérfræðingar í nýsköpun á sviði geimrannsókna, umhverfis- og orkumála. Þá verður rætt hvaða hlutverki ný tækni, líkt og kjarnasamruni og kolefnisföngun, mun gegna í framtíðinni. Á ráðstefnunni gefst gestum jafnframt tækifæri að kynnast ört vaxandi fyrirtækjum og efnilegum sprotafyrirtækjum sem vinna að heilsu-, lífsstíls-, orku- og loftslagslausnum. Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Hugmyndafræði David Allen, Getting Things Done, hefur einnig reynst mér vel. Megininntakið í aðferðafræðinni er að geyma ekki skuldbindingar og hugmyndir í höfðinu heldur færa þær í kerfi sem þú getur treyst og með því er hægt að nota kerfið til að koma hlutum raunverulega í verk og vera skapandi. Hægt er styðjast við hin ýmisu forrit til að útfæra kerfið.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er ekkert eitt svar við þessari spurningu þar sem háttatíminn er stöðug áskorun. Í hinum fullkomna heimi væri það klukkan tíu. Raunveruleikinn er hins vegar sá að það stýrist töluvert eftir dagsformi heimilisfólksinsaðilanna, suma daga eru allir í takt, búið að lesa,skrifa og reikna, finna föt fyrir næsta skóladag og allt komið í ró um 20.00 en aðra daga þá er ekki komin ró fyrr en um níu leytið. Auk þess dregur eignmaðurinn stundum fram einstaklega áhugaverðar heimildamyndir sem seinka háttatímanum en ég dreg línuna við miðnætti sem allra allra síðasta tímann til að svífa inn í draumalandið.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00 Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01 Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01 Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01 Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00
Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01
Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01
Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01
Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00