„Vægast sagt farið fram með kostulegum óheilindum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2023 14:00 Þórður Snær sakar Ómar Smárason um óheilindi. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar gagnrýnir ummæli Ómars Smárasonar samskiptastjóra KSÍ harðlega í tengslum við fréttaflutning af meintu kynferðisofbeldi leikmanna íslenska landsliðsins. Ummæli Ómars birtust í lokaritgerð Jóhanns Inga Hafþórssonar blaðamanns en 433.is fjallaði fyrst um málið í gær. Þar er rætt við Ómar um stöðuna innan KSÍ í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Hann segist meðal annars hafa verið ósáttur með ráðgjafafyrirtækið KOM sem Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, vildi starfa með og þá gagnrýnir hann umfjöllun fjölmiðla um málið. „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun,“ er haft eftir Ómari í ritgerðinni. Svar barst ekki fyrr en „KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð“ Nú hefur Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, sem Ómar vísaði til í ummælunum að ofan, stigið fram á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann fer hörðum orðum um þessi ummæli Ómars. Þórður Snær segir að margsinnis hafi verið haft samband við KSÍ vegna málsins og lagðar fyrir sambandið spurningar. „Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra KSÍ í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheildinum og gegn betri vitund,“ skrifar Þórður Snær og fer svo ítarlega yfir málið. Þórður Snær birtir skjáskot af spurningum sem Þórður Snær segir að Kjarninn, sem hann starfaði hjá áður en Kjarninn sameinaðist Stundinni, hafi sent á KSÍ. „Í fimm vikur fengust þvælusvör við spurningum sem KSÍ gat svarað. Í áðurnefndri úttektarskýrslu kom fram að KOM hafi aftur verið kallað til hjálpa að svara okkur í nafni KSÍ. Sem þó var með samskiptastjóra á launum,“ skrifar Þórður Snær og birtir skjáskot af svörum Ómars fyrir hönd KSÍ. Þórður Snær segir að þrátt fyrir svörin hafi Kjarninn haldið áfram að spyrja spurninga. „Og KSÍ hélt áfram að svara með hjálp almannatengla, sem vildu „eyða umræðunni“ frekar en að svara.“ skrifar Þórður Snær ennfremur. „Það var ekki fyrr en 23. september 2021, eftir að KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð, sem efnislegt og raunverulegt svar barst. Svar sem var hægt að veita 18. ágúst, þegar Ómar var fyrst spurður. En svaraði ekki.“ Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra @footballiceland í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheilindum og gegn betri vitund. (Og ég heiti Snær, ekki Snævar) Þráður. 1/11 pic.twitter.com/o3xUSYLIwt— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) March 24, 2023 KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Ummæli Ómars birtust í lokaritgerð Jóhanns Inga Hafþórssonar blaðamanns en 433.is fjallaði fyrst um málið í gær. Þar er rætt við Ómar um stöðuna innan KSÍ í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Hann segist meðal annars hafa verið ósáttur með ráðgjafafyrirtækið KOM sem Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, vildi starfa með og þá gagnrýnir hann umfjöllun fjölmiðla um málið. „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun,“ er haft eftir Ómari í ritgerðinni. Svar barst ekki fyrr en „KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð“ Nú hefur Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, sem Ómar vísaði til í ummælunum að ofan, stigið fram á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann fer hörðum orðum um þessi ummæli Ómars. Þórður Snær segir að margsinnis hafi verið haft samband við KSÍ vegna málsins og lagðar fyrir sambandið spurningar. „Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra KSÍ í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheildinum og gegn betri vitund,“ skrifar Þórður Snær og fer svo ítarlega yfir málið. Þórður Snær birtir skjáskot af spurningum sem Þórður Snær segir að Kjarninn, sem hann starfaði hjá áður en Kjarninn sameinaðist Stundinni, hafi sent á KSÍ. „Í fimm vikur fengust þvælusvör við spurningum sem KSÍ gat svarað. Í áðurnefndri úttektarskýrslu kom fram að KOM hafi aftur verið kallað til hjálpa að svara okkur í nafni KSÍ. Sem þó var með samskiptastjóra á launum,“ skrifar Þórður Snær og birtir skjáskot af svörum Ómars fyrir hönd KSÍ. Þórður Snær segir að þrátt fyrir svörin hafi Kjarninn haldið áfram að spyrja spurninga. „Og KSÍ hélt áfram að svara með hjálp almannatengla, sem vildu „eyða umræðunni“ frekar en að svara.“ skrifar Þórður Snær ennfremur. „Það var ekki fyrr en 23. september 2021, eftir að KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð, sem efnislegt og raunverulegt svar barst. Svar sem var hægt að veita 18. ágúst, þegar Ómar var fyrst spurður. En svaraði ekki.“ Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra @footballiceland í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheilindum og gegn betri vitund. (Og ég heiti Snær, ekki Snævar) Þráður. 1/11 pic.twitter.com/o3xUSYLIwt— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) March 24, 2023
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira