Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. mars 2023 23:30 Mason Greenwood. Paul Currie/Getty Images Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. Mason Greenwood var handtekinn snemma árs 2022 og hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 19. janúar sama ár. Hann var upprunalega handtekinn eftir að kona sem hann var í sambandi með birti myndir af sér blóðugri og birti hljóðbrot þar sem heyra má Greenwodo reyna þvinga hana til samræðis. Í dag birti The Athletic ítarlega grein þar sem farið er ofan í saumana á hegðun leikmannsins áður en hann var handtekinn. Þar kemur fram að leikmaðurinn hafi ítrekað talið sig hafinn yfir lögin og betri en samherja sína. Police spoke to #MUFC about Greenwood during lockdown Senior staff offered guidance but no specialists brought in Man United have rejected offers from Turkish sides as internal investigation continuesThe story of Mason Greenwood & Manchester United. @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 27, 2023 Þegar samkomubann var í Bretlandi vegna Covid-19 þá hafði lögreglan oftar en einu sinni afskipti af Greenwood. Hann sást þenja Mercedes-Benz bifreið sína í Altrincham-hverfinu í Manchester þegar fólki hafði verið ráðlagt að halda sig innandyra. Þá hélt hann reglulega partí í íbúð sem hann leigði í Salford. Lögreglan vissi af þessu en í stað þess að handtaka Greenwood þá lét hún Man United vita. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn lenti í veseni á sínum stutta ferli. Ekki þurfti að leita langt aftur til að finna svipuð dæmi. Sem dæmi má nefna hegðun leikmannsins hér á landi, þar sem hann spilaði sinn eina A-landsleik. Þá kemur að hegðun leikmannsins hjá Man United. Hann mætti oftar en ekki seint á æfingar og stundum mætti hann ekki yfir höfuð. Átti starfsfólk félagsins oft erfitt með að komast að því hvar Greenwood væri. Ole Gunnar Solskjær, þáverandi þjálfari liðsins, varði leikmanninn þó í fjölmiðlum og sagði hann alltaf mæta á réttum tíma. Starfslið félagsins gerði það sem það gat til að aðstoða Greenwood þar sem félagið taldi hann hafa einstaka hæfileika. Það virðist ekki hafa gengið og var leikmaðurinn á endanum handtekinn fyrir atburði sem eru töluvert alvarlegri en að skrópa á æfingu. Mason Greenwood has presented challenges as well as huge promise throughout #MUFC career. Police visited Carrington over lockdown breaches. He missed Everton game after failing to report to team hotel.Qs for club over how issues handled. Full account:https://t.co/Sy2UmGZYyr— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) March 27, 2023 Greenwood er samt sem áður frjáls maður í dag eftir að saksóknarar létu málið falla niður þar sem lykilvitni í málinu höfðu dregið sig til hlés og vildu ekki bera vitni. Talsmaður embættis saksóknara sagði að ólíklegt væri að sakfelling myndi nást. Leikmaðurinn hefur þó ekki enn spilað fyrir Man United þar sem félagið segist vera að framkvæma sína eigin rannsókn. Hvort hann spili aftur fyrir félagið verður að koma í ljós en samningur hans rennur út sumarið 2025. Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Mason Greenwood var handtekinn snemma árs 2022 og hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 19. janúar sama ár. Hann var upprunalega handtekinn eftir að kona sem hann var í sambandi með birti myndir af sér blóðugri og birti hljóðbrot þar sem heyra má Greenwodo reyna þvinga hana til samræðis. Í dag birti The Athletic ítarlega grein þar sem farið er ofan í saumana á hegðun leikmannsins áður en hann var handtekinn. Þar kemur fram að leikmaðurinn hafi ítrekað talið sig hafinn yfir lögin og betri en samherja sína. Police spoke to #MUFC about Greenwood during lockdown Senior staff offered guidance but no specialists brought in Man United have rejected offers from Turkish sides as internal investigation continuesThe story of Mason Greenwood & Manchester United. @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 27, 2023 Þegar samkomubann var í Bretlandi vegna Covid-19 þá hafði lögreglan oftar en einu sinni afskipti af Greenwood. Hann sást þenja Mercedes-Benz bifreið sína í Altrincham-hverfinu í Manchester þegar fólki hafði verið ráðlagt að halda sig innandyra. Þá hélt hann reglulega partí í íbúð sem hann leigði í Salford. Lögreglan vissi af þessu en í stað þess að handtaka Greenwood þá lét hún Man United vita. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn lenti í veseni á sínum stutta ferli. Ekki þurfti að leita langt aftur til að finna svipuð dæmi. Sem dæmi má nefna hegðun leikmannsins hér á landi, þar sem hann spilaði sinn eina A-landsleik. Þá kemur að hegðun leikmannsins hjá Man United. Hann mætti oftar en ekki seint á æfingar og stundum mætti hann ekki yfir höfuð. Átti starfsfólk félagsins oft erfitt með að komast að því hvar Greenwood væri. Ole Gunnar Solskjær, þáverandi þjálfari liðsins, varði leikmanninn þó í fjölmiðlum og sagði hann alltaf mæta á réttum tíma. Starfslið félagsins gerði það sem það gat til að aðstoða Greenwood þar sem félagið taldi hann hafa einstaka hæfileika. Það virðist ekki hafa gengið og var leikmaðurinn á endanum handtekinn fyrir atburði sem eru töluvert alvarlegri en að skrópa á æfingu. Mason Greenwood has presented challenges as well as huge promise throughout #MUFC career. Police visited Carrington over lockdown breaches. He missed Everton game after failing to report to team hotel.Qs for club over how issues handled. Full account:https://t.co/Sy2UmGZYyr— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) March 27, 2023 Greenwood er samt sem áður frjáls maður í dag eftir að saksóknarar létu málið falla niður þar sem lykilvitni í málinu höfðu dregið sig til hlés og vildu ekki bera vitni. Talsmaður embættis saksóknara sagði að ólíklegt væri að sakfelling myndi nást. Leikmaðurinn hefur þó ekki enn spilað fyrir Man United þar sem félagið segist vera að framkvæma sína eigin rannsókn. Hvort hann spili aftur fyrir félagið verður að koma í ljós en samningur hans rennur út sumarið 2025.
Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira