„Eftir mig, flóðið” – umhverfismál og eldra fólk Halldór Reynisson skrifar 29. mars 2023 10:00 Lúðvík 15. ríkti lengi í Frakklandi og þótti mistækur stjórnandi. Eftir honum er haft orðatiltækið „Après moi, le déluge“ – eftir mig, flóðið. Það þótti til sannindamerkis um að honum hafi verið sama um hvað gerðist eftir hans dag – sama um afleiðingar gerða sinna. Karl Marx og skáldjöfurinn Dostojeski töldu þessi orð vera til merkis um ábyrgðarleysi hans og annarra forréttindafálka sem væri skítsama um aðra. Mér kemur þetta orðatiltæki stundum í hug í tengslum við umhverfismálin. Ef það snertir okkur ekki núna, þá látum við okkur það í léttu rúmi liggja. Hér á landi fögnum við jafnvel hlýnun andrúmsloftsins um tvær – þrjár gráður vegna þess að þá verði loks búandi á þessum „kalda klaka”. Reyndar hef ég trú á mörgu ungu fólki sem tekur loftslagsvána alvarlega enda á það eftir að lifa við afleiðingarnar eftir löngu eftir að við erum horfin af sjónarsviðinu, sem eldri erum. Nýlega var ég á málþingi um umhverfismál sem samtök yngra fólks stóðu að og þar vantaði ekki eldmóðinn. Sjálfur tilheyri ég þeirri fjölmennu kynslóð sem fæddist eftir stríð og er nú að komast á eftirlaun. Og við höfum það flest skrambi gott – og börnin okkar einnig. Nýlega lét kunnur bankamaður á eftirlaunum hafa eftir sér að eftirstríðsárakynslóðin ætti að njóta þess sem að hún hefði aflað sér, börnin hennar hefðu það hvort eða er svo gott að þau þyrftu ekkert á arfinum að halda. Um svipað leyti fór Grái herinn svokallaði í mál við ríkið vegna skerðingar á ellilífeyri – og tapaði málinu. Ég get ekki varist þeirri hugsun að eftirstríðsárakynslóðin – gamla hippakynslóðin – sé meira upptekin við að tryggja sér sem best sæti við kjötkatlana svona rétt á meðan hún tórir því „eftir okkur – flóðið”. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur meðan við erum ofar foldu. Þetta lafir meðan við lifum. Við sem tilheyrum forréttindahópnum „gamlir hvítir kallar” getum haldið áfram að aka dísilfákunum okkar – meira segja haft þá í lausagangi meðan konan hleypur inn í búð – “það fer svo illa með túrbínuna að drepa á vélinni” eins og einn gamlinginn orðaði það. Loftslagshanfarir verða eftir okkar dag. Villan í þessum hugsanagangi er sú að lífsstíll okkar síðustu áratugi að lifa í vellystingum ósjálfbært, kemur til með að bitna á þeim heimi sem barnabörnin okkar erfa. Þessi eigingjarni lífsstíll minnar kynslóðar gleymir þeirri eðlilegu líffræðilegu eigingirni að við hljótum að búa í haginn fyrir afkomendur okkar – okkar eigin gen. Það dugar ekki að einungis ungt hugsjónafólk í loftslagsmálum taki þennan slag. Við þurfum öll að vera aðgerðarsinnar og málsvarar umhverfisins. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) færir heim sanninn um það. Það dugar ekki lengur eins og einn úr Gráa hernum söng forðum: „Fjandinn eigi alla morgna”. Þessi fjandans morgun nátturuhamfara er þegar runninn upp. Ég held að við af hippakynslóðinni þurfum að fara að taka okkur sjálf taki. Byrja að þrýsta fastar á stjórnvöld að taka upp róttækari umhverfisaðgerðir, um leið og við sjálf tökum upp sjálfbærari og þar með ábyrgari lífsstíl sem neytir minna af takmörkuðum auðindum Jarðar. Hvað með að breyta „Gráa hernum” í „Græna herinn” fyrir umhverfið undir slagorðinu: Afar og ömmur allra landa – sameinist! Vonandi eimir eitthvað eftir af róttæka hippanum í okkur. Höfundur er umhverfissinni á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Lúðvík 15. ríkti lengi í Frakklandi og þótti mistækur stjórnandi. Eftir honum er haft orðatiltækið „Après moi, le déluge“ – eftir mig, flóðið. Það þótti til sannindamerkis um að honum hafi verið sama um hvað gerðist eftir hans dag – sama um afleiðingar gerða sinna. Karl Marx og skáldjöfurinn Dostojeski töldu þessi orð vera til merkis um ábyrgðarleysi hans og annarra forréttindafálka sem væri skítsama um aðra. Mér kemur þetta orðatiltæki stundum í hug í tengslum við umhverfismálin. Ef það snertir okkur ekki núna, þá látum við okkur það í léttu rúmi liggja. Hér á landi fögnum við jafnvel hlýnun andrúmsloftsins um tvær – þrjár gráður vegna þess að þá verði loks búandi á þessum „kalda klaka”. Reyndar hef ég trú á mörgu ungu fólki sem tekur loftslagsvána alvarlega enda á það eftir að lifa við afleiðingarnar eftir löngu eftir að við erum horfin af sjónarsviðinu, sem eldri erum. Nýlega var ég á málþingi um umhverfismál sem samtök yngra fólks stóðu að og þar vantaði ekki eldmóðinn. Sjálfur tilheyri ég þeirri fjölmennu kynslóð sem fæddist eftir stríð og er nú að komast á eftirlaun. Og við höfum það flest skrambi gott – og börnin okkar einnig. Nýlega lét kunnur bankamaður á eftirlaunum hafa eftir sér að eftirstríðsárakynslóðin ætti að njóta þess sem að hún hefði aflað sér, börnin hennar hefðu það hvort eða er svo gott að þau þyrftu ekkert á arfinum að halda. Um svipað leyti fór Grái herinn svokallaði í mál við ríkið vegna skerðingar á ellilífeyri – og tapaði málinu. Ég get ekki varist þeirri hugsun að eftirstríðsárakynslóðin – gamla hippakynslóðin – sé meira upptekin við að tryggja sér sem best sæti við kjötkatlana svona rétt á meðan hún tórir því „eftir okkur – flóðið”. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur meðan við erum ofar foldu. Þetta lafir meðan við lifum. Við sem tilheyrum forréttindahópnum „gamlir hvítir kallar” getum haldið áfram að aka dísilfákunum okkar – meira segja haft þá í lausagangi meðan konan hleypur inn í búð – “það fer svo illa með túrbínuna að drepa á vélinni” eins og einn gamlinginn orðaði það. Loftslagshanfarir verða eftir okkar dag. Villan í þessum hugsanagangi er sú að lífsstíll okkar síðustu áratugi að lifa í vellystingum ósjálfbært, kemur til með að bitna á þeim heimi sem barnabörnin okkar erfa. Þessi eigingjarni lífsstíll minnar kynslóðar gleymir þeirri eðlilegu líffræðilegu eigingirni að við hljótum að búa í haginn fyrir afkomendur okkar – okkar eigin gen. Það dugar ekki að einungis ungt hugsjónafólk í loftslagsmálum taki þennan slag. Við þurfum öll að vera aðgerðarsinnar og málsvarar umhverfisins. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) færir heim sanninn um það. Það dugar ekki lengur eins og einn úr Gráa hernum söng forðum: „Fjandinn eigi alla morgna”. Þessi fjandans morgun nátturuhamfara er þegar runninn upp. Ég held að við af hippakynslóðinni þurfum að fara að taka okkur sjálf taki. Byrja að þrýsta fastar á stjórnvöld að taka upp róttækari umhverfisaðgerðir, um leið og við sjálf tökum upp sjálfbærari og þar með ábyrgari lífsstíl sem neytir minna af takmörkuðum auðindum Jarðar. Hvað með að breyta „Gráa hernum” í „Græna herinn” fyrir umhverfið undir slagorðinu: Afar og ömmur allra landa – sameinist! Vonandi eimir eitthvað eftir af róttæka hippanum í okkur. Höfundur er umhverfissinni á eftirlaunum.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar