Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. mars 2023 10:00 Fulltrúar úr fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi hafa lagt fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. Flutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá Alþingi á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á dómsmálaráðherra sem hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Umræðan um vantrauststillöguna verður með þeim hætti að þingflokkur fyrsta flutningsmanns, Píratar, fá 15 mínútur og flokkur ráðherrans, Sjálfstæðisflokkurinn einnig. Aðrir þingflokkar fá 12 mínútur. Þingflokkarnir geta innbyrðis ákveðið að skipta tíma sínum á milli ræðumanna og því gætu umferðir í umræðunni orðið tvær eða þrjár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson.Stöð 2/Sigurjón Reiknað er með að umræðan standi yfir í rúmar tvær klukkustundir. Að henni lokinni verður gengið til atkvæðagreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að reikna megi með að óskað verði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Þá muni margir þingmenn væntanlega vilja gera grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan gæti því staðið yfir í um klukkustund. Í marsmánuði 2018 felldi Alþingi tillögu minnihlutans um vantraust á Sigríði Andersen, sem einnig var dómsmálaráðherra og var það í fyrsta sinn í um sextíu ár sem vantrauststillaga var lögð fram gegn einstaka ráðherra. Vantraust á ríkisstjórn í heild sinni hefur hins vegar nokkrum sinnum verið lagt fram á síðustu áratugum. Mælendaskráin í umræðunum í dag er þessi: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 1. ræða. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. ræða. Katrín Jakobsdóttir, 1. ræða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 1. ræða. Inga Sæland, 1. ræða. Hanna Katrín Friðriksson, 1. ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 1. ræða. Bjarni Benediktsson, 1. ræða. Orri Páll Jóhannsson, 1. ræða. Helga Vala Helgadóttir, 1. ræða. Eyjólfur Ármannsson, 1. ræða. Sigmar Guðmundsson, 1. ræða. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 1. ræða. Guðbrandur Einarsson, 1. ræða. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Flutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá Alþingi á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á dómsmálaráðherra sem hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Umræðan um vantrauststillöguna verður með þeim hætti að þingflokkur fyrsta flutningsmanns, Píratar, fá 15 mínútur og flokkur ráðherrans, Sjálfstæðisflokkurinn einnig. Aðrir þingflokkar fá 12 mínútur. Þingflokkarnir geta innbyrðis ákveðið að skipta tíma sínum á milli ræðumanna og því gætu umferðir í umræðunni orðið tvær eða þrjár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson.Stöð 2/Sigurjón Reiknað er með að umræðan standi yfir í rúmar tvær klukkustundir. Að henni lokinni verður gengið til atkvæðagreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að reikna megi með að óskað verði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Þá muni margir þingmenn væntanlega vilja gera grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan gæti því staðið yfir í um klukkustund. Í marsmánuði 2018 felldi Alþingi tillögu minnihlutans um vantraust á Sigríði Andersen, sem einnig var dómsmálaráðherra og var það í fyrsta sinn í um sextíu ár sem vantrauststillaga var lögð fram gegn einstaka ráðherra. Vantraust á ríkisstjórn í heild sinni hefur hins vegar nokkrum sinnum verið lagt fram á síðustu áratugum. Mælendaskráin í umræðunum í dag er þessi: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 1. ræða. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. ræða. Katrín Jakobsdóttir, 1. ræða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 1. ræða. Inga Sæland, 1. ræða. Hanna Katrín Friðriksson, 1. ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 1. ræða. Bjarni Benediktsson, 1. ræða. Orri Páll Jóhannsson, 1. ræða. Helga Vala Helgadóttir, 1. ræða. Eyjólfur Ármannsson, 1. ræða. Sigmar Guðmundsson, 1. ræða. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 1. ræða. Guðbrandur Einarsson, 1. ræða.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42
Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55