Mikilvægt að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. mars 2023 18:03 Fram kemur í ályktuninni að flugsamgöngur eru ein mikilvægasta grunnstoð byggðar á Íslandi auk þess sem efnahagslegur og samfélagslegur ávinningur af flugstarfsemi fyrir Ísland er ótvíræður. Vísir/Vilhelm Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. Þetta kemur fram ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar um flugsamgöngur og fyrirhugaða löggjöf Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda sem samþykkt var í dag. Fram kemur í ályktuninni að flugsamgöngur eru ein mikilvægasta grunnstoð byggðar á Íslandi auk þess sem efnahagslegur og samfélagslegur ávinningur af flugstarfsemi fyrir Ísland er ótvíræður. „Mikið er í húfi við að vinna að sjálfbærri framtíð flugs um og á Íslandi og hafa flugfélög sett sér metnaðarfull markmið á sviði umhverfismála meðal annars með því að taka þátt í verkefnum sem snúa að innleiðingu sjálfbærs eldsneytis og þróun á vetnis- og rafmagnsknúnum flugvélum.“ Samtök ferðaþjónustunnar benda á að boðuð löggjöf mun jafnframt ekki draga úr kolefnislosun, heldur þvert á móti stuðla að kolefnisleka, enda er í dag almennt umhverfisvænna að fljúga á minni flugvélum yfir Atlantshafið, líkt og þeim sem íslensku flugfélögin nota í sínum rekstri, með viðkomu á Íslandi frekar en að fljúga beint yfir Atlantshafið á breiðþotu. „Það er mikilvægt að stjórnvöld verji hagsmuni Íslands þegar löggjöfin verður innleidd á Íslandi til þess að tryggja sjálfbæra framtíð og verjamikilvægan ávinning af flugi hérlendis. Samtök ferðaþjónustunnar styðja því heils hugar þá vegferð stjórnvalda að semja um að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands þannig að samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga, Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar og áfangastaðarins Íslands verði tryggð.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Loftgæði Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta kemur fram ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar um flugsamgöngur og fyrirhugaða löggjöf Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda sem samþykkt var í dag. Fram kemur í ályktuninni að flugsamgöngur eru ein mikilvægasta grunnstoð byggðar á Íslandi auk þess sem efnahagslegur og samfélagslegur ávinningur af flugstarfsemi fyrir Ísland er ótvíræður. „Mikið er í húfi við að vinna að sjálfbærri framtíð flugs um og á Íslandi og hafa flugfélög sett sér metnaðarfull markmið á sviði umhverfismála meðal annars með því að taka þátt í verkefnum sem snúa að innleiðingu sjálfbærs eldsneytis og þróun á vetnis- og rafmagnsknúnum flugvélum.“ Samtök ferðaþjónustunnar benda á að boðuð löggjöf mun jafnframt ekki draga úr kolefnislosun, heldur þvert á móti stuðla að kolefnisleka, enda er í dag almennt umhverfisvænna að fljúga á minni flugvélum yfir Atlantshafið, líkt og þeim sem íslensku flugfélögin nota í sínum rekstri, með viðkomu á Íslandi frekar en að fljúga beint yfir Atlantshafið á breiðþotu. „Það er mikilvægt að stjórnvöld verji hagsmuni Íslands þegar löggjöfin verður innleidd á Íslandi til þess að tryggja sjálfbæra framtíð og verjamikilvægan ávinning af flugi hérlendis. Samtök ferðaþjónustunnar styðja því heils hugar þá vegferð stjórnvalda að semja um að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands þannig að samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga, Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar og áfangastaðarins Íslands verði tryggð.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Loftgæði Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira