Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2023 21:42 Norðfjarðargöng Eskifjarðarmegin hafa verið lokuð í dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal en þar opnast göngin Norðfjarðarmegin. Slá lokar veginum ásamt rauðu blikkandi ljósi. Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að veðurspáin hefði gengið eftir að mestu, að mati Veðurstofunnar, og hefur veruleg ofankoma verið á Austfjörðum frá því í nótt, slydda eða rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Í Neskaupstað hafa lítil snjóflóð verið að falla á varnargarða ofan byggðarinnar sem og eitt stórt krapaflóð síðdegis, en það stöðvaðist einnig á varnargarði. Þá hafa snjóflóð verið að falla úr Hólmatindi við Eskifjörð. Lítil snjóflóð hafa verið að falla ofan byggðarinnar í Neskaupstað í dag en engin náð yfir varnargarða.Sigurjón Ólason Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, er ekki vitað til þess að snjóflóð hafi valdið óskunda en hann segir að staðan sé viðkvæm. Almannavarnir hafa í dag gripið til aukinna rýminga úr húsum og hverfum, til viðbótar við þær sem þegar voru í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Fleiri hús hafa verið rýmd bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa bæst við rýmingar í Mjóafirði, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og voru íbúar beðnir um að gefa sig fram við fjöldahjálparstöðvar. Í þessum sex byggðum Austfjarða hefur fólk þurft að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Samkvæmt færðarkorti Vegagerðarinnar voru allar leiðir til sjávarbyggða á fjörðunum lokaðar í dag, allt frá Seyðisfirði í norðri til Breiðdalsvíkur í suðri. Nokkrar leiðir voru lokaðar vegna snjóflóðahættu; leiðirnar um Fagradal, um Hólmaháls, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, og um Fannardal í Norðfirði. Í kvöld var vegurinn milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur þó opnaður. Einnig vegurinn um Hólmaháls en tekið fram að staðan yrði endurmetin og mögulega gæti komið til lokunar þar seinna í kvöld. Þjóðvegurinn til Norðfjarðar hefur verið lokaður í allan dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal.Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er áfram í gildi fram á nótt en þá tekur við gul viðvörun fram á næsta kvöld. Veðurstofan varar sérstaklega við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Er fólk hvatt til að sýna aðgæslu nærri farvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að veðurspáin hefði gengið eftir að mestu, að mati Veðurstofunnar, og hefur veruleg ofankoma verið á Austfjörðum frá því í nótt, slydda eða rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Í Neskaupstað hafa lítil snjóflóð verið að falla á varnargarða ofan byggðarinnar sem og eitt stórt krapaflóð síðdegis, en það stöðvaðist einnig á varnargarði. Þá hafa snjóflóð verið að falla úr Hólmatindi við Eskifjörð. Lítil snjóflóð hafa verið að falla ofan byggðarinnar í Neskaupstað í dag en engin náð yfir varnargarða.Sigurjón Ólason Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, er ekki vitað til þess að snjóflóð hafi valdið óskunda en hann segir að staðan sé viðkvæm. Almannavarnir hafa í dag gripið til aukinna rýminga úr húsum og hverfum, til viðbótar við þær sem þegar voru í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Fleiri hús hafa verið rýmd bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa bæst við rýmingar í Mjóafirði, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og voru íbúar beðnir um að gefa sig fram við fjöldahjálparstöðvar. Í þessum sex byggðum Austfjarða hefur fólk þurft að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Samkvæmt færðarkorti Vegagerðarinnar voru allar leiðir til sjávarbyggða á fjörðunum lokaðar í dag, allt frá Seyðisfirði í norðri til Breiðdalsvíkur í suðri. Nokkrar leiðir voru lokaðar vegna snjóflóðahættu; leiðirnar um Fagradal, um Hólmaháls, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, og um Fannardal í Norðfirði. Í kvöld var vegurinn milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur þó opnaður. Einnig vegurinn um Hólmaháls en tekið fram að staðan yrði endurmetin og mögulega gæti komið til lokunar þar seinna í kvöld. Þjóðvegurinn til Norðfjarðar hefur verið lokaður í allan dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal.Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er áfram í gildi fram á nótt en þá tekur við gul viðvörun fram á næsta kvöld. Veðurstofan varar sérstaklega við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Er fólk hvatt til að sýna aðgæslu nærri farvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14