Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2023 21:42 Norðfjarðargöng Eskifjarðarmegin hafa verið lokuð í dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal en þar opnast göngin Norðfjarðarmegin. Slá lokar veginum ásamt rauðu blikkandi ljósi. Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að veðurspáin hefði gengið eftir að mestu, að mati Veðurstofunnar, og hefur veruleg ofankoma verið á Austfjörðum frá því í nótt, slydda eða rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Í Neskaupstað hafa lítil snjóflóð verið að falla á varnargarða ofan byggðarinnar sem og eitt stórt krapaflóð síðdegis, en það stöðvaðist einnig á varnargarði. Þá hafa snjóflóð verið að falla úr Hólmatindi við Eskifjörð. Lítil snjóflóð hafa verið að falla ofan byggðarinnar í Neskaupstað í dag en engin náð yfir varnargarða.Sigurjón Ólason Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, er ekki vitað til þess að snjóflóð hafi valdið óskunda en hann segir að staðan sé viðkvæm. Almannavarnir hafa í dag gripið til aukinna rýminga úr húsum og hverfum, til viðbótar við þær sem þegar voru í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Fleiri hús hafa verið rýmd bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa bæst við rýmingar í Mjóafirði, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og voru íbúar beðnir um að gefa sig fram við fjöldahjálparstöðvar. Í þessum sex byggðum Austfjarða hefur fólk þurft að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Samkvæmt færðarkorti Vegagerðarinnar voru allar leiðir til sjávarbyggða á fjörðunum lokaðar í dag, allt frá Seyðisfirði í norðri til Breiðdalsvíkur í suðri. Nokkrar leiðir voru lokaðar vegna snjóflóðahættu; leiðirnar um Fagradal, um Hólmaháls, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, og um Fannardal í Norðfirði. Í kvöld var vegurinn milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur þó opnaður. Einnig vegurinn um Hólmaháls en tekið fram að staðan yrði endurmetin og mögulega gæti komið til lokunar þar seinna í kvöld. Þjóðvegurinn til Norðfjarðar hefur verið lokaður í allan dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal.Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er áfram í gildi fram á nótt en þá tekur við gul viðvörun fram á næsta kvöld. Veðurstofan varar sérstaklega við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Er fólk hvatt til að sýna aðgæslu nærri farvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að veðurspáin hefði gengið eftir að mestu, að mati Veðurstofunnar, og hefur veruleg ofankoma verið á Austfjörðum frá því í nótt, slydda eða rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Í Neskaupstað hafa lítil snjóflóð verið að falla á varnargarða ofan byggðarinnar sem og eitt stórt krapaflóð síðdegis, en það stöðvaðist einnig á varnargarði. Þá hafa snjóflóð verið að falla úr Hólmatindi við Eskifjörð. Lítil snjóflóð hafa verið að falla ofan byggðarinnar í Neskaupstað í dag en engin náð yfir varnargarða.Sigurjón Ólason Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, er ekki vitað til þess að snjóflóð hafi valdið óskunda en hann segir að staðan sé viðkvæm. Almannavarnir hafa í dag gripið til aukinna rýminga úr húsum og hverfum, til viðbótar við þær sem þegar voru í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Fleiri hús hafa verið rýmd bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa bæst við rýmingar í Mjóafirði, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og voru íbúar beðnir um að gefa sig fram við fjöldahjálparstöðvar. Í þessum sex byggðum Austfjarða hefur fólk þurft að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Samkvæmt færðarkorti Vegagerðarinnar voru allar leiðir til sjávarbyggða á fjörðunum lokaðar í dag, allt frá Seyðisfirði í norðri til Breiðdalsvíkur í suðri. Nokkrar leiðir voru lokaðar vegna snjóflóðahættu; leiðirnar um Fagradal, um Hólmaháls, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, og um Fannardal í Norðfirði. Í kvöld var vegurinn milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur þó opnaður. Einnig vegurinn um Hólmaháls en tekið fram að staðan yrði endurmetin og mögulega gæti komið til lokunar þar seinna í kvöld. Þjóðvegurinn til Norðfjarðar hefur verið lokaður í allan dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal.Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er áfram í gildi fram á nótt en þá tekur við gul viðvörun fram á næsta kvöld. Veðurstofan varar sérstaklega við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Er fólk hvatt til að sýna aðgæslu nærri farvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14