Fjármálaáætlun – umbúðir um ekki neitt Guðbrandur Einarsson skrifar 31. mars 2023 09:01 Það voru margir sem biðu óþreyjufullir eftir framlagningu fjármálaáætlunar sem nú hefur litið dagsins ljós. Ástæðurnar fyrir þessum spenningi eru augljósar. Heimilin glíma nú við mestu verðbólgu frá hruni, endurteknar vaxtahækkanir, stóraukna greiðslubyrði lána og mikla hækkun matarverðs. Fólk vonaði að ný fjármálaáætlun myndi bera þess skýr merki að fjármálaráðherra myndi nota ríkisfjármálin til að vinna gegn verðbólgunni og bæta hag heimilanna. Vonbrigðin verða því mikil núna þegar kemur í ljós að það er ekkert í áætluninni bendir til þess að staðan muni eitthvað lagast. Seðlabankinn er áfram skilinn eftir einn með það viðfangsefni að ná verðbólgu niður með þeim árangri að mörg heimili eru að bugast undan stóraukinni greiðslubyrði lána. Það er erfitt að ná utan um hverju þessi fjármálaáætlun á að skila öðru en því að halda sjó. Á tekjuhlið eru það helst að skattar á hreinorkubíla verða hækkaðir, gistináttagjald tekið upp að nýju, skattar á fyrirtæki verða hækkaðir um 1% í eitt ár, endurgreiðsla á VSK verður minnkuð úr 60% í 35% og síðan mjög óljós áform um hækkun auðlindaskatta sem gætu hugsanlega (eða ekki) komið til framkvæmda á seinni hluta fjármálaáætlunar eða þegar þessi ríkisstjórnin verður væntanlega farin frá. Allar þessar aðgerðir eiga að koma til framkvæmda í framtíðinni þótt vandinn sé núna. Margir stjórnarliða höfðu síðustu daga og vikur gefið í skyn að einhverjar breytingar kynnu að vera í vændum. Talað hefur verið um hvalrekaskatt, bankaskatt og hækkun auðlindagjalda, og hafa stjórnarliðar m.a. nefnt það í greinaskrifum að nú þyrftu breiðu bökin að taka á sig auknar byrðar. Ekkert af þessu er að finna í fjármálaáætlun og greinilega ekki á dagskrá ríkistjórnar að fara í slíkar aðgerðir. Ekki er heldur að sjá að verið sé að taka til á útgjaldahlið fjármálaáætlunar. Verið er að hækka aðhaldskröfu á suma málaflokka úr 1% - 2% og skoða á möguleika á að samnýta húsnæði stofnana betur. Þetta dregur eitthvað úr útgjöldum en dugar hvergi nærri til. Tískuorð fjármálaráðherra þessa stundina er frumjöfnuður sem útlit er fyrir að verði jákvæður á þessu ári. Það færi þá betur á því að sá „frumjöfnuður“ héldi sér út tímabil áætlunarinnar en ekki er útlit fyrir það. Síðast voru það „afkomubætandi aðgerðir“ sem voru tískuorðin. Það eru því vonbrigði að ekki sé hægt að finna aðgerðir sem geta hjálpað í baráttunni við verðbólguna og til þess að hjálpa heimilunum í landinu. Það verkefni bíður því næstu ríkisstjórnar hvenær sem það verður. Vonandi verður það sem fyrst. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru margir sem biðu óþreyjufullir eftir framlagningu fjármálaáætlunar sem nú hefur litið dagsins ljós. Ástæðurnar fyrir þessum spenningi eru augljósar. Heimilin glíma nú við mestu verðbólgu frá hruni, endurteknar vaxtahækkanir, stóraukna greiðslubyrði lána og mikla hækkun matarverðs. Fólk vonaði að ný fjármálaáætlun myndi bera þess skýr merki að fjármálaráðherra myndi nota ríkisfjármálin til að vinna gegn verðbólgunni og bæta hag heimilanna. Vonbrigðin verða því mikil núna þegar kemur í ljós að það er ekkert í áætluninni bendir til þess að staðan muni eitthvað lagast. Seðlabankinn er áfram skilinn eftir einn með það viðfangsefni að ná verðbólgu niður með þeim árangri að mörg heimili eru að bugast undan stóraukinni greiðslubyrði lána. Það er erfitt að ná utan um hverju þessi fjármálaáætlun á að skila öðru en því að halda sjó. Á tekjuhlið eru það helst að skattar á hreinorkubíla verða hækkaðir, gistináttagjald tekið upp að nýju, skattar á fyrirtæki verða hækkaðir um 1% í eitt ár, endurgreiðsla á VSK verður minnkuð úr 60% í 35% og síðan mjög óljós áform um hækkun auðlindaskatta sem gætu hugsanlega (eða ekki) komið til framkvæmda á seinni hluta fjármálaáætlunar eða þegar þessi ríkisstjórnin verður væntanlega farin frá. Allar þessar aðgerðir eiga að koma til framkvæmda í framtíðinni þótt vandinn sé núna. Margir stjórnarliða höfðu síðustu daga og vikur gefið í skyn að einhverjar breytingar kynnu að vera í vændum. Talað hefur verið um hvalrekaskatt, bankaskatt og hækkun auðlindagjalda, og hafa stjórnarliðar m.a. nefnt það í greinaskrifum að nú þyrftu breiðu bökin að taka á sig auknar byrðar. Ekkert af þessu er að finna í fjármálaáætlun og greinilega ekki á dagskrá ríkistjórnar að fara í slíkar aðgerðir. Ekki er heldur að sjá að verið sé að taka til á útgjaldahlið fjármálaáætlunar. Verið er að hækka aðhaldskröfu á suma málaflokka úr 1% - 2% og skoða á möguleika á að samnýta húsnæði stofnana betur. Þetta dregur eitthvað úr útgjöldum en dugar hvergi nærri til. Tískuorð fjármálaráðherra þessa stundina er frumjöfnuður sem útlit er fyrir að verði jákvæður á þessu ári. Það færi þá betur á því að sá „frumjöfnuður“ héldi sér út tímabil áætlunarinnar en ekki er útlit fyrir það. Síðast voru það „afkomubætandi aðgerðir“ sem voru tískuorðin. Það eru því vonbrigði að ekki sé hægt að finna aðgerðir sem geta hjálpað í baráttunni við verðbólguna og til þess að hjálpa heimilunum í landinu. Það verkefni bíður því næstu ríkisstjórnar hvenær sem það verður. Vonandi verður það sem fyrst. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar