Viðskipti innlent

Hluta­bréfa­verð rýkur upp eftir ráðninguna

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins síðastliðin sjö ár.
Halldór Benjamín Þorbergsson hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins síðastliðin sjö ár. Vísir/Arnar

Hlutabréfaverð í Regin hefur hækkað um 5,69 prósent það sem af er degi. Greint var frá því í gærkvöldi að Halldór Benjamín Þorbergsson, fráfarandi framkvæmdastjóri SA, tæki við sem forstjóri Regins í sumar.

Hlutabréfaverð í Regin stendur nú í 26,00 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra síðan um miðjan febrúar.  Hlutabréfaverð í félaginu hefur hækkað um 7,44 prósent í mánuðinum en eins og fyrr segir hafa hlutabréf í Regin hækkað um 5,69 prósent í dag.

Tilkynning um ráðningu Halldórs Benjamíns til Regins barst síðdegis í gær. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra SA undanfarin sjö ár. 

„Það eru óneitanlega blendnar tilfinningar sem fylgja því að kveðja þennan vettvang, enda eru alger forréttindi að gegna starfi framkvæmdastjóra SA. Starfið hjá SA hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en það er á sama tíma engum hollt að vera í slíku starfi of lengi,“ var haft eftir Halldóri í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×