Væri búin að taka RÚV af auglýsingamarkaði væri það lausnin Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 20:30 Lilja Alfreðsdóttir sat fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2/Arnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun. Tilkynnt var um það í dag að útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar hafi verið hætt. Sigmundur Ernir Rúnarsson, síðasti ritstjóri Fréttablaðsins og einn þeirra um eitt hundrað sem misstu vinnuna í dag, sagði í dag að dagurinn væri sorgardagur fyrir íslensku þjóðina og lýðræðið í landinu. Þá hafa gagnrýnisraddir vegna stuðnings, eða skorts á stuðningi, yfirvalda við einkarekna fjölmiðla. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera,“ sagði Sigmundur Ernir til að mynda. Þá líkir framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði við engisprettuplágu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sá ráðherra sem fjölmiðlamál heyra undir, mætti í sett í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða fall Fréttablaðsins. Hún segir að ekki hafi myndast pólitísk sátt um það að taka RÚV af auglýsingamarkaði og að búið væri að gera það ef það væri lausn við vanda fjölmiðla. Erlendir miðlar séu miklu frekar það sem taki auglýsingatekjur frá íslenskum miðlum. Vill ríkið af auglýsingamarkaði Lilja segir að í nýrri fjármálaáætlun séu tekin skref til þess að styrkja rekstur einkarekinna fjölmiðla. Til að mynda verði styrkir til þeirra hækkaðir og kerfi verði komið á laggirnar sem hvetji fólk til þess að verða áskrifendur að fjölmiðlum. Þannig sé sama leið farin og í nágrannaríkjum okkar. Hins vegar hafi ríkisfjölmiðlar á Norðurlöndunum ekki verið á auglýsingamarkaði líkt og RÚV hefur alla tíð verið. „Ég ætla ekki að fara að verja það varðandi RÚV, og bara til að segja þér alveg eins og er, ég mundi telja að það væri miklu æskilegra að ríkið væri ekki á þessum markaði. Hins vegar er bara ekki sátt um það og ég verð að sætta mig við það,“ segir Lilja en neitar að gefa upp hvar málið strandi innan ríkisstjórnarinnar. Sindri Sindrason þjarmaði að Lilju Alfreðsdóttur varðandi stöðu fjölmiðlunar á Íslandi.Stöð 2/Arnar Tekjuöflunarmódelið gangi ekki upp lengur Lilja segir að núverandi tekjuöflunarmódel fjölmiðla gangi ekki lengur upp, hvorki hér á landi né erlendir. Erlendir miðlar ryksugi upp auglýsingatekjur og vera RÚV á auglýsingamarkaði hafi ekki mikil áhrif. Til að mynda fari 73 prósent af öllum auglýsingatekjum í Svíþjóð út fyrir landsteinana. Ef það væri lausnin að við mundum taka RÚV af auglýsingamarkaði, þá værum við löngu búin að gera það. Frakkar og Spánverjar fóru í þessar aðgerðir og veistu hvað gerðist? Þetta fór ekkert inn á innlendu miðlana. Þetta fór líka á Facebook og Google. Ef ég hefði verið sannfærð um það, Sindri, að þetta væri lausnin, þá hefði ég gert það,“ segir Lilja. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Tilkynnt var um það í dag að útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar hafi verið hætt. Sigmundur Ernir Rúnarsson, síðasti ritstjóri Fréttablaðsins og einn þeirra um eitt hundrað sem misstu vinnuna í dag, sagði í dag að dagurinn væri sorgardagur fyrir íslensku þjóðina og lýðræðið í landinu. Þá hafa gagnrýnisraddir vegna stuðnings, eða skorts á stuðningi, yfirvalda við einkarekna fjölmiðla. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera,“ sagði Sigmundur Ernir til að mynda. Þá líkir framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði við engisprettuplágu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sá ráðherra sem fjölmiðlamál heyra undir, mætti í sett í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða fall Fréttablaðsins. Hún segir að ekki hafi myndast pólitísk sátt um það að taka RÚV af auglýsingamarkaði og að búið væri að gera það ef það væri lausn við vanda fjölmiðla. Erlendir miðlar séu miklu frekar það sem taki auglýsingatekjur frá íslenskum miðlum. Vill ríkið af auglýsingamarkaði Lilja segir að í nýrri fjármálaáætlun séu tekin skref til þess að styrkja rekstur einkarekinna fjölmiðla. Til að mynda verði styrkir til þeirra hækkaðir og kerfi verði komið á laggirnar sem hvetji fólk til þess að verða áskrifendur að fjölmiðlum. Þannig sé sama leið farin og í nágrannaríkjum okkar. Hins vegar hafi ríkisfjölmiðlar á Norðurlöndunum ekki verið á auglýsingamarkaði líkt og RÚV hefur alla tíð verið. „Ég ætla ekki að fara að verja það varðandi RÚV, og bara til að segja þér alveg eins og er, ég mundi telja að það væri miklu æskilegra að ríkið væri ekki á þessum markaði. Hins vegar er bara ekki sátt um það og ég verð að sætta mig við það,“ segir Lilja en neitar að gefa upp hvar málið strandi innan ríkisstjórnarinnar. Sindri Sindrason þjarmaði að Lilju Alfreðsdóttur varðandi stöðu fjölmiðlunar á Íslandi.Stöð 2/Arnar Tekjuöflunarmódelið gangi ekki upp lengur Lilja segir að núverandi tekjuöflunarmódel fjölmiðla gangi ekki lengur upp, hvorki hér á landi né erlendir. Erlendir miðlar ryksugi upp auglýsingatekjur og vera RÚV á auglýsingamarkaði hafi ekki mikil áhrif. Til að mynda fari 73 prósent af öllum auglýsingatekjum í Svíþjóð út fyrir landsteinana. Ef það væri lausnin að við mundum taka RÚV af auglýsingamarkaði, þá værum við löngu búin að gera það. Frakkar og Spánverjar fóru í þessar aðgerðir og veistu hvað gerðist? Þetta fór ekkert inn á innlendu miðlana. Þetta fór líka á Facebook og Google. Ef ég hefði verið sannfærð um það, Sindri, að þetta væri lausnin, þá hefði ég gert það,“ segir Lilja.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26
Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00
Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44
Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10