Væri búin að taka RÚV af auglýsingamarkaði væri það lausnin Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 20:30 Lilja Alfreðsdóttir sat fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2/Arnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun. Tilkynnt var um það í dag að útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar hafi verið hætt. Sigmundur Ernir Rúnarsson, síðasti ritstjóri Fréttablaðsins og einn þeirra um eitt hundrað sem misstu vinnuna í dag, sagði í dag að dagurinn væri sorgardagur fyrir íslensku þjóðina og lýðræðið í landinu. Þá hafa gagnrýnisraddir vegna stuðnings, eða skorts á stuðningi, yfirvalda við einkarekna fjölmiðla. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera,“ sagði Sigmundur Ernir til að mynda. Þá líkir framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði við engisprettuplágu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sá ráðherra sem fjölmiðlamál heyra undir, mætti í sett í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða fall Fréttablaðsins. Hún segir að ekki hafi myndast pólitísk sátt um það að taka RÚV af auglýsingamarkaði og að búið væri að gera það ef það væri lausn við vanda fjölmiðla. Erlendir miðlar séu miklu frekar það sem taki auglýsingatekjur frá íslenskum miðlum. Vill ríkið af auglýsingamarkaði Lilja segir að í nýrri fjármálaáætlun séu tekin skref til þess að styrkja rekstur einkarekinna fjölmiðla. Til að mynda verði styrkir til þeirra hækkaðir og kerfi verði komið á laggirnar sem hvetji fólk til þess að verða áskrifendur að fjölmiðlum. Þannig sé sama leið farin og í nágrannaríkjum okkar. Hins vegar hafi ríkisfjölmiðlar á Norðurlöndunum ekki verið á auglýsingamarkaði líkt og RÚV hefur alla tíð verið. „Ég ætla ekki að fara að verja það varðandi RÚV, og bara til að segja þér alveg eins og er, ég mundi telja að það væri miklu æskilegra að ríkið væri ekki á þessum markaði. Hins vegar er bara ekki sátt um það og ég verð að sætta mig við það,“ segir Lilja en neitar að gefa upp hvar málið strandi innan ríkisstjórnarinnar. Sindri Sindrason þjarmaði að Lilju Alfreðsdóttur varðandi stöðu fjölmiðlunar á Íslandi.Stöð 2/Arnar Tekjuöflunarmódelið gangi ekki upp lengur Lilja segir að núverandi tekjuöflunarmódel fjölmiðla gangi ekki lengur upp, hvorki hér á landi né erlendir. Erlendir miðlar ryksugi upp auglýsingatekjur og vera RÚV á auglýsingamarkaði hafi ekki mikil áhrif. Til að mynda fari 73 prósent af öllum auglýsingatekjum í Svíþjóð út fyrir landsteinana. Ef það væri lausnin að við mundum taka RÚV af auglýsingamarkaði, þá værum við löngu búin að gera það. Frakkar og Spánverjar fóru í þessar aðgerðir og veistu hvað gerðist? Þetta fór ekkert inn á innlendu miðlana. Þetta fór líka á Facebook og Google. Ef ég hefði verið sannfærð um það, Sindri, að þetta væri lausnin, þá hefði ég gert það,“ segir Lilja. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Tilkynnt var um það í dag að útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar hafi verið hætt. Sigmundur Ernir Rúnarsson, síðasti ritstjóri Fréttablaðsins og einn þeirra um eitt hundrað sem misstu vinnuna í dag, sagði í dag að dagurinn væri sorgardagur fyrir íslensku þjóðina og lýðræðið í landinu. Þá hafa gagnrýnisraddir vegna stuðnings, eða skorts á stuðningi, yfirvalda við einkarekna fjölmiðla. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera,“ sagði Sigmundur Ernir til að mynda. Þá líkir framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði við engisprettuplágu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sá ráðherra sem fjölmiðlamál heyra undir, mætti í sett í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða fall Fréttablaðsins. Hún segir að ekki hafi myndast pólitísk sátt um það að taka RÚV af auglýsingamarkaði og að búið væri að gera það ef það væri lausn við vanda fjölmiðla. Erlendir miðlar séu miklu frekar það sem taki auglýsingatekjur frá íslenskum miðlum. Vill ríkið af auglýsingamarkaði Lilja segir að í nýrri fjármálaáætlun séu tekin skref til þess að styrkja rekstur einkarekinna fjölmiðla. Til að mynda verði styrkir til þeirra hækkaðir og kerfi verði komið á laggirnar sem hvetji fólk til þess að verða áskrifendur að fjölmiðlum. Þannig sé sama leið farin og í nágrannaríkjum okkar. Hins vegar hafi ríkisfjölmiðlar á Norðurlöndunum ekki verið á auglýsingamarkaði líkt og RÚV hefur alla tíð verið. „Ég ætla ekki að fara að verja það varðandi RÚV, og bara til að segja þér alveg eins og er, ég mundi telja að það væri miklu æskilegra að ríkið væri ekki á þessum markaði. Hins vegar er bara ekki sátt um það og ég verð að sætta mig við það,“ segir Lilja en neitar að gefa upp hvar málið strandi innan ríkisstjórnarinnar. Sindri Sindrason þjarmaði að Lilju Alfreðsdóttur varðandi stöðu fjölmiðlunar á Íslandi.Stöð 2/Arnar Tekjuöflunarmódelið gangi ekki upp lengur Lilja segir að núverandi tekjuöflunarmódel fjölmiðla gangi ekki lengur upp, hvorki hér á landi né erlendir. Erlendir miðlar ryksugi upp auglýsingatekjur og vera RÚV á auglýsingamarkaði hafi ekki mikil áhrif. Til að mynda fari 73 prósent af öllum auglýsingatekjum í Svíþjóð út fyrir landsteinana. Ef það væri lausnin að við mundum taka RÚV af auglýsingamarkaði, þá værum við löngu búin að gera það. Frakkar og Spánverjar fóru í þessar aðgerðir og veistu hvað gerðist? Þetta fór ekkert inn á innlendu miðlana. Þetta fór líka á Facebook og Google. Ef ég hefði verið sannfærð um það, Sindri, að þetta væri lausnin, þá hefði ég gert það,“ segir Lilja.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26
Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00
Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44
Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10