Fótbolti

Leik­menn ensku úr­vals­deildarinnar leita sér að­stoðar vegna nikó­tín­fíknar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Everton v Leicester City - Premier League LIVERPOOL, ENGLAND - APRIL 20: A general view inside the stadium as the sun sets during the Premier League match between Everton and Leicester City at Goodison Park on April 20, 2022 in Liverpool, England. (Photo by Michael Regan/Getty Images)
Everton v Leicester City - Premier League LIVERPOOL, ENGLAND - APRIL 20: A general view inside the stadium as the sun sets during the Premier League match between Everton and Leicester City at Goodison Park on April 20, 2022 in Liverpool, England. (Photo by Michael Regan/Getty Images)

Nokkrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa leitað sér aðstoðar vegna nikótínfíknar undanfarnar vikur og mánuði. Snus, pokarnir sem fólk setur undir vörina, virðist vera helsti skaðvaldurinn.

Leikmannasamtökin PFA (e. Professional Footballers Association) ætla sér nú að fá teymi til að rannsaka notkun og áhrif nikótínpúðanna á leikmenn.

Snus, eða nikótínpúðar, er fyrirbæri sem þekkist vel hér á Íslandi og á Norðurlöndunum, en það eru litlir púðar sem settir eru undir vör og þaðan fer nikótín út í blóðrás notandans. Ólöglegt er að selja snus í Bretlandi, en notkun púðanna er þó ekki ólögleg.

Myndir af nokkrum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar með nikótínpúða hafa náðst og minnir það kannski að einhverju leyti á grein sem birtist hér á Vísi árið 2015 þar sem leikmenn íslenska landsliðsins náðust á mynd með tókbaksdós á leið í landsliðsverkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×