Siðareglur blaðamanna uppfærðar í fyrsta sinn í 32 ár Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2023 14:40 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Siðareglur blaðamanna hafa verið uppfærðar í fyrsta sinn síðan árið 1991. Eru reglurnar nú þrettán talsins í staðinn fyrir þær sex sem voru til staðar áður. Nýjar siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) voru samþykktar á aðalfundi félagsins þann 23. mars síðastliðinn. Talsverðar breytingar má finna í nýju reglunum en eldri siðareglur félagsins höfðu verið þær sömu síðan árið 1991, í 32 ár. „Tillögur þessar eru afrakstur vinnu sem hefur átt langan aðdraganda. Upp úr aldamótum fór að bera á óánægju í stéttinni með tiltekin ákvæði í gildandi siðareglum og var hafist handa við endurskoðun þeirra. Gagnrýnin laut almennt að því að reglurnar væru ekki nægilega skýrar og vel upp settar og ákvæði þóttu huglæg og matskennd – afstæð – svo sem ákvæði um tillitsemi,“ segir í greinargerð frá stjórn BÍ um nýju reglurnar. Haustið 2021 hófst vinna við nýju reglurnar og var öllum starfandi blaðamönnum boðið að taka þátt í vinnuhópi. Friðrik Þór Guðmundsson, sérfræðingur, var ráðgjafi hópsins. „Við endurskoðunina var horft til áður gildandi siðareglna, en þær voru settar árið 1991. Einnig var horft til siðareglna Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ), auk siðareglna í nokkrum grannlöndum Íslands: Norðurlandanna, Bretlands, Belgíu og fleiri landa. Þá var horft til breytts umhverfis fjölmiðla og breyttrar stöðu blaðamanna með nýjum miðlunarleiðum,“ segir í tilkynningu á vef BÍ um reglurnar. Hér fyrir neðan má lesa nýju siðareglurnar. InngangurÖflug og vönduð blaðamennska, þar sem tjáningarfrelsið er í fyrirrúmi, er forsenda lýðræðis. Hún byggist á faglegum vinnubrögðum sem siðareglum þessum er ætlað að ramma inn. Í þeim er lögð áhersla á að frumskylda blaðamanns er gagnvart almenningi sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Blaðamönnum ber að þekkja og fara eftir þessum siðareglum í störfum sínum. 1. greinBlaðamaður hefur sannleikann að leiðarljósi, stendur vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðlun og rétt almennings til upplýsinga, svo veita megi nauðsynlegt aðhald í lýðræðisþjóðfélagi. 2. greinBlaðamaður setur fram upplýsingar á heiðarlegan og sanngjarnan hátt samkvæmt bestu vitund hverju sinni, meðal annars með því að leita andstæðra sjónarmiða þegar við á. Blaðamaður hagræðir ekki staðreyndum og setur ekki fram órökstuddar ásakanir. 3. greinBlaðamaður leiðréttir rangfærslur sé þess þörf. 4. greinBlaðamaður lítur svo á að allar upplýsingar sem varða almannahagsmuni eigi að vera aðgengilegar og að hann eigi að hafa fullan rétt til að afla þeirra. 5. greinBlaðamaður beitir hvorki hótunum né þvingunum til þess að afla upplýsinga. 6. greinBlaðamaður gerir greinarmun á staðreyndum og skoðunum, gengur úr skugga um áreiðanleika upplýsinga og gætir þess að umfjöllunin sé hlutlæg. 7. greinBlaðamaður gætir þess að þegar hann vitnar til ummæla eða upplýsinga sem birst hafa opinberlega, þar á meðal á samfélagsmiðlum, sé þess getið hvaðan ummælin voru fengin. 8. greinBlaðamaður virðir trúnað við heimildarmenn sína. 9. greinBlaðamaður þiggur ekki mútur, gjafir eða fyrirgreiðslu af neinu tagi sem ætlað er að hafa áhrif á umfjöllun hans. Blaðamaður forðast hagsmunaárekstra og gerir grein fyrir tengslum við umfjöllunarefnið ef við á. Blaðamaður tekur ekki þátt í verkefnum sem kynnu að stofna sjálfstæði hans og trúverðugleika í hættu og nýtir ekki upplýsingar í eigin þágu. 10. greinBlaðamaður gerist ekki sekur um ritstuld. 11. greinBlaðamaður blandar ekki saman ritstjórnarlegu efni og auglýsingum í myndum og/eða máli. 12. greinSiðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna. Blaðamaður gætir þess að persónulegar skoðanir hans hafi ekki áhrif á hlutlægni fréttaflutnings. 13. greinHver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta, getur kært ætlað brot til Siðanefndar BÍ samkvæmt sérstökum málsmeðferðarreglum þar um. Og hér fyrir neðan má lesa gömlu reglurnar frá árinu 1991. Í starfi sínu hafa blaðamenn allra fjölmiðla jafnan í huga grundvallarreglur mannlegra samskipta og rétt almennings til upplýsinga, tjáningarfrelsis og gagnrýni. 1. greinBlaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starf blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga. 2. greinBlaðamanni er ljós persónuleg ábyrgð á öllu sem hann skrifar. Hann hefur í huga að almennt er litið á hann sem blaðamann þó að hann komi fram utan síns eiginlega starfssviðs, í riti eða ræðu. Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína. 3. greinBlaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. 4. greinÞað telst mjög alvarlegt brot þiggi blaðamaður mútur eða hafi í hótunum vegna birtingar efnis. Blaðamenn skulu hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefst nafnbirtingar. Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. 5. greinBlaðamaður varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild. Hann skal fyrst og síðast gæta hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni starfs síns. Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli. Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna sem skrifa undir fullu nafni afmarkaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar eru í fyrirrúmi. 6. greinHver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta, getur kært ætlað brot til Siðanefndar BÍ innan 2ja mánaða frá birtingu enda sé mál vegna birtingarinnar ekki rekið fyrir almennum dómstólum á sama tíma. Áður skal hann þó leita leiðréttingar mála sinna hjá viðkomandi fjölmiðli. Þó getur Siðanefnd úrskurðað um undanþágur frá leiðréttingarkröfum vegna annarra aðstæðna.Siðanefndin tekur kæruna fyrir á fundi innan viku og kveður upp rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er.Taki Siðanefnd kærumál til efnislegrar athugunar skal hún kanna heildarumfjöllun um málið í hinum kærða fjölmiðli. Kærða skal gefinn kostur á að gera grein fyrir sjónarmiði sínu. Siðanefnd greinir brot í flokka eftir eðli þeirra:a) ámælisvertb) alvarlegtc) mjög alvarlegtÚrskurði Siðanefndar verður ekki áfrýjað. Úrskurð Siðanefndar ásamt rökstuðningi skal birta í heild í Félagstíðindum BÍ svo fljótt sem verða má. Úrskurð Siðanefndar skal senda viðkomandi fjölmiðli við fyrsta hentugleika og með ósk um birtingu ef um brot samkv. skilgreiningu b) og c) er að ræða. Þremur dögum seinna skal senda úrskurðinn öðrum fjölmiðlum.Meginniðurstaða nefndarinnar skal birt orðrétt. Við framsetningu frétta af úrskurðum Siðanefndar sýna blaðamenn alla þá aðgát sem reglur þessar ætlast til. sbr. 1. og 2. grein að framan. Nú telur stjórn BÍ að gengnum úrskurði Siðanefndar að brot sé svo alvarlegt að frekari ráðstafana sé þörf og getur hún þá borið undir félagsfund tillögu um vítur á viðkomandi blaðamann enda sé þeirrar ætlunar getið í fundarboði.Nú bera ummæli ekki með sér hver sé höfundur þeirra eða viðkomandi blaðamaður er utan BÍ og gengur þá úrskurður svo sem ritstjóri og/eða ábyrgðarmaður eigi beina aðild að. Þótt enginn þessara aðila sé í BÍ getur Siðanefnd allt að einu lagt fram rökstutt álit um kæruefni. Samþykkt með síðustu breytingum á aðalfundi BÍ 1991 Fjölmiðlar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Nýjar siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) voru samþykktar á aðalfundi félagsins þann 23. mars síðastliðinn. Talsverðar breytingar má finna í nýju reglunum en eldri siðareglur félagsins höfðu verið þær sömu síðan árið 1991, í 32 ár. „Tillögur þessar eru afrakstur vinnu sem hefur átt langan aðdraganda. Upp úr aldamótum fór að bera á óánægju í stéttinni með tiltekin ákvæði í gildandi siðareglum og var hafist handa við endurskoðun þeirra. Gagnrýnin laut almennt að því að reglurnar væru ekki nægilega skýrar og vel upp settar og ákvæði þóttu huglæg og matskennd – afstæð – svo sem ákvæði um tillitsemi,“ segir í greinargerð frá stjórn BÍ um nýju reglurnar. Haustið 2021 hófst vinna við nýju reglurnar og var öllum starfandi blaðamönnum boðið að taka þátt í vinnuhópi. Friðrik Þór Guðmundsson, sérfræðingur, var ráðgjafi hópsins. „Við endurskoðunina var horft til áður gildandi siðareglna, en þær voru settar árið 1991. Einnig var horft til siðareglna Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ), auk siðareglna í nokkrum grannlöndum Íslands: Norðurlandanna, Bretlands, Belgíu og fleiri landa. Þá var horft til breytts umhverfis fjölmiðla og breyttrar stöðu blaðamanna með nýjum miðlunarleiðum,“ segir í tilkynningu á vef BÍ um reglurnar. Hér fyrir neðan má lesa nýju siðareglurnar. InngangurÖflug og vönduð blaðamennska, þar sem tjáningarfrelsið er í fyrirrúmi, er forsenda lýðræðis. Hún byggist á faglegum vinnubrögðum sem siðareglum þessum er ætlað að ramma inn. Í þeim er lögð áhersla á að frumskylda blaðamanns er gagnvart almenningi sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Blaðamönnum ber að þekkja og fara eftir þessum siðareglum í störfum sínum. 1. greinBlaðamaður hefur sannleikann að leiðarljósi, stendur vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðlun og rétt almennings til upplýsinga, svo veita megi nauðsynlegt aðhald í lýðræðisþjóðfélagi. 2. greinBlaðamaður setur fram upplýsingar á heiðarlegan og sanngjarnan hátt samkvæmt bestu vitund hverju sinni, meðal annars með því að leita andstæðra sjónarmiða þegar við á. Blaðamaður hagræðir ekki staðreyndum og setur ekki fram órökstuddar ásakanir. 3. greinBlaðamaður leiðréttir rangfærslur sé þess þörf. 4. greinBlaðamaður lítur svo á að allar upplýsingar sem varða almannahagsmuni eigi að vera aðgengilegar og að hann eigi að hafa fullan rétt til að afla þeirra. 5. greinBlaðamaður beitir hvorki hótunum né þvingunum til þess að afla upplýsinga. 6. greinBlaðamaður gerir greinarmun á staðreyndum og skoðunum, gengur úr skugga um áreiðanleika upplýsinga og gætir þess að umfjöllunin sé hlutlæg. 7. greinBlaðamaður gætir þess að þegar hann vitnar til ummæla eða upplýsinga sem birst hafa opinberlega, þar á meðal á samfélagsmiðlum, sé þess getið hvaðan ummælin voru fengin. 8. greinBlaðamaður virðir trúnað við heimildarmenn sína. 9. greinBlaðamaður þiggur ekki mútur, gjafir eða fyrirgreiðslu af neinu tagi sem ætlað er að hafa áhrif á umfjöllun hans. Blaðamaður forðast hagsmunaárekstra og gerir grein fyrir tengslum við umfjöllunarefnið ef við á. Blaðamaður tekur ekki þátt í verkefnum sem kynnu að stofna sjálfstæði hans og trúverðugleika í hættu og nýtir ekki upplýsingar í eigin þágu. 10. greinBlaðamaður gerist ekki sekur um ritstuld. 11. greinBlaðamaður blandar ekki saman ritstjórnarlegu efni og auglýsingum í myndum og/eða máli. 12. greinSiðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna. Blaðamaður gætir þess að persónulegar skoðanir hans hafi ekki áhrif á hlutlægni fréttaflutnings. 13. greinHver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta, getur kært ætlað brot til Siðanefndar BÍ samkvæmt sérstökum málsmeðferðarreglum þar um. Og hér fyrir neðan má lesa gömlu reglurnar frá árinu 1991. Í starfi sínu hafa blaðamenn allra fjölmiðla jafnan í huga grundvallarreglur mannlegra samskipta og rétt almennings til upplýsinga, tjáningarfrelsis og gagnrýni. 1. greinBlaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starf blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga. 2. greinBlaðamanni er ljós persónuleg ábyrgð á öllu sem hann skrifar. Hann hefur í huga að almennt er litið á hann sem blaðamann þó að hann komi fram utan síns eiginlega starfssviðs, í riti eða ræðu. Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína. 3. greinBlaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. 4. greinÞað telst mjög alvarlegt brot þiggi blaðamaður mútur eða hafi í hótunum vegna birtingar efnis. Blaðamenn skulu hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefst nafnbirtingar. Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. 5. greinBlaðamaður varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild. Hann skal fyrst og síðast gæta hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni starfs síns. Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli. Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna sem skrifa undir fullu nafni afmarkaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar eru í fyrirrúmi. 6. greinHver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta, getur kært ætlað brot til Siðanefndar BÍ innan 2ja mánaða frá birtingu enda sé mál vegna birtingarinnar ekki rekið fyrir almennum dómstólum á sama tíma. Áður skal hann þó leita leiðréttingar mála sinna hjá viðkomandi fjölmiðli. Þó getur Siðanefnd úrskurðað um undanþágur frá leiðréttingarkröfum vegna annarra aðstæðna.Siðanefndin tekur kæruna fyrir á fundi innan viku og kveður upp rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er.Taki Siðanefnd kærumál til efnislegrar athugunar skal hún kanna heildarumfjöllun um málið í hinum kærða fjölmiðli. Kærða skal gefinn kostur á að gera grein fyrir sjónarmiði sínu. Siðanefnd greinir brot í flokka eftir eðli þeirra:a) ámælisvertb) alvarlegtc) mjög alvarlegtÚrskurði Siðanefndar verður ekki áfrýjað. Úrskurð Siðanefndar ásamt rökstuðningi skal birta í heild í Félagstíðindum BÍ svo fljótt sem verða má. Úrskurð Siðanefndar skal senda viðkomandi fjölmiðli við fyrsta hentugleika og með ósk um birtingu ef um brot samkv. skilgreiningu b) og c) er að ræða. Þremur dögum seinna skal senda úrskurðinn öðrum fjölmiðlum.Meginniðurstaða nefndarinnar skal birt orðrétt. Við framsetningu frétta af úrskurðum Siðanefndar sýna blaðamenn alla þá aðgát sem reglur þessar ætlast til. sbr. 1. og 2. grein að framan. Nú telur stjórn BÍ að gengnum úrskurði Siðanefndar að brot sé svo alvarlegt að frekari ráðstafana sé þörf og getur hún þá borið undir félagsfund tillögu um vítur á viðkomandi blaðamann enda sé þeirrar ætlunar getið í fundarboði.Nú bera ummæli ekki með sér hver sé höfundur þeirra eða viðkomandi blaðamaður er utan BÍ og gengur þá úrskurður svo sem ritstjóri og/eða ábyrgðarmaður eigi beina aðild að. Þótt enginn þessara aðila sé í BÍ getur Siðanefnd allt að einu lagt fram rökstutt álit um kæruefni. Samþykkt með síðustu breytingum á aðalfundi BÍ 1991
InngangurÖflug og vönduð blaðamennska, þar sem tjáningarfrelsið er í fyrirrúmi, er forsenda lýðræðis. Hún byggist á faglegum vinnubrögðum sem siðareglum þessum er ætlað að ramma inn. Í þeim er lögð áhersla á að frumskylda blaðamanns er gagnvart almenningi sem á rétt á að fá sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Blaðamönnum ber að þekkja og fara eftir þessum siðareglum í störfum sínum. 1. greinBlaðamaður hefur sannleikann að leiðarljósi, stendur vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðlun og rétt almennings til upplýsinga, svo veita megi nauðsynlegt aðhald í lýðræðisþjóðfélagi. 2. greinBlaðamaður setur fram upplýsingar á heiðarlegan og sanngjarnan hátt samkvæmt bestu vitund hverju sinni, meðal annars með því að leita andstæðra sjónarmiða þegar við á. Blaðamaður hagræðir ekki staðreyndum og setur ekki fram órökstuddar ásakanir. 3. greinBlaðamaður leiðréttir rangfærslur sé þess þörf. 4. greinBlaðamaður lítur svo á að allar upplýsingar sem varða almannahagsmuni eigi að vera aðgengilegar og að hann eigi að hafa fullan rétt til að afla þeirra. 5. greinBlaðamaður beitir hvorki hótunum né þvingunum til þess að afla upplýsinga. 6. greinBlaðamaður gerir greinarmun á staðreyndum og skoðunum, gengur úr skugga um áreiðanleika upplýsinga og gætir þess að umfjöllunin sé hlutlæg. 7. greinBlaðamaður gætir þess að þegar hann vitnar til ummæla eða upplýsinga sem birst hafa opinberlega, þar á meðal á samfélagsmiðlum, sé þess getið hvaðan ummælin voru fengin. 8. greinBlaðamaður virðir trúnað við heimildarmenn sína. 9. greinBlaðamaður þiggur ekki mútur, gjafir eða fyrirgreiðslu af neinu tagi sem ætlað er að hafa áhrif á umfjöllun hans. Blaðamaður forðast hagsmunaárekstra og gerir grein fyrir tengslum við umfjöllunarefnið ef við á. Blaðamaður tekur ekki þátt í verkefnum sem kynnu að stofna sjálfstæði hans og trúverðugleika í hættu og nýtir ekki upplýsingar í eigin þágu. 10. greinBlaðamaður gerist ekki sekur um ritstuld. 11. greinBlaðamaður blandar ekki saman ritstjórnarlegu efni og auglýsingum í myndum og/eða máli. 12. greinSiðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna. Blaðamaður gætir þess að persónulegar skoðanir hans hafi ekki áhrif á hlutlægni fréttaflutnings. 13. greinHver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta, getur kært ætlað brot til Siðanefndar BÍ samkvæmt sérstökum málsmeðferðarreglum þar um.
Í starfi sínu hafa blaðamenn allra fjölmiðla jafnan í huga grundvallarreglur mannlegra samskipta og rétt almennings til upplýsinga, tjáningarfrelsis og gagnrýni. 1. greinBlaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starf blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga. 2. greinBlaðamanni er ljós persónuleg ábyrgð á öllu sem hann skrifar. Hann hefur í huga að almennt er litið á hann sem blaðamann þó að hann komi fram utan síns eiginlega starfssviðs, í riti eða ræðu. Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína. 3. greinBlaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. 4. greinÞað telst mjög alvarlegt brot þiggi blaðamaður mútur eða hafi í hótunum vegna birtingar efnis. Blaðamenn skulu hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefst nafnbirtingar. Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. 5. greinBlaðamaður varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild. Hann skal fyrst og síðast gæta hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni starfs síns. Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli. Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna sem skrifa undir fullu nafni afmarkaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar eru í fyrirrúmi. 6. greinHver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta, getur kært ætlað brot til Siðanefndar BÍ innan 2ja mánaða frá birtingu enda sé mál vegna birtingarinnar ekki rekið fyrir almennum dómstólum á sama tíma. Áður skal hann þó leita leiðréttingar mála sinna hjá viðkomandi fjölmiðli. Þó getur Siðanefnd úrskurðað um undanþágur frá leiðréttingarkröfum vegna annarra aðstæðna.Siðanefndin tekur kæruna fyrir á fundi innan viku og kveður upp rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er.Taki Siðanefnd kærumál til efnislegrar athugunar skal hún kanna heildarumfjöllun um málið í hinum kærða fjölmiðli. Kærða skal gefinn kostur á að gera grein fyrir sjónarmiði sínu. Siðanefnd greinir brot í flokka eftir eðli þeirra:a) ámælisvertb) alvarlegtc) mjög alvarlegtÚrskurði Siðanefndar verður ekki áfrýjað. Úrskurð Siðanefndar ásamt rökstuðningi skal birta í heild í Félagstíðindum BÍ svo fljótt sem verða má. Úrskurð Siðanefndar skal senda viðkomandi fjölmiðli við fyrsta hentugleika og með ósk um birtingu ef um brot samkv. skilgreiningu b) og c) er að ræða. Þremur dögum seinna skal senda úrskurðinn öðrum fjölmiðlum.Meginniðurstaða nefndarinnar skal birt orðrétt. Við framsetningu frétta af úrskurðum Siðanefndar sýna blaðamenn alla þá aðgát sem reglur þessar ætlast til. sbr. 1. og 2. grein að framan. Nú telur stjórn BÍ að gengnum úrskurði Siðanefndar að brot sé svo alvarlegt að frekari ráðstafana sé þörf og getur hún þá borið undir félagsfund tillögu um vítur á viðkomandi blaðamann enda sé þeirrar ætlunar getið í fundarboði.Nú bera ummæli ekki með sér hver sé höfundur þeirra eða viðkomandi blaðamaður er utan BÍ og gengur þá úrskurður svo sem ritstjóri og/eða ábyrgðarmaður eigi beina aðild að. Þótt enginn þessara aðila sé í BÍ getur Siðanefnd allt að einu lagt fram rökstutt álit um kæruefni. Samþykkt með síðustu breytingum á aðalfundi BÍ 1991
Fjölmiðlar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira