Æðruleysi fyrsta orðið sem kom upp í huga Katrínar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 23:06 Guðlaugur Þór og Katrín ræða hér við fólk í Neskaupstað. Aðsend Forsætisráðherra og umhverfisráðherra fóru til Neskaupstaðar í dag og ræddu við íbúa sem lentu í því að fá snjóflóð á heimili sín á mánudag. Forsætisráðherra segir mikið mildi að enginn hafi týnt lífi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, voru í Neskaupstað í dag, en á mánudag féllu snjóflóð á bæinn. Katrín segir ljóst af ummerkjunum eftir flóðin að þau hafi verið afar kröftug. „Og það er ótrúleg mildi að ekki hafi farið verr, það er að segja að enginn hafi týnt lífi. Því ummerkin eru gríðarleg,“ sagði Katrín, sem var enn stödd á Neskaupstað þegar fréttastofa ræddi við hana. Ráðherrarnir ræddu meðal annars við fólk sem fékk flóðin á heimili sín, með tilheyrandi tjóni. „Að sjálfsögðu reynir þetta alveg gríðarlega á fólk en um leið vil ég segja það, því við hittum viðbragðsaðila og fórum yfir hvernig þetta hefur gengið, að þetta viðbragð er algjörlega aðdáunarvert. Hvernig brugðist var við og hversu hratt var brugðist var við, og hvernig samfélagið hefur tekið höndum saman í kjölfarið.“ Ofanflóðavarnir hafi skipt miklu Íbúar Neskaupstaðar hafi sýnt mikinn styrk í viðbrögðum sínum. „Ég myndi nú segja að æðruleysi hafi verið orðið sem kom fyrst upp í hugann hjá mér. Fólk tekur þessu af æðruleysi. En um leið liggur það fyrir að mörgum er illa brugðið.“ Töluvert hafi verið rætt um ofanflóðavarnargarð sem fyrirhugaður er í Neskaupstað, en þar eru þrír garðar fyrir. „Hann er kominn töluvert langt, undirbúningurinn, og nú munum við bara fara yfir þessar áætlanir og sjá hvað er hægt að gera. Það tekur síðan tíma að byggja þetta mannvirki, en það er líka alveg ljóst að þessir garðar sem fyrir eru hafa skipt töluverðu máli til að verja byggð.“ Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, voru í Neskaupstað í dag, en á mánudag féllu snjóflóð á bæinn. Katrín segir ljóst af ummerkjunum eftir flóðin að þau hafi verið afar kröftug. „Og það er ótrúleg mildi að ekki hafi farið verr, það er að segja að enginn hafi týnt lífi. Því ummerkin eru gríðarleg,“ sagði Katrín, sem var enn stödd á Neskaupstað þegar fréttastofa ræddi við hana. Ráðherrarnir ræddu meðal annars við fólk sem fékk flóðin á heimili sín, með tilheyrandi tjóni. „Að sjálfsögðu reynir þetta alveg gríðarlega á fólk en um leið vil ég segja það, því við hittum viðbragðsaðila og fórum yfir hvernig þetta hefur gengið, að þetta viðbragð er algjörlega aðdáunarvert. Hvernig brugðist var við og hversu hratt var brugðist var við, og hvernig samfélagið hefur tekið höndum saman í kjölfarið.“ Ofanflóðavarnir hafi skipt miklu Íbúar Neskaupstaðar hafi sýnt mikinn styrk í viðbrögðum sínum. „Ég myndi nú segja að æðruleysi hafi verið orðið sem kom fyrst upp í hugann hjá mér. Fólk tekur þessu af æðruleysi. En um leið liggur það fyrir að mörgum er illa brugðið.“ Töluvert hafi verið rætt um ofanflóðavarnargarð sem fyrirhugaður er í Neskaupstað, en þar eru þrír garðar fyrir. „Hann er kominn töluvert langt, undirbúningurinn, og nú munum við bara fara yfir þessar áætlanir og sjá hvað er hægt að gera. Það tekur síðan tíma að byggja þetta mannvirki, en það er líka alveg ljóst að þessir garðar sem fyrir eru hafa skipt töluverðu máli til að verja byggð.“
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55
Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33