Viðskipti innlent

Hildur ráðin for­stöðu­maður Eigna­stýringar Ís­lands­banka

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Eiríksdóttir.
Hildur Eiríksdóttir. Íslandsbanki

Hildur Eiríksdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka, en hún hefur að undanförnu gegnt þar stöðu viðskiptastjóra.

Í tilkynningu frá banaknum segir að Hildur hafi yfir tuttugu ára reynslu af störfum í eignastýringu, bæði fyrir Íslandsbanka, Nordea og fleiri fjármálafyrirtæki, á Íslandi og í Lúxemborg.

Hún hafi starfað í eignastýringu allan sinn starfsferil, sem fjárfestingarstjóri, viðskiptastjóri og rekstraraðili, auk stjórnarsetu. Hún situr fyrir hönd Íslandsbanka í stjórn IcelandSIF, fræðslusamtaka sem hafa að markmiði að efla þekkingu á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.

„Hildur hóf fyrst störf hjá Íslandsbanka árið 2000 samhliða námi og útskrifaðist með BSc árið 2002. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í Verðbréfamiðlun.

Hildur hefur starfað í 23 ár á fjármálamarkaði, en hún var hjá Eignastýringu Íslandsbanka til ársins 2006, bæði á Íslandi auk þess að koma að stofnun útibús bankans í Lúxemborg. Í Lúxemborg starfaði hún meðal annars hjá Nordea og Kaupþingi, auk þess að koma að stofnun og rekstri eignastýringarfyrirtækis með leyfi frá Fjármálaeftirlitinu í Lúxemborg (CSSF),“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×