Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2023 10:06 Guðmundur Elís í haldi lögreglu árið 2020 þegar hann var grunaður um tilraun til manndráps. vísir Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. Þetta segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu. „Nei það verður ekki farið fram á gæsluvarðhald, það er ekkert tilefni til þess.“ „Ekki hefur einhver séð systur mína eða heyrt eitthvað frá henni? Hún fór að heiman um 19 leytið í gærkvöldi og skilaði sér aldrei heim í nótt,“ sagði í skilaboðum frá eldri systur stúlkunnar sem voru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum framan af degi í gær. Fjölskyldan óttaðist að hún hefði farið með Guðmundi Elís Sigurvinssyni, dæmdum ofbeldismanni, þar sem þau hefðu verið í samskiptum undanfarið. Stúlkan er fædd 2007 og verður sextán ára á árinu. Guðmundur Elís verður 24 ára í sumar. Stúlkan reyndist vera á bát með Guðmundi og var hann handtekinn þegar báturinn kom til hafnar í Reykjanesbæ í gær. Rannsókn málsins er á forræði Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, staðfestir að embættið hafi aðstoðað kollega sína í Vestmannaeyjum við handtöku í gær. Jóhannes segir að lögreglan á Suðurnesjum hafi tekið skýrslu af Guðmundi og hann svo látinn laus í gærkvöldi. Aðspurður hvort málinu sé þá lokið segir hann óvíst að svo sé. „Við bíðum eftir skýrslu frá Suðurnesjum og tökum svo stöðuna.“ Fyrrverandi kærasta Guðmundar Elís hefur greint frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra. Myndir sem sýndu áverka stúlkunnar vöktu mikla athygli og þótti mörgum tólf mánaða dómur mildur í því samhengi. Þá var Guðmundur Elís handtekinn í september 2021 grunaður um kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum. Jóhannes Ólafsson kveðst ekki búa yfir upplýsingum um stöðu rannsóknar þess máls. Vestmannaeyjar Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. 2. apríl 2023 18:16 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu. „Nei það verður ekki farið fram á gæsluvarðhald, það er ekkert tilefni til þess.“ „Ekki hefur einhver séð systur mína eða heyrt eitthvað frá henni? Hún fór að heiman um 19 leytið í gærkvöldi og skilaði sér aldrei heim í nótt,“ sagði í skilaboðum frá eldri systur stúlkunnar sem voru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum framan af degi í gær. Fjölskyldan óttaðist að hún hefði farið með Guðmundi Elís Sigurvinssyni, dæmdum ofbeldismanni, þar sem þau hefðu verið í samskiptum undanfarið. Stúlkan er fædd 2007 og verður sextán ára á árinu. Guðmundur Elís verður 24 ára í sumar. Stúlkan reyndist vera á bát með Guðmundi og var hann handtekinn þegar báturinn kom til hafnar í Reykjanesbæ í gær. Rannsókn málsins er á forræði Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, staðfestir að embættið hafi aðstoðað kollega sína í Vestmannaeyjum við handtöku í gær. Jóhannes segir að lögreglan á Suðurnesjum hafi tekið skýrslu af Guðmundi og hann svo látinn laus í gærkvöldi. Aðspurður hvort málinu sé þá lokið segir hann óvíst að svo sé. „Við bíðum eftir skýrslu frá Suðurnesjum og tökum svo stöðuna.“ Fyrrverandi kærasta Guðmundar Elís hefur greint frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra. Myndir sem sýndu áverka stúlkunnar vöktu mikla athygli og þótti mörgum tólf mánaða dómur mildur í því samhengi. Þá var Guðmundur Elís handtekinn í september 2021 grunaður um kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum. Jóhannes Ólafsson kveðst ekki búa yfir upplýsingum um stöðu rannsóknar þess máls.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. 2. apríl 2023 18:16 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. 2. apríl 2023 18:16