Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 15:10 Donald Trump er ekki óvanur því að komast í kast við lögin. Hann er nú til rannsóknar á fernum vígstöðvum á sama tíma. AP/Andrew Harnik Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar meðal annars ýmis skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og voru merkt sem ríkisleyndarmál. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump í Mar-a-Lago vegna rannsóknarinnar í fyrra. Rannsakendur grunar nú að Trump hafi gramsað í kössum þar sem leyniskjölin voru geymd eftir að ráðuneytið stefndi honum til þess að skila þeim í maí í fyrra, að sögn Washington Post. Það hafi hann gert til þess að tryggja að ákveðin skjöl færu ekki úr vörslu hans. Upptökur úr öryggismyndavélum, framburður vitna og skrifleg gögn bendi til þess að kassar með leyniskjölunum hafi verið færð eftir að Trump barst stefnan og að Trump hafi persónulega farið yfir skjölin. Lögmenn Trump skiluðu hluta gagnanna en alríkislögreglan fann síðar fleiri en hundrað leynileg skjöl sem Trump hélt eftir. Þá eru rannsakendurnir sagðir hafa í höndunum gögn sem benda til þess að Trump hafi sagt öðrum að afvegaleiða embættismenn alríkisstjórnarinnar áður en stefnan á hendur honum var gefin út. Þar á meðal eru upplýsingar um að Trump hafi ítrekað hunsað ráðleggingar ráðgjafa sína um að skila skjölunum. Rannsakaður víðar Trump á nú í vök að verjast á fjölda vígstöðva. Búist er við því að hann komi fyrir dómara í New York á morgun eftir að umdæmissaksóknari þar gaf út ákæru í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Auk þess rannsaka dómsmálaráðuneytið og umdæmissaksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Annar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú leyniskjöl sem starfslið Joes Biden forseta lét yfirvöld vita að það hefði fundið á heimili hans. Sú rannsókn er sögð mun skemur á veg komin en rannsóknin á Trump. Hún er einnig mun minni í sniðum enda skjölin sem um ræðir mun færri. Lögmenn Biden segja að þeir hafi skilað öllum leyniskjölum jafnóðum og þau fundust. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar meðal annars ýmis skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og voru merkt sem ríkisleyndarmál. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump í Mar-a-Lago vegna rannsóknarinnar í fyrra. Rannsakendur grunar nú að Trump hafi gramsað í kössum þar sem leyniskjölin voru geymd eftir að ráðuneytið stefndi honum til þess að skila þeim í maí í fyrra, að sögn Washington Post. Það hafi hann gert til þess að tryggja að ákveðin skjöl færu ekki úr vörslu hans. Upptökur úr öryggismyndavélum, framburður vitna og skrifleg gögn bendi til þess að kassar með leyniskjölunum hafi verið færð eftir að Trump barst stefnan og að Trump hafi persónulega farið yfir skjölin. Lögmenn Trump skiluðu hluta gagnanna en alríkislögreglan fann síðar fleiri en hundrað leynileg skjöl sem Trump hélt eftir. Þá eru rannsakendurnir sagðir hafa í höndunum gögn sem benda til þess að Trump hafi sagt öðrum að afvegaleiða embættismenn alríkisstjórnarinnar áður en stefnan á hendur honum var gefin út. Þar á meðal eru upplýsingar um að Trump hafi ítrekað hunsað ráðleggingar ráðgjafa sína um að skila skjölunum. Rannsakaður víðar Trump á nú í vök að verjast á fjölda vígstöðva. Búist er við því að hann komi fyrir dómara í New York á morgun eftir að umdæmissaksóknari þar gaf út ákæru í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Auk þess rannsaka dómsmálaráðuneytið og umdæmissaksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Annar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú leyniskjöl sem starfslið Joes Biden forseta lét yfirvöld vita að það hefði fundið á heimili hans. Sú rannsókn er sögð mun skemur á veg komin en rannsóknin á Trump. Hún er einnig mun minni í sniðum enda skjölin sem um ræðir mun færri. Lögmenn Biden segja að þeir hafi skilað öllum leyniskjölum jafnóðum og þau fundust.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent