Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hluti hópsins hefur ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega körlunum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Almannavarnir hafa komið upp þjónustumiðstöð í Neskaupsstað sem á að aðstoða við hinar ýmsu áskoranir sem fólk á svæðinu glímir við eftir snjóflóð síðustu viku. Við tökum stöðuna fyrir austan en búið er að hrinda af stað söfnun fyrir þá sem sjá fram á kostnað vegna flóðanna.

Miklar sviptingar eru í finnskum stjórnmálum en ljóst er að forsætisráðherrann Sanna Marin mun ekki leiða næstu stjórnarmyndunarviðræður þar sem hún laut í lægra haldi fyrir íhaldsmönnum í Sambandsflokknum. Farið verður yfir niðurstöður finnsku þingkosninganna í kvöldfréttum.

Fyrirhugaðri sumarlokun skautasvellsins í Grafarvogi er harðlega mótmælt – við kíkjum þangað og kynnum okkur málið og hittum jafnframt eina helsta vonarstjörnu landsins í píanóleik.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×