Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. apríl 2023 07:30 Trump veifaði til viðstaddra fyrir utan Trump Tower þegar hann kom til New York í gær. AP/Bryan Woolston Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Um er að ræða fyrsta skiptið í sögu Bandaríkjanna sem fyrrverandi forseti er ákærður í sakamáli. Ákæran gegn Trump hefur ekki verið gerð opinber en er sögð vera í yfir 30 liðum. Hvað forsetanum fyrrverandi er gert að sök kemur í ljós þegar hann verður leiddur fyrir dómara. Fastlega má gera ráð fyrir að Trump lýsi sig saklausan. Samkvæmt erlendum miðlum verður fasteignamógúllinn myndaður og fingraför hans tekin. Lögmenn hans hafa hins vegar samið við saksóknarann í málinu um að hann verði ekki handjárnaður. Fregnir höfðu borist af því að Trump hefði jafnvel vonast til að þess að verða settur í járn, til að hvetja stuðningsmenn sína til mótmæla. Nú segjast lögmenn hans hins vegar vonast til að þingfestingin verði eins virðuleg og mögulegt er. Þeir hafa sett sig upp á móti beinum útsendingum frá réttarhöldunum og dómarinn í málinu, Juan Mechan, ákvað í gær að aðeins fimm ljósmyndurum yrði heimilað að taka myndir í dómsalnum í nokkrar mínútur áður en þingfestingin hefst og tökuvélar aðeins leyfðar á göngum dómshússins. Greint var frá því í gær að Trump hygðist fljúga aftur til Flórída eftir þingfestinguna og ávarpa stuðningsmenn sína. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Um er að ræða fyrsta skiptið í sögu Bandaríkjanna sem fyrrverandi forseti er ákærður í sakamáli. Ákæran gegn Trump hefur ekki verið gerð opinber en er sögð vera í yfir 30 liðum. Hvað forsetanum fyrrverandi er gert að sök kemur í ljós þegar hann verður leiddur fyrir dómara. Fastlega má gera ráð fyrir að Trump lýsi sig saklausan. Samkvæmt erlendum miðlum verður fasteignamógúllinn myndaður og fingraför hans tekin. Lögmenn hans hafa hins vegar samið við saksóknarann í málinu um að hann verði ekki handjárnaður. Fregnir höfðu borist af því að Trump hefði jafnvel vonast til að þess að verða settur í járn, til að hvetja stuðningsmenn sína til mótmæla. Nú segjast lögmenn hans hins vegar vonast til að þingfestingin verði eins virðuleg og mögulegt er. Þeir hafa sett sig upp á móti beinum útsendingum frá réttarhöldunum og dómarinn í málinu, Juan Mechan, ákvað í gær að aðeins fimm ljósmyndurum yrði heimilað að taka myndir í dómsalnum í nokkrar mínútur áður en þingfestingin hefst og tökuvélar aðeins leyfðar á göngum dómshússins. Greint var frá því í gær að Trump hygðist fljúga aftur til Flórída eftir þingfestinguna og ávarpa stuðningsmenn sína.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira