„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli“ Snorri Másson skrifar 7. apríl 2023 09:00 „Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli í raun og veru,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir nýdoktor í félagsfræði, sem rannsakar orsakir sífellt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi. Á hverju ári lækkar fæðingartíðnin, með undantekingu í Covid, og eftir að hafa njósnað um óútkomnar tölur frá 2022, telur Sunna líklegt að þær verði lægri en nokkru sinni fyrr. Fæðingartíðni á Íslandi mældist í síðustu mælingu 1,82 árið 2021, en talið er að börnin þurfi að vera 2,1 á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Það hefur ekki náðst á Íslandi frá 2010. Fjallað er um þróunina í innslaginu hér að ofan og rætt við Sunnu Kristínu. Hagstofa Íslands Sunna er á meðal stjórnenda viðamikils verkefnis sem rannsakar áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi. Verkefnið fékk veglegan styrk frá Rannís hér um árið, enda ærið tilefni til að rannsaka þennan málaflokk sem tekur örum breytingum um þessar mundir. „Það er eitthvað að breytast í viðhorfum okkar til barneigna. Til þess hvað við viljum fá út úr lífinu. Við erum kannski ekki að fara að búa til nein kerfi sem láta alla langa til að eignast þrjú börn. En við eigum að hjálpa þeim sem langar til að eignast börn til að gera það,“ segir Sunna, sem segir ekki nógu vel staðið að þessum málaflokki. Sunna Kristín Símonardóttir er á meðal stjórnenda rannsóknarverkefnis sem rannsakar sérstaklega áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi. Verkefnið fékk veglegan styrk frá Rannís hér um árið, enda ærið tilefni til að rannsaka þennan málaflokk sem tekur örum breytingum um þessar mundir.Vísir/Arnar Stjórnvöld hafa í tengslum við nýútkomna fjármálaáætlun ákveðið að hækka ekki hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi, sem standa í 600 þúsund krónum á mánuði núna, en miðað við verðlagsbreytingar má líta svo á að þær ættu að vera í 775 þúsund krónum. Á sama tíma segir Sunna mikinn kvíðaþátt hjá foreldrum að fá ekki leikskólapláss fyrir börn sín fyrr en seint. Allt leggst þetta á eitt við að fæla fólk frá barneignum. „Þetta er áhyggjuefni að því leytinu til að við þurfum að hugsa út í þetta. Við þurfum að taka þessu sem ákveðinni samfélagslegri þróun, greina og skilja og hugsa upp leiðir hvernig við ætlum að koma til móts við fólk til þess að auðvelda þeim það ef það langar að eignast börn. En á sama tíma getum við aldrei farið í hugmyndafræði um að reyna að ýta á fólk, þrýsta á konur að eignast fleiri börn, af því að það er náttúrulega ofboðslega hættuleg hugmyndafræði. Kvenfjandsamleg í raun og veru,“ segir Sunna. Sunna telur að lögbinda eigi rétt barna til leikskólavistar við 12 mánaða aldur.Vísir/Arnar Sunna rifjar það upp að fyrir tveimur árum hafi hún vakið máls á því í fjölmiðlum að orðið hefði smávægileg barnasprengja í tengslum við faraldurinn. Við því þyrfti að bregðast með auknu leikskólaplássi tveimur árum síðar og nú er sú stund runnin upp. „Og hvað gerist? Kerfið er ekkert tilbúið til að taka á móti þeim,“ segir Sunna. „Ég myndi halda að þyrfti í raun og veru að lögbinda rétt barna á leikskólavist við eins árs aldur og það þyrfti að setja ofboðslega mikla áherslu á þann þátt. Öll Norðurlöndin eru í rauninni með lög sem kveða á um það að eins árs börn eigi rétt á leikskólavist nema Ísland. Þannig að ég spyr: Af hverju?” Fæðingarorlof Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Frjósemi Mannfjöldi Tengdar fréttir Spá því að mannfjöldinn toppi lægra og fyrr en áður var talið Niðurstöður nýrrar rannsóknar virðast benda til þess að „mannfjöldasprengjan“ muni ekki springa, heldur muni mannfjöldinn toppa lægra og fyrr en áður var talið. 27. mars 2023 10:40 „Ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast“ Mannkynið gæti staðið frammi fyrir frjósemiskrísu á komandi tímum ef ekkert verður aðhafst, að því er kemur fram í grein í Guardian. Þar segir að sæði í karlmönnum verði sífellt máttlausara og að fjöldi sæðisfrumna í körlum hafi hrunið um helming á síðustu fjörutíu árum. Þróunin er að stigmagnast. 19. nóvember 2022 10:45 Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Fæðingartíðni á Íslandi mældist í síðustu mælingu 1,82 árið 2021, en talið er að börnin þurfi að vera 2,1 á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Það hefur ekki náðst á Íslandi frá 2010. Fjallað er um þróunina í innslaginu hér að ofan og rætt við Sunnu Kristínu. Hagstofa Íslands Sunna er á meðal stjórnenda viðamikils verkefnis sem rannsakar áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi. Verkefnið fékk veglegan styrk frá Rannís hér um árið, enda ærið tilefni til að rannsaka þennan málaflokk sem tekur örum breytingum um þessar mundir. „Það er eitthvað að breytast í viðhorfum okkar til barneigna. Til þess hvað við viljum fá út úr lífinu. Við erum kannski ekki að fara að búa til nein kerfi sem láta alla langa til að eignast þrjú börn. En við eigum að hjálpa þeim sem langar til að eignast börn til að gera það,“ segir Sunna, sem segir ekki nógu vel staðið að þessum málaflokki. Sunna Kristín Símonardóttir er á meðal stjórnenda rannsóknarverkefnis sem rannsakar sérstaklega áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi. Verkefnið fékk veglegan styrk frá Rannís hér um árið, enda ærið tilefni til að rannsaka þennan málaflokk sem tekur örum breytingum um þessar mundir.Vísir/Arnar Stjórnvöld hafa í tengslum við nýútkomna fjármálaáætlun ákveðið að hækka ekki hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi, sem standa í 600 þúsund krónum á mánuði núna, en miðað við verðlagsbreytingar má líta svo á að þær ættu að vera í 775 þúsund krónum. Á sama tíma segir Sunna mikinn kvíðaþátt hjá foreldrum að fá ekki leikskólapláss fyrir börn sín fyrr en seint. Allt leggst þetta á eitt við að fæla fólk frá barneignum. „Þetta er áhyggjuefni að því leytinu til að við þurfum að hugsa út í þetta. Við þurfum að taka þessu sem ákveðinni samfélagslegri þróun, greina og skilja og hugsa upp leiðir hvernig við ætlum að koma til móts við fólk til þess að auðvelda þeim það ef það langar að eignast börn. En á sama tíma getum við aldrei farið í hugmyndafræði um að reyna að ýta á fólk, þrýsta á konur að eignast fleiri börn, af því að það er náttúrulega ofboðslega hættuleg hugmyndafræði. Kvenfjandsamleg í raun og veru,“ segir Sunna. Sunna telur að lögbinda eigi rétt barna til leikskólavistar við 12 mánaða aldur.Vísir/Arnar Sunna rifjar það upp að fyrir tveimur árum hafi hún vakið máls á því í fjölmiðlum að orðið hefði smávægileg barnasprengja í tengslum við faraldurinn. Við því þyrfti að bregðast með auknu leikskólaplássi tveimur árum síðar og nú er sú stund runnin upp. „Og hvað gerist? Kerfið er ekkert tilbúið til að taka á móti þeim,“ segir Sunna. „Ég myndi halda að þyrfti í raun og veru að lögbinda rétt barna á leikskólavist við eins árs aldur og það þyrfti að setja ofboðslega mikla áherslu á þann þátt. Öll Norðurlöndin eru í rauninni með lög sem kveða á um það að eins árs börn eigi rétt á leikskólavist nema Ísland. Þannig að ég spyr: Af hverju?”
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Frjósemi Mannfjöldi Tengdar fréttir Spá því að mannfjöldinn toppi lægra og fyrr en áður var talið Niðurstöður nýrrar rannsóknar virðast benda til þess að „mannfjöldasprengjan“ muni ekki springa, heldur muni mannfjöldinn toppa lægra og fyrr en áður var talið. 27. mars 2023 10:40 „Ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast“ Mannkynið gæti staðið frammi fyrir frjósemiskrísu á komandi tímum ef ekkert verður aðhafst, að því er kemur fram í grein í Guardian. Þar segir að sæði í karlmönnum verði sífellt máttlausara og að fjöldi sæðisfrumna í körlum hafi hrunið um helming á síðustu fjörutíu árum. Þróunin er að stigmagnast. 19. nóvember 2022 10:45 Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Spá því að mannfjöldinn toppi lægra og fyrr en áður var talið Niðurstöður nýrrar rannsóknar virðast benda til þess að „mannfjöldasprengjan“ muni ekki springa, heldur muni mannfjöldinn toppa lægra og fyrr en áður var talið. 27. mars 2023 10:40
„Ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast“ Mannkynið gæti staðið frammi fyrir frjósemiskrísu á komandi tímum ef ekkert verður aðhafst, að því er kemur fram í grein í Guardian. Þar segir að sæði í karlmönnum verði sífellt máttlausara og að fjöldi sæðisfrumna í körlum hafi hrunið um helming á síðustu fjörutíu árum. Þróunin er að stigmagnast. 19. nóvember 2022 10:45
Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59