Gísli Eyjólfsson: Maður vill auðvitað alltaf skora Sverrir Mar Smárason skrifar 4. apríl 2023 22:39 Gísli Eyjólfsson glaður með bikarinn í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með 3-2 sigur síns liðs gegn Víkingum í kvöld eftir að hafa lyft bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ. „Geggjað að vinna. Algjör bónus að fá titil, það er eitthvað sem maður er orðinn smá háður núna og vill meira af. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður og fyrstu tíu í seinni en svo fannst mér við verða bara pínu langt frá mönnum og fórum að bomba boltanum óþarflega mikið upp. Hefðum getað haldið meira í boltann en fínt að klára þetta þrátt fyrir ekki nógu góða spilamennsku í seinni,“ sagði Gísli. Pressan gekk oft vel hjá Breiðablik í leiknum og bjuggu þeir til marga góða möguleika eftir að hafa unnið boltann, sérstaklega fyrsta klukkutímann. Það breyttist svo aðeins við þungavigtar fjórfalda skiptingu hjá Víkingum á 65. mínútu. „Það gæti alveg verið að mennirnir sem komu inn hjá þeim hafi skrúfað þetta svolítið upp hjá þeim. Mér fannst bara að við værum alltaf skrefinu eftir á og að einhver kraftur hafi farið úr okkur í þessari pressu. Við náðum ekki að klukka þá og þeir gera virkilega vel. Fínn karaktersigur að ná að halda þetta út og ná að klára leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki verið að finna okkur í seinni hálfleik,“ sagði Gísli. Gísli skoraði gott mark í dag þegar hann kom Blikum í 1-0 á 14. mínútu leiksins. Hann hefur færst aftar á völlinn undanfarin ár en langar að skora meira á þessu tímabili. Hann kom einnig inn á innkomu Patrik Johannesen í liðið. „Maður vill auðvitað alltaf skora og það er langt síðan ég skoraði síðast. Svo er manni nánast alveg sama svo lengi sem maður vinnur leikinn. Það væri alveg skemmtilegt ef það kæmu aðeins fleiri mörk í sumar.“ „Patrik er búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og er ótrúlega góður í fótbolta. Hann tekur mikið til sín. Góður taktur í honum, hann smellur vel inn í liðið og það er þægilegt að spila með honum. Vonandi heldur þetta áfram í sumar,“ sagði Gísli um markið og Patrik. Blikar mæta grönnum sínum í HK eftir 6 daga í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Gísli býst við hörku leik. „Við ætlum bara að bjóða þá velkomna á Kópavogsvöllinn. Það verður bara virkilega skemmtilegur leikur þar sem við ætlum að taka alla þrjá punktana og byrja þetta almennilega.“ Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
„Geggjað að vinna. Algjör bónus að fá titil, það er eitthvað sem maður er orðinn smá háður núna og vill meira af. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður og fyrstu tíu í seinni en svo fannst mér við verða bara pínu langt frá mönnum og fórum að bomba boltanum óþarflega mikið upp. Hefðum getað haldið meira í boltann en fínt að klára þetta þrátt fyrir ekki nógu góða spilamennsku í seinni,“ sagði Gísli. Pressan gekk oft vel hjá Breiðablik í leiknum og bjuggu þeir til marga góða möguleika eftir að hafa unnið boltann, sérstaklega fyrsta klukkutímann. Það breyttist svo aðeins við þungavigtar fjórfalda skiptingu hjá Víkingum á 65. mínútu. „Það gæti alveg verið að mennirnir sem komu inn hjá þeim hafi skrúfað þetta svolítið upp hjá þeim. Mér fannst bara að við værum alltaf skrefinu eftir á og að einhver kraftur hafi farið úr okkur í þessari pressu. Við náðum ekki að klukka þá og þeir gera virkilega vel. Fínn karaktersigur að ná að halda þetta út og ná að klára leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki verið að finna okkur í seinni hálfleik,“ sagði Gísli. Gísli skoraði gott mark í dag þegar hann kom Blikum í 1-0 á 14. mínútu leiksins. Hann hefur færst aftar á völlinn undanfarin ár en langar að skora meira á þessu tímabili. Hann kom einnig inn á innkomu Patrik Johannesen í liðið. „Maður vill auðvitað alltaf skora og það er langt síðan ég skoraði síðast. Svo er manni nánast alveg sama svo lengi sem maður vinnur leikinn. Það væri alveg skemmtilegt ef það kæmu aðeins fleiri mörk í sumar.“ „Patrik er búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og er ótrúlega góður í fótbolta. Hann tekur mikið til sín. Góður taktur í honum, hann smellur vel inn í liðið og það er þægilegt að spila með honum. Vonandi heldur þetta áfram í sumar,“ sagði Gísli um markið og Patrik. Blikar mæta grönnum sínum í HK eftir 6 daga í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Gísli býst við hörku leik. „Við ætlum bara að bjóða þá velkomna á Kópavogsvöllinn. Það verður bara virkilega skemmtilegur leikur þar sem við ætlum að taka alla þrjá punktana og byrja þetta almennilega.“
Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira