Everton veitti litla mótspyrnu á Old Trafford Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. apríl 2023 13:20 Kom Man Utd á bragðið. vísir/Getty Manchester United vann þægilegan 2-0 sigur á Everton í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Everton var taplaust í fjórum leikjum í röð í deildinni þegar kom að leik dagsins en lærisveinar Sean Dyche virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu gegn Man Utd á Old Trafford því yfirburðir heimamanna voru töluverðir, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Heimamenn fengu mörg færi í fyrri hálfleik og flest þeirra fékk Brasilíumaðurinn Antony en hann fór reglulega illa að ráði sínu gegn Jordan Pickford í marki gestanna. Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay sá um að opna markareikninginn fyrir heimamenn en hann kom Man Utd í forystu á 36.mínútu eftir stoðsendingu Jadon Sancho og Man Utd með verðskuldaða forystu í leikhléið. Anthony Martial kom inn af bekknum hjá Man Utd og hann sá um að tryggja sigurinn þegar hann skoraði á 71.mínútu eftir sendingu frá Marcus Rashford og afleit mistök Seamus Coleman í aðdraganda marksins. Lokatölur 2-0 fyrir Man Utd sem tyllir sér þar með í 3.sæti deildarinnar. Everton hins vegar í 16.sæti og gæti dottið niður í fallsæti þegar umferðin klárast. Enski boltinn
Manchester United vann þægilegan 2-0 sigur á Everton í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Everton var taplaust í fjórum leikjum í röð í deildinni þegar kom að leik dagsins en lærisveinar Sean Dyche virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu gegn Man Utd á Old Trafford því yfirburðir heimamanna voru töluverðir, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Heimamenn fengu mörg færi í fyrri hálfleik og flest þeirra fékk Brasilíumaðurinn Antony en hann fór reglulega illa að ráði sínu gegn Jordan Pickford í marki gestanna. Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay sá um að opna markareikninginn fyrir heimamenn en hann kom Man Utd í forystu á 36.mínútu eftir stoðsendingu Jadon Sancho og Man Utd með verðskuldaða forystu í leikhléið. Anthony Martial kom inn af bekknum hjá Man Utd og hann sá um að tryggja sigurinn þegar hann skoraði á 71.mínútu eftir sendingu frá Marcus Rashford og afleit mistök Seamus Coleman í aðdraganda marksins. Lokatölur 2-0 fyrir Man Utd sem tyllir sér þar með í 3.sæti deildarinnar. Everton hins vegar í 16.sæti og gæti dottið niður í fallsæti þegar umferðin klárast.