Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-75 | Þórsarar komu sterkir til baka og jöfnuðu metin 8. apríl 2023 18:48 Þór Þorlákshöfn hafði betur í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Þór Þorlákshöfn hafði betur gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla í dag og er staðan í einvíginu því orðin 1-1. Fyrsta leik liðanna lauk með sigri Hauka í Hafnarfirði en lokatölur þar voru 90-83 þar sem Hilmar Smári fór á kostum í liði Hauka og skoraði 32 stig. Það voru heimamenn í Þór sem byrjuðu leikinn betur og komust strax í góða forystu sem hélst út allan fyrsta leikhluta. Styrmir Snær og Vincent báðir í miklu stuði og fóru fyrir liði Þórs. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 28-16 og Þór því með tólf stiga forystu. Í öðrum leikhluta fóru liðsmenn Hauka að spila ögn betur en fram að þessum tímapunkti voru þeir ekki búnir að ná að hitta úr þriggja stiga skoti. En þrátt fyrir að Haukar fóru að hitta meira þýddi það þó ekki að Þórsarar væru ekki að hitta heldur héldu þeir áfram og því var forysta þeirra meira og minna sú sama þar til liðin gengu til búningsherbergja. Sem fyrr voru það Styrmir Snær og Vincent sem voru stigahæstir í liði Þórs, Styrmir með ellefu og Vincent með níu. Í liði Haukar var það Orri sem var stigahæstur með tólf stig. Í þriðja leikhluta var það nánast hlægilegt að fylgjast með skotum gestanna þar sem það voru nánast engin skot sem fóru niður fyrstu sex mínúturnar. Síðustu mínúturnar í leikhlutanum fór Hilmar Smári þó í gang og náði að halda Haukum inn í leiknum en Þórsarar voru þó aldrei á þeim buxunum að hægja á sér. Staðan 69-55 þegar við fórum í síðasta leikhlutann. Það var meira og minna það sama uppi á teningnum í fjórða leikhlutanum nema Þórsarar gáfu bara í ef eitthvað var. Vandamál Hauka var það að það var nánast aðeins Hilmar Smári sem náði að skora og það var að lokum það sem varð þeim að falli. Lokatölur í Þorlákshöfn 96-75 og staðan í einvíginu orðin 1-1. Af hverju vann Þór? Það voru margir í Þórs liðinu sem stigu upp og skiluðu sínu í dag. Styrmir átti flottann leik, Vincent einnig, og Jordan var stigahæstur og tók flest fráköst. Það voru einfaldlega ekki nógu margir hjá Haukum sem stigu upp. Hverjir stóðu uppúr? Jordan var frábær með 20 stig og níu fráköst, Styrmir með fjórtán stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar. Hilmar Smári dró síðan vagninn fyrir Hauka með 31 stig. Hvað gekk illa? Eins og kemur fram hér að ofan þá voru einfaldlega ekki nógu margir leikmenn Hauka að ná að skora. Hilmar var með 31 stig en næstur á eftir honum var Orri með tólf og Breki með níu. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er á miðvikudaginn á Ásvöllum. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar. Vísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson: Það voru allir að leggja sitt að mörkum Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Haukum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitunum. ,,Mér fannst þetta var jafnari frammistaða, það voru allir að leggja sitt að mörkum og ég var mjög ánægður með það,” byrjaði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, að segja eftir leik. Lárus var ekki sáttur með frammistöðu síns liðs eftir síðasta leik og sagði að leikmenn hans hafi ekki verið sjálfum sér líkir. Hann var hins vegar ánægður með þá í kvöld. ,,Við vorum sjálfum okkur líkir í kvöld. Það voru flestir að ná að setja stig á töfluna og það voru líka allir að leggja sig fram í vörn. Heilt yfir þá spiluðum við bara mjög vel,” hélt Lárus áfram að segja. ,,Það sem mér fannst við gera einnig betur í þessum leik var að við pössuðum betur upp á boltann, við vorum alltaf að fá tækifæri til þess að klára sóknirnar.” Lárus vildi meina að lykilinn að sigrinum hafi verið sá að leikmenn Hauka voru ekki að fá auka sénsa eftir sóknarfráköst. ,,Ég myndi segja að lykilinn hafi verið sá að þeir hafi ekki verið að fá þessa auka sénsa eins og í síðasta leik eftir sóknarfráköst, það var lykilinn í kvöld. Í staðinn vorum við að hlaupa í bakið á þeim og það var eitthvað sem ég tók sérstaklega eftir í kvöld. En síðan heilt yfir var vörnin mjög góð.” Næsti leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið og vill Lárus að dómarar leiksins muni verja Vincent meira í þeim leik. ,,Ég held að stressið sé núna farið úr mönnum og ég held að næsti leikur verði bara virkilega góður körfuboltaleikur. Ég vona að það verði bara spilaður körfubolti af báðum liðum, það sem þeir eru að gera við Vincent úti á velli er ekki körfubolti og það er dómaranna að vernda hann,” endaði Lárus á að segja. Maté Dalmay: Við einfaldlega hittum alls ekki vel ,,Frammistaðan var augljóslega ekki nægilega góð sóknarlega, við einfaldlega hittum alls ekki vel,” byrjaði Maté Dalmay, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. ,,Við hefðum þurft lykilleikmenn til þess að stíga upp og setja upp leikinn svona eins og Hilmar Smári setti upp leikinn. Við hefðum þurft þannig leik frá Daniel Mortensen og allir hinir hefðu þurft að bæta við sig nokkrum stigum,” hélt Maté áfram. Maté talaði einnig um tækifæri í leiknum þar sem Haukar hefðu geta gert leikinn spennandi en mistókust. ,,Það var síðan tvisvar í leiknum þar sem við hefðum getað gert leikinn virkilega spennandi og gert einhvern veginn alvöru leik úr honum en okkur mistókst. Mortensen klikkaði til dæmis og galopnum þrist til þess að koma forystu þeirra niður í fjögur stig og þá loka þeir leikhlutanum á því að koma forystunni aftur upp í tólf stig. Svo var eitthvað svipað atvik í seinni hálfleiknum þar sem okkur mistókst.” ,,Við förum núna heim og við sjáum til hvort að við náum að koma meiddum leikmönnum í leikform. Það auðvitað munar um það að missa tvo leikmenn úr byrjunarliðinu. Síðan komum við aftur hérna í leikhús draumana og sjáum við hvaða leikþátt Þórsara bjóða upp á. Vonandi fara þessar aðvaranir að breytast í tæknivillur,” endaði Maté á að segja á meðan hann glotti. Maté Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Haukar
Þór Þorlákshöfn hafði betur gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla í dag og er staðan í einvíginu því orðin 1-1. Fyrsta leik liðanna lauk með sigri Hauka í Hafnarfirði en lokatölur þar voru 90-83 þar sem Hilmar Smári fór á kostum í liði Hauka og skoraði 32 stig. Það voru heimamenn í Þór sem byrjuðu leikinn betur og komust strax í góða forystu sem hélst út allan fyrsta leikhluta. Styrmir Snær og Vincent báðir í miklu stuði og fóru fyrir liði Þórs. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 28-16 og Þór því með tólf stiga forystu. Í öðrum leikhluta fóru liðsmenn Hauka að spila ögn betur en fram að þessum tímapunkti voru þeir ekki búnir að ná að hitta úr þriggja stiga skoti. En þrátt fyrir að Haukar fóru að hitta meira þýddi það þó ekki að Þórsarar væru ekki að hitta heldur héldu þeir áfram og því var forysta þeirra meira og minna sú sama þar til liðin gengu til búningsherbergja. Sem fyrr voru það Styrmir Snær og Vincent sem voru stigahæstir í liði Þórs, Styrmir með ellefu og Vincent með níu. Í liði Haukar var það Orri sem var stigahæstur með tólf stig. Í þriðja leikhluta var það nánast hlægilegt að fylgjast með skotum gestanna þar sem það voru nánast engin skot sem fóru niður fyrstu sex mínúturnar. Síðustu mínúturnar í leikhlutanum fór Hilmar Smári þó í gang og náði að halda Haukum inn í leiknum en Þórsarar voru þó aldrei á þeim buxunum að hægja á sér. Staðan 69-55 þegar við fórum í síðasta leikhlutann. Það var meira og minna það sama uppi á teningnum í fjórða leikhlutanum nema Þórsarar gáfu bara í ef eitthvað var. Vandamál Hauka var það að það var nánast aðeins Hilmar Smári sem náði að skora og það var að lokum það sem varð þeim að falli. Lokatölur í Þorlákshöfn 96-75 og staðan í einvíginu orðin 1-1. Af hverju vann Þór? Það voru margir í Þórs liðinu sem stigu upp og skiluðu sínu í dag. Styrmir átti flottann leik, Vincent einnig, og Jordan var stigahæstur og tók flest fráköst. Það voru einfaldlega ekki nógu margir hjá Haukum sem stigu upp. Hverjir stóðu uppúr? Jordan var frábær með 20 stig og níu fráköst, Styrmir með fjórtán stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar. Hilmar Smári dró síðan vagninn fyrir Hauka með 31 stig. Hvað gekk illa? Eins og kemur fram hér að ofan þá voru einfaldlega ekki nógu margir leikmenn Hauka að ná að skora. Hilmar var með 31 stig en næstur á eftir honum var Orri með tólf og Breki með níu. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er á miðvikudaginn á Ásvöllum. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar. Vísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson: Það voru allir að leggja sitt að mörkum Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Haukum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitunum. ,,Mér fannst þetta var jafnari frammistaða, það voru allir að leggja sitt að mörkum og ég var mjög ánægður með það,” byrjaði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, að segja eftir leik. Lárus var ekki sáttur með frammistöðu síns liðs eftir síðasta leik og sagði að leikmenn hans hafi ekki verið sjálfum sér líkir. Hann var hins vegar ánægður með þá í kvöld. ,,Við vorum sjálfum okkur líkir í kvöld. Það voru flestir að ná að setja stig á töfluna og það voru líka allir að leggja sig fram í vörn. Heilt yfir þá spiluðum við bara mjög vel,” hélt Lárus áfram að segja. ,,Það sem mér fannst við gera einnig betur í þessum leik var að við pössuðum betur upp á boltann, við vorum alltaf að fá tækifæri til þess að klára sóknirnar.” Lárus vildi meina að lykilinn að sigrinum hafi verið sá að leikmenn Hauka voru ekki að fá auka sénsa eftir sóknarfráköst. ,,Ég myndi segja að lykilinn hafi verið sá að þeir hafi ekki verið að fá þessa auka sénsa eins og í síðasta leik eftir sóknarfráköst, það var lykilinn í kvöld. Í staðinn vorum við að hlaupa í bakið á þeim og það var eitthvað sem ég tók sérstaklega eftir í kvöld. En síðan heilt yfir var vörnin mjög góð.” Næsti leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið og vill Lárus að dómarar leiksins muni verja Vincent meira í þeim leik. ,,Ég held að stressið sé núna farið úr mönnum og ég held að næsti leikur verði bara virkilega góður körfuboltaleikur. Ég vona að það verði bara spilaður körfubolti af báðum liðum, það sem þeir eru að gera við Vincent úti á velli er ekki körfubolti og það er dómaranna að vernda hann,” endaði Lárus á að segja. Maté Dalmay: Við einfaldlega hittum alls ekki vel ,,Frammistaðan var augljóslega ekki nægilega góð sóknarlega, við einfaldlega hittum alls ekki vel,” byrjaði Maté Dalmay, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. ,,Við hefðum þurft lykilleikmenn til þess að stíga upp og setja upp leikinn svona eins og Hilmar Smári setti upp leikinn. Við hefðum þurft þannig leik frá Daniel Mortensen og allir hinir hefðu þurft að bæta við sig nokkrum stigum,” hélt Maté áfram. Maté talaði einnig um tækifæri í leiknum þar sem Haukar hefðu geta gert leikinn spennandi en mistókust. ,,Það var síðan tvisvar í leiknum þar sem við hefðum getað gert leikinn virkilega spennandi og gert einhvern veginn alvöru leik úr honum en okkur mistókst. Mortensen klikkaði til dæmis og galopnum þrist til þess að koma forystu þeirra niður í fjögur stig og þá loka þeir leikhlutanum á því að koma forystunni aftur upp í tólf stig. Svo var eitthvað svipað atvik í seinni hálfleiknum þar sem okkur mistókst.” ,,Við förum núna heim og við sjáum til hvort að við náum að koma meiddum leikmönnum í leikform. Það auðvitað munar um það að missa tvo leikmenn úr byrjunarliðinu. Síðan komum við aftur hérna í leikhús draumana og sjáum við hvaða leikþátt Þórsara bjóða upp á. Vonandi fara þessar aðvaranir að breytast í tæknivillur,” endaði Maté á að segja á meðan hann glotti. Maté Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum