Sport

Enrique staddur í Lundúnum í viðræðum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Luis Enrique gæti verið að taka við Chelsea. 
Luis Enrique gæti verið að taka við Chelsea.  Vísir/Getty

Luis Enrique, fyrrverandi þjáfari Barcelona og spænska karlalandsliðsins í fótbolta, er staddur í London þar sem hann er í viðræðum við forráðamenn Chelsea um að taka við stjórnartaumunm hjá karlaliði félagsins.

Það er Skysports sem greinir frá þessu. 

Enrique hefur verið utan þjálfarabransans síðan hann hætti störfum hjá spænska knattspyrnusambandinu eftir heimsmeistaramótið sem fram fór í Katar í desember síðastliðnum. 

Talið er að Enrique sé einn sjö kandídata í starfið hjá Chelsea sem sagði Graham Potter upp störfum á sunnudaginn síðasta. 

Auk Enrique hafa Julian Nagelsmann, Mauricio Pochettino, Ruben Amorim, Oliver Glasner og Luciano Spalletti verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Potter á Brúnni. 

Þá er einnig mögulegt að Frank Lampard endurnýi kynnin við stjórastólinn hjá Chelsea en Lampard var á Stamford Bridge þegar Chelsea gerði markalaust jafntefli við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×