Fór frá Íslandi til Víetnam í leit að blóðmóður sinni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. apríl 2023 11:00 Iris dreymir um að hafa uppi á blómóður sinni en hefur þó úr litlum upplýsingum að moða. Samsett Þann 25. mars síðastliðinn fór Iris Dager af landi brott. Áfangastaðurinn var Hanoi, höfuðborg Víetnam þar sem hún dvelur nú. Aðdragandinn að ferðalaginu er búinn að vera langur og tilgangur ferðarinnar er skýr: Iris vill finna blóðmóður sína sem gaf hana frá sér fyrir þremur áratugum. „Ég veit ekki hvað ég myndi segja við hana ef ég myndi hitta hana. Mig langar bara að sjá mömmu mína aftur, segja: „Hæ, ég er dóttir þín.“ Svo langar mig að taka utan um hana,“ segir Iris. „Ég get ekki ímyndað mér hvað hún þurfti að ganga í gegnum þegar hún gaf mig frá sér. En ég vil ekki að henni líði illa yfir því eða sé með áhyggjur af mér. Það eina sem ég vil er að hún lifi góðu og hamingjusömu lífi í dag.“ Skar sig úr hópnum Iris fæddist á Hanoi Obstetrics and Gynecology Hospital í Hanoi þann 21. september 1992. Á fæðingarvottorði hennar er nafnið Nguyen Mai Thanh. Nokkrum mánuðum síðar var hún ættleidd af sænskum manni og íslenskri konu. „Samkvæmt þeirri óstaðfestri sögu sem ég er með var hún búin að ákveða fyrir fæðingu að gefa mig til ættleiðingar. Þannig að ég held ég hafi verið tekin frá líffræðilegri móður minni um leið og ég fæddist, og dvalið síðan á spítalanum, í staðinn fyrir að dvelja á munaðarleysingjahæli, þangað til að mamma og pabbi komu og sóttu mig tveimur mánuðum síðar." Iris ólst upp í Svíþjóð og Danmörku og þegar hún var 12 ára gömul flutti fjölskyldan til Íslands. Nguyen Mai Thanh er nafnið á fæðingarvottorði Irisar.Iris Dager Hún ólst að eigin sögn upp við mikið öryggi og umhyggju. Hún fékk tækifæri á að búa í mismunandi löndum og upplifa mismunandi menningu. Hún var þó alltaf meðvituð um að hún væri öðruvísi, verandi asísk að uppruna í landi þar sem langflestir voru hvítir. Það átti sérstaklega við þegar hún kom til Íslands og var stöðugt minnt á að hún væri öðruvísi í útliti. „Ég átti erfitt með að upplifa mig sem Íslending og fyrsta árið á Íslandi var erfitt. En þetta gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og þess vegna er ég þakklát.“ Iris segir ættleiðinguna aldrei hafa verið neitt launungarmál þegar hún var að alast upp. Þegar fjölskyldan bjó í Svíþjóð voru þau hluti af samtökum ættleiddra barna frá Víetnam og foreldra þeirra. Þegar Iris var tíu ára gömul ferðaðist hún ásamt foreldrum sínum og sjö öðrum fjölskyldum til Víetnam. Þangað fóru þau svo aftur, fimm árum síðar. Feðgin á góðri stundu. Iris fékk gott og kærleiksríkt uppeldi hjá kjörforeldrum sínum.Iris Dager Iris lauk grunnnámi í lögfræði og meistaragráðu í alþjóðaglæpum, réttlæti og öryggi og starfar í dag sem ráðgjafi hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Hún segir vangavelturnar um uppruna sinn lengi hafa blundað í sér en það var þó ekki fyrr en hún var komin á táningsaldur að hún byrjaði virkilega að velta vöngum yfir því hver hún væri og hvaðan hún kæmi. „Svona pælingar eins og: hvernig líta foreldrar mínir út? Eru þau enn þá saman? Eru þau alveg eins og ég? Eru þau með eins augu eða eins andlit og ég er með? Og hvers vegna ákvað mamma mín að gefa mig frá sér? Hvernig voru aðstæðurnar hjá henni á þessum tíma? Er einhver annar, fyrir utan blóðmóður mína, sem veit að ég er til og var ættleidd eða sagði hún kannski aldrei neinum frá mér? Það er rosalega margar spurningar sem koma upp. Það hefur stundum komið fyrir að ég hef farið til læknis og verið spurð út í fjölskyldusöguna, ættgenga sjúkdóma og þess háttar. Þá hef ég auðvitað ekki getað svarað því.“ Iris ólst upp sem einbirni og segist oft hafa velt því fyrir sér hvort hún eigi systkini þarna úti. „Þegar ég var yngri langaði mig oft að eiga bróður eða systur.“ Fæðingarvottorð Irisar inniheldur litlar upplýsingar.Iris Dager Forvitin um aðstæðurnar Hún segist aldrei hafa verið reið eða sár út í blóðmóður sína. „Þetta er náttúrulega konan sem gaf mér líf. Ég er viss um þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir hana, að gefa barnið sitt frá sér. En ég er samt með svo margar spurningar sem mig langar að spyrja hana. Þó ég sé alls ekki reið þá er ég samt forvitin að vita ástæðuna fyrir því að hún tók þessa ákvörðun." Ég hef líka velt því fyrir mér hvernig aðstæðurnar væru hjá mér í dag ef ég hefði ekki verið ættleidd. Og hvernig voru aðstæðurnar hjá henni á þessum tíma? Var hún fátæk eða var hún of ung til að geta séð um barn?“ Iris hefur leitt hugann að öllum möguleikum og segist meðvituð um að hugsanlega gæti blóðmóðir hennar verið látin. Þá sé einnig mögulegt að ef hún finni blóðmóður sína á endanum þá muni viðbrögðin ekki endilega vera þau sem hún vonist eftir. „Kannski hefur hún aldrei sagt neinum frá mér og vill ekki að neinn viti að hún eignaðist barn 18 ára gömul, utan hjónabands. Það gæti alveg gerst. Það er ómögulegt að segja,“ segir hún og bætir við að jafnvel þó hún muni aldrei finna blóðmóður sína þá yrði hún engu að síður þakklát ef hún gæti haft upp á einhverjum skyldmennum hennar. „Ef ég myndi bara finna einhvern sem er tengdur henni, einhverja fjölskyldu þá væri það líka frábært.“ Þegar Iris var orðin 18 ára gömul gat hún sótt hún um að fá afhendar upplýsingar um ættleiðinguna frá ættleiðingarstofnuninni í Svíþjóð. Þær upplýsingar komu þó að litlu gagni og staðfestu einungis það sem Iris og foreldrar hennar vissu nú þegar: að fæðingarnafn Irisar væri Nguyen Mai Thanh, og að fæðingarstaður væri sjúkrahúsið í Hanoi. „Mig grunaði svo sem að það væru engar upplýsingar í skjölunum en ég var samt búin að gera mér einhverjar vonir. Þannig að þetta var smá svona högg. Það var ekkert til að vinna með, ekkert til að vinna út frá.“ Það dró hins vegar til tíðinda nokkrum árum síðar, þegar móðir Irisar fann upplýsingar sem hjúkrunarkona á spítalanum hafði skrifað niður á blað sama dag og Iris var ættleidd. Móðir Irisar hafði steingleymt að þessar upplýsingar væru til en fann síðan blaðið við tiltekt. Á blaðinu kemur fram að blóðmóðir Irisar heiti Ngo Thi Dung, væri 18 ára gömul og frá í Gia Lam hverfi í Hanoi. „Þarna kviknaði smá von,“ segir Iris og bætir við foreldrar henni hafi ávallt stutt hana heilshugar í leitinni og hvatt hana áfram. „Þau hafa alltaf stutt mig í því að leita að uppruna mínum og gert allt sem þau geta til að hjálpa, til dæmis með að útvega ættleiðingarskjölin og finna til gamlar myndir heima.“ Eins árs gömul í heimsókn í Víetnam.Iris Dager Margar vísbendingar Í kjölfarið hófst leitin fyrir alvöru og Iris hefur undanfarin fimm ár lagt drög að ferðinni til Hanoi. Og þar er hún nú stödd. Þetta er í fyrsta skipti sem hún ferðast ein til Víetnam. Hún segir að það hafi verið dálítið skrítin upplifun að koma ein til landsins; blandast inn í fjöldann og reyna að skilja tungumálið sem hefði átt að vera hennar móðurmál. „Það var líka skrítið að hugsa til þess að einhver ókunnug manneskja úti á götu gæti hugsanlega verið mamma mín, eða einhver tengdur mér.“ Einu upplýsingarnar sem Iris hefur í höndunum, líkt og fyrr segir, er að blóðmóðir hennar heitir Ngo Thi Dung og er frá Gia Lam hverfinu í Hanoi. Hún mun hafa verið 18 ára þegar Iris kom í heiminn og er því líklegast fædd í kringum árið 1974. Þessar upplýsingar eru þó ekki áreiðanlegar, eins og Iris bendir á. Iris hefur meðal annars notið aðstoðar túlks í leitinni og seinustu daga hafa þau ferðast á marga staði í Hanoi og í hverfinu sem áður hét Gia Lam en heitir nú Gia Lam og Long Bien. Þess ber að geta að Gia Lam er eitt af 12 borgarhverfum Hanoi og skiptist í 22 undirdeilisvæði, sem gerir leit Irisar síst auðveldari. „Við erum búin að fara á spítalann þar sem ég fæddist, en þar voru engin gögn fáanleg sem eru eldri en 15 ára. Við fórum til héraðslögreglunnar í Gia Lam og á ríkisskrifstofuna í Gia Lam. Við leituðum líka til Rauða Krossins í Gia Lam, til héraðslögreglunnar í Long Bien og til ættleiðingardeildarinnar sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið.“ Iris hefur einnig haft samband við samtök sem hjálpa fólki í leit að ættingjum og verið í sambandi við ættleiðingarstofnunina í Svíþjóð, sem sent hefur fyrirspurn til ættleiðingarstofnunarinnar í Hanoi. Biðin eftir því svari gæti tekið marga mánuði. Kraftaverkin gerast Hún hefur fengið margar vísbendingar sem gætu hugsanlega beint henni áfram, en er þó ekki með neitt skothelt í höndunum. Enn sem komið er. „Kona hjá Rauða Krossinum gaf okkur til dæmis lista yfir fólk á svæðinu sem er með þetta nafn og fætt á þessum árum. Við erum með mörg „leads“ en ekkert sem er áreiðanlegt.“Iris á vini í Víetnam sem hafa komið henni í samband við hina og þessa sem gætu hjálpað til í leitinni. Með tímanum hafa fleiri heyrt af leitinni og boðið fram aðstoð og í kjölfar þess að Iris ræddi við þarlenda vefmiðla um leitina hafa enn fleiri stigið fram. Fjölmargir hafa birt færslur um leit Irisar á facebook síðum sínum, og í facebook hópum. „Eins og staðan er núna er þetta svolítið í bið, við erum að bíða eftir svörum og viðbrögðum frá hinum og þessum. Einn kunningi pabba frá Víetnam benti á að miðað við aldur, gæti verið að hún hafi verið í námi í Gia Lam en verið úr sveitinni/annars staðar frá.“ Hún segist ekki þora að gefa sér of miklar vonir um að einn daginn muni hún og blóðmóðir hennar vera sameinaðar á ný. Kraftaverk gerast þó á hverjum degi. „Ég hef séð mörg dæmi þar sem fólk finnur foreldra sína eftir 40 eða 50 ár. Svo eru líka tilfelli þar sem fólk leitar alla ævina án árangurs. En ég held að það sé allavega betra að reyna, og halda í vonina, í stað þess að sitja og bíða.“ Víetnam Fjölskyldumál Svíþjóð Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
„Ég veit ekki hvað ég myndi segja við hana ef ég myndi hitta hana. Mig langar bara að sjá mömmu mína aftur, segja: „Hæ, ég er dóttir þín.“ Svo langar mig að taka utan um hana,“ segir Iris. „Ég get ekki ímyndað mér hvað hún þurfti að ganga í gegnum þegar hún gaf mig frá sér. En ég vil ekki að henni líði illa yfir því eða sé með áhyggjur af mér. Það eina sem ég vil er að hún lifi góðu og hamingjusömu lífi í dag.“ Skar sig úr hópnum Iris fæddist á Hanoi Obstetrics and Gynecology Hospital í Hanoi þann 21. september 1992. Á fæðingarvottorði hennar er nafnið Nguyen Mai Thanh. Nokkrum mánuðum síðar var hún ættleidd af sænskum manni og íslenskri konu. „Samkvæmt þeirri óstaðfestri sögu sem ég er með var hún búin að ákveða fyrir fæðingu að gefa mig til ættleiðingar. Þannig að ég held ég hafi verið tekin frá líffræðilegri móður minni um leið og ég fæddist, og dvalið síðan á spítalanum, í staðinn fyrir að dvelja á munaðarleysingjahæli, þangað til að mamma og pabbi komu og sóttu mig tveimur mánuðum síðar." Iris ólst upp í Svíþjóð og Danmörku og þegar hún var 12 ára gömul flutti fjölskyldan til Íslands. Nguyen Mai Thanh er nafnið á fæðingarvottorði Irisar.Iris Dager Hún ólst að eigin sögn upp við mikið öryggi og umhyggju. Hún fékk tækifæri á að búa í mismunandi löndum og upplifa mismunandi menningu. Hún var þó alltaf meðvituð um að hún væri öðruvísi, verandi asísk að uppruna í landi þar sem langflestir voru hvítir. Það átti sérstaklega við þegar hún kom til Íslands og var stöðugt minnt á að hún væri öðruvísi í útliti. „Ég átti erfitt með að upplifa mig sem Íslending og fyrsta árið á Íslandi var erfitt. En þetta gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og þess vegna er ég þakklát.“ Iris segir ættleiðinguna aldrei hafa verið neitt launungarmál þegar hún var að alast upp. Þegar fjölskyldan bjó í Svíþjóð voru þau hluti af samtökum ættleiddra barna frá Víetnam og foreldra þeirra. Þegar Iris var tíu ára gömul ferðaðist hún ásamt foreldrum sínum og sjö öðrum fjölskyldum til Víetnam. Þangað fóru þau svo aftur, fimm árum síðar. Feðgin á góðri stundu. Iris fékk gott og kærleiksríkt uppeldi hjá kjörforeldrum sínum.Iris Dager Iris lauk grunnnámi í lögfræði og meistaragráðu í alþjóðaglæpum, réttlæti og öryggi og starfar í dag sem ráðgjafi hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Hún segir vangavelturnar um uppruna sinn lengi hafa blundað í sér en það var þó ekki fyrr en hún var komin á táningsaldur að hún byrjaði virkilega að velta vöngum yfir því hver hún væri og hvaðan hún kæmi. „Svona pælingar eins og: hvernig líta foreldrar mínir út? Eru þau enn þá saman? Eru þau alveg eins og ég? Eru þau með eins augu eða eins andlit og ég er með? Og hvers vegna ákvað mamma mín að gefa mig frá sér? Hvernig voru aðstæðurnar hjá henni á þessum tíma? Er einhver annar, fyrir utan blóðmóður mína, sem veit að ég er til og var ættleidd eða sagði hún kannski aldrei neinum frá mér? Það er rosalega margar spurningar sem koma upp. Það hefur stundum komið fyrir að ég hef farið til læknis og verið spurð út í fjölskyldusöguna, ættgenga sjúkdóma og þess háttar. Þá hef ég auðvitað ekki getað svarað því.“ Iris ólst upp sem einbirni og segist oft hafa velt því fyrir sér hvort hún eigi systkini þarna úti. „Þegar ég var yngri langaði mig oft að eiga bróður eða systur.“ Fæðingarvottorð Irisar inniheldur litlar upplýsingar.Iris Dager Forvitin um aðstæðurnar Hún segist aldrei hafa verið reið eða sár út í blóðmóður sína. „Þetta er náttúrulega konan sem gaf mér líf. Ég er viss um þetta hefur verið erfið ákvörðun fyrir hana, að gefa barnið sitt frá sér. En ég er samt með svo margar spurningar sem mig langar að spyrja hana. Þó ég sé alls ekki reið þá er ég samt forvitin að vita ástæðuna fyrir því að hún tók þessa ákvörðun." Ég hef líka velt því fyrir mér hvernig aðstæðurnar væru hjá mér í dag ef ég hefði ekki verið ættleidd. Og hvernig voru aðstæðurnar hjá henni á þessum tíma? Var hún fátæk eða var hún of ung til að geta séð um barn?“ Iris hefur leitt hugann að öllum möguleikum og segist meðvituð um að hugsanlega gæti blóðmóðir hennar verið látin. Þá sé einnig mögulegt að ef hún finni blóðmóður sína á endanum þá muni viðbrögðin ekki endilega vera þau sem hún vonist eftir. „Kannski hefur hún aldrei sagt neinum frá mér og vill ekki að neinn viti að hún eignaðist barn 18 ára gömul, utan hjónabands. Það gæti alveg gerst. Það er ómögulegt að segja,“ segir hún og bætir við að jafnvel þó hún muni aldrei finna blóðmóður sína þá yrði hún engu að síður þakklát ef hún gæti haft upp á einhverjum skyldmennum hennar. „Ef ég myndi bara finna einhvern sem er tengdur henni, einhverja fjölskyldu þá væri það líka frábært.“ Þegar Iris var orðin 18 ára gömul gat hún sótt hún um að fá afhendar upplýsingar um ættleiðinguna frá ættleiðingarstofnuninni í Svíþjóð. Þær upplýsingar komu þó að litlu gagni og staðfestu einungis það sem Iris og foreldrar hennar vissu nú þegar: að fæðingarnafn Irisar væri Nguyen Mai Thanh, og að fæðingarstaður væri sjúkrahúsið í Hanoi. „Mig grunaði svo sem að það væru engar upplýsingar í skjölunum en ég var samt búin að gera mér einhverjar vonir. Þannig að þetta var smá svona högg. Það var ekkert til að vinna með, ekkert til að vinna út frá.“ Það dró hins vegar til tíðinda nokkrum árum síðar, þegar móðir Irisar fann upplýsingar sem hjúkrunarkona á spítalanum hafði skrifað niður á blað sama dag og Iris var ættleidd. Móðir Irisar hafði steingleymt að þessar upplýsingar væru til en fann síðan blaðið við tiltekt. Á blaðinu kemur fram að blóðmóðir Irisar heiti Ngo Thi Dung, væri 18 ára gömul og frá í Gia Lam hverfi í Hanoi. „Þarna kviknaði smá von,“ segir Iris og bætir við foreldrar henni hafi ávallt stutt hana heilshugar í leitinni og hvatt hana áfram. „Þau hafa alltaf stutt mig í því að leita að uppruna mínum og gert allt sem þau geta til að hjálpa, til dæmis með að útvega ættleiðingarskjölin og finna til gamlar myndir heima.“ Eins árs gömul í heimsókn í Víetnam.Iris Dager Margar vísbendingar Í kjölfarið hófst leitin fyrir alvöru og Iris hefur undanfarin fimm ár lagt drög að ferðinni til Hanoi. Og þar er hún nú stödd. Þetta er í fyrsta skipti sem hún ferðast ein til Víetnam. Hún segir að það hafi verið dálítið skrítin upplifun að koma ein til landsins; blandast inn í fjöldann og reyna að skilja tungumálið sem hefði átt að vera hennar móðurmál. „Það var líka skrítið að hugsa til þess að einhver ókunnug manneskja úti á götu gæti hugsanlega verið mamma mín, eða einhver tengdur mér.“ Einu upplýsingarnar sem Iris hefur í höndunum, líkt og fyrr segir, er að blóðmóðir hennar heitir Ngo Thi Dung og er frá Gia Lam hverfinu í Hanoi. Hún mun hafa verið 18 ára þegar Iris kom í heiminn og er því líklegast fædd í kringum árið 1974. Þessar upplýsingar eru þó ekki áreiðanlegar, eins og Iris bendir á. Iris hefur meðal annars notið aðstoðar túlks í leitinni og seinustu daga hafa þau ferðast á marga staði í Hanoi og í hverfinu sem áður hét Gia Lam en heitir nú Gia Lam og Long Bien. Þess ber að geta að Gia Lam er eitt af 12 borgarhverfum Hanoi og skiptist í 22 undirdeilisvæði, sem gerir leit Irisar síst auðveldari. „Við erum búin að fara á spítalann þar sem ég fæddist, en þar voru engin gögn fáanleg sem eru eldri en 15 ára. Við fórum til héraðslögreglunnar í Gia Lam og á ríkisskrifstofuna í Gia Lam. Við leituðum líka til Rauða Krossins í Gia Lam, til héraðslögreglunnar í Long Bien og til ættleiðingardeildarinnar sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið.“ Iris hefur einnig haft samband við samtök sem hjálpa fólki í leit að ættingjum og verið í sambandi við ættleiðingarstofnunina í Svíþjóð, sem sent hefur fyrirspurn til ættleiðingarstofnunarinnar í Hanoi. Biðin eftir því svari gæti tekið marga mánuði. Kraftaverkin gerast Hún hefur fengið margar vísbendingar sem gætu hugsanlega beint henni áfram, en er þó ekki með neitt skothelt í höndunum. Enn sem komið er. „Kona hjá Rauða Krossinum gaf okkur til dæmis lista yfir fólk á svæðinu sem er með þetta nafn og fætt á þessum árum. Við erum með mörg „leads“ en ekkert sem er áreiðanlegt.“Iris á vini í Víetnam sem hafa komið henni í samband við hina og þessa sem gætu hjálpað til í leitinni. Með tímanum hafa fleiri heyrt af leitinni og boðið fram aðstoð og í kjölfar þess að Iris ræddi við þarlenda vefmiðla um leitina hafa enn fleiri stigið fram. Fjölmargir hafa birt færslur um leit Irisar á facebook síðum sínum, og í facebook hópum. „Eins og staðan er núna er þetta svolítið í bið, við erum að bíða eftir svörum og viðbrögðum frá hinum og þessum. Einn kunningi pabba frá Víetnam benti á að miðað við aldur, gæti verið að hún hafi verið í námi í Gia Lam en verið úr sveitinni/annars staðar frá.“ Hún segist ekki þora að gefa sér of miklar vonir um að einn daginn muni hún og blóðmóðir hennar vera sameinaðar á ný. Kraftaverk gerast þó á hverjum degi. „Ég hef séð mörg dæmi þar sem fólk finnur foreldra sína eftir 40 eða 50 ár. Svo eru líka tilfelli þar sem fólk leitar alla ævina án árangurs. En ég held að það sé allavega betra að reyna, og halda í vonina, í stað þess að sitja og bíða.“
Víetnam Fjölskyldumál Svíþjóð Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira