Umfjöllun, viðtal og myndir: Valur - ÍBV 25-35 | Valsmenn fengu bikarinn eftir niðurlægingu gegn Eyjamönnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2023 17:40 Valsmenn eru deildarmeistarar Olís-deildarinnar. Vísir/Pawel Í dag fór fram lokaumferðin í Olís-deildinni þetta tímabilið þar sem Valsmenn tóku á móti deildarmeistaratitlinum sem þeir tryggðu sér 3. mars síðastliðinn. Var afhendingin beint eftir stórtap liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 25-35 í óspennandi leik þar sem Eyjamenn réðu lögum og lofum. Heimamenn voru skrefinu á undan fyrstu tíu mínútur leiksins eða þar til fyrsta varða skot leiksins kom þegar Pavel Miskevich, markvörður ÍBV, varði skot sem Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, tók. Var þetta jafnframt eina varða skot ÍBV í fyrri hálfleiknum en það kom ekki að sök. Agnar Smári Jónsson sækir að marki ÍBV í dag.Vísir/Pawel Eyjamenn bjuggu sér til góða forystu á næstu mínútum sem mest var fjögur mörk. Nokkur áhlaup hjá Val að þeirri forystu skiluðu litlu og endaði hálfleikurinn á frábæru marki frá Elmari Erlingssyni, leikmanni ÍBV, þar sem hann kom sínum mönnum aftur í fjögurra marka forystu. Staðan í hálfleik 15-19, ÍBV í vil. Síðari hálfleikurinn náði aldrei að verða spennandi þar sem ÍBV spiluðu fínan handbolta á meðan heimamenn voru út á þekju á löngum köflum. Valsmenn áttu fjölda skota sem hittu ekki markið og vörnin hjá þeim var hriplek. Tíu marka sigur var niðurstaðan og ÍBV kemur því á blússandi siglingu inn í úrslitakeppnina. Rúnar Kárason var frábær í dag.Vísir/Pawel Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn spiluðu einfaldlega sinn leik. Keyrðu hraðann upp þegar það átti við og spiluðu góðan og agaðan uppstilltan sóknarleik þegar það átti við. Ásamt því stóð vörnin ágætlega. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason, skytta ÍBV, er að koma á fleygiferð inn í mikilvægasta hluta tímabilsins eftir meiðsli. Rúnar með sjö mörk í dag og réðu Valsarar lítið við hann. Arnór Viðarsson sækir að vörn Valsara.Vísir/Pawel Hvað gekk illa? Fátt gekk upp í leik Vals í dag. Töpuðu boltarnir voru 14 og ásamt því var skotnýtingin tæp 60 prósent en mikið af skotunum hittu hreinlega ekki markið. Varnarleikur liðsins er svo sennilega það sem Snorri Steinn og þjálfarateymi hans þarf að skoða vel fyrir úrslitakeppnina þar sem hann var ekkert spes í dag líkt og í undanförnum leikjum. Hvað gerist næst? Um næstu helgi mun úrslitakeppnin hefjast um Íslandsmeistaratitilinn. Valur mun mæta liði Hauka í 8-liða úrslitunum og ÍBV mætir Stjörnunni. Erlingur Richardsson: Fyrir okkur var mikilvægt að sigra ErlingurVísir/Pawel „Varnarleikurinn heilt yfir nokkuð góður. Smá kafli þarna í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu nokkur auðveld mörk á okkur, þar sem við vorum flatir. Heilt yfir góð vörn. Við náðum svo að stjórna aðeins tempóinu í þessu, þannig að við stjórnuðum hraðanum,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, um frammistöðu sinna manna að leik loknum. „Ég held að þessi leikur hafi ekkert verið fallegur lengi vel til að horfa á. Annað liðið var náttúrulega búið að tryggja sér deildarmeistaratiltilinn, þannig kannski ekki að miklu að keppa fyrir þá. Fyrir okkur var mikilvægt að sigra þennan leik til að koma okkur í góða stöðu fyrir úrslitakeppnina. Þannig að þetta voru kannski tvö lið á ólíkum stöðum fyrir þennan leik.“ Dagur Arnarsson hefur verið að spila vel hjá ÍBV að undanförnu.Vísir/Pawel ÍBV mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni. ÍBV hefur gott tak á Stjörnunni en liðið vann báða leiki liðanna í Olís-deildinni í vetur og sló þá úr leik í úrslitakeppninni í fyrra. Aðspurður hvort Stjarnan henti ÍBV að mæta, svaraði Erlingur. „Það er svo erfitt að segja. Þetta eru allt jöfn lið og svo er þetta alltaf þetta týpíska dagsform og allt það, stemning í sölunum. Við ætlum allavegana að berjast fyrir því að komast áfram og lengra, eins og öll lið. Nú þurfum við bara að kíkja á andstæðinginn, skoða hvað við getum gert.“ Olís-deild karla Valur ÍBV
Í dag fór fram lokaumferðin í Olís-deildinni þetta tímabilið þar sem Valsmenn tóku á móti deildarmeistaratitlinum sem þeir tryggðu sér 3. mars síðastliðinn. Var afhendingin beint eftir stórtap liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 25-35 í óspennandi leik þar sem Eyjamenn réðu lögum og lofum. Heimamenn voru skrefinu á undan fyrstu tíu mínútur leiksins eða þar til fyrsta varða skot leiksins kom þegar Pavel Miskevich, markvörður ÍBV, varði skot sem Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, tók. Var þetta jafnframt eina varða skot ÍBV í fyrri hálfleiknum en það kom ekki að sök. Agnar Smári Jónsson sækir að marki ÍBV í dag.Vísir/Pawel Eyjamenn bjuggu sér til góða forystu á næstu mínútum sem mest var fjögur mörk. Nokkur áhlaup hjá Val að þeirri forystu skiluðu litlu og endaði hálfleikurinn á frábæru marki frá Elmari Erlingssyni, leikmanni ÍBV, þar sem hann kom sínum mönnum aftur í fjögurra marka forystu. Staðan í hálfleik 15-19, ÍBV í vil. Síðari hálfleikurinn náði aldrei að verða spennandi þar sem ÍBV spiluðu fínan handbolta á meðan heimamenn voru út á þekju á löngum köflum. Valsmenn áttu fjölda skota sem hittu ekki markið og vörnin hjá þeim var hriplek. Tíu marka sigur var niðurstaðan og ÍBV kemur því á blússandi siglingu inn í úrslitakeppnina. Rúnar Kárason var frábær í dag.Vísir/Pawel Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn spiluðu einfaldlega sinn leik. Keyrðu hraðann upp þegar það átti við og spiluðu góðan og agaðan uppstilltan sóknarleik þegar það átti við. Ásamt því stóð vörnin ágætlega. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason, skytta ÍBV, er að koma á fleygiferð inn í mikilvægasta hluta tímabilsins eftir meiðsli. Rúnar með sjö mörk í dag og réðu Valsarar lítið við hann. Arnór Viðarsson sækir að vörn Valsara.Vísir/Pawel Hvað gekk illa? Fátt gekk upp í leik Vals í dag. Töpuðu boltarnir voru 14 og ásamt því var skotnýtingin tæp 60 prósent en mikið af skotunum hittu hreinlega ekki markið. Varnarleikur liðsins er svo sennilega það sem Snorri Steinn og þjálfarateymi hans þarf að skoða vel fyrir úrslitakeppnina þar sem hann var ekkert spes í dag líkt og í undanförnum leikjum. Hvað gerist næst? Um næstu helgi mun úrslitakeppnin hefjast um Íslandsmeistaratitilinn. Valur mun mæta liði Hauka í 8-liða úrslitunum og ÍBV mætir Stjörnunni. Erlingur Richardsson: Fyrir okkur var mikilvægt að sigra ErlingurVísir/Pawel „Varnarleikurinn heilt yfir nokkuð góður. Smá kafli þarna í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu nokkur auðveld mörk á okkur, þar sem við vorum flatir. Heilt yfir góð vörn. Við náðum svo að stjórna aðeins tempóinu í þessu, þannig að við stjórnuðum hraðanum,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, um frammistöðu sinna manna að leik loknum. „Ég held að þessi leikur hafi ekkert verið fallegur lengi vel til að horfa á. Annað liðið var náttúrulega búið að tryggja sér deildarmeistaratiltilinn, þannig kannski ekki að miklu að keppa fyrir þá. Fyrir okkur var mikilvægt að sigra þennan leik til að koma okkur í góða stöðu fyrir úrslitakeppnina. Þannig að þetta voru kannski tvö lið á ólíkum stöðum fyrir þennan leik.“ Dagur Arnarsson hefur verið að spila vel hjá ÍBV að undanförnu.Vísir/Pawel ÍBV mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni. ÍBV hefur gott tak á Stjörnunni en liðið vann báða leiki liðanna í Olís-deildinni í vetur og sló þá úr leik í úrslitakeppninni í fyrra. Aðspurður hvort Stjarnan henti ÍBV að mæta, svaraði Erlingur. „Það er svo erfitt að segja. Þetta eru allt jöfn lið og svo er þetta alltaf þetta týpíska dagsform og allt það, stemning í sölunum. Við ætlum allavegana að berjast fyrir því að komast áfram og lengra, eins og öll lið. Nú þurfum við bara að kíkja á andstæðinginn, skoða hvað við getum gert.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti