Sport

Dagskráin í dag - Hvað gerist á Króknum?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lærisveinar Pavel verða í eldlínunni í kvöld.
Lærisveinar Pavel verða í eldlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta heldur áfram að rúlla í dag þar sem leikið verður í Þorlákshöfn og á Sauðárkróki.

Tindastóll leiðir einvígið gegn Keflavík eftir að hafa unnið fyrsta leik liðanna í framlengdum leik. Stólarnir geta því komið sér í kjörstöðu með sigri á heimavelli í dag í leik sem hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og leikur Þórs Þorlákshafnar og Hauka sem hefst klukkan 17:00

Auk íslenska körfuboltans eru beinar útsendingar frá spænsku úrvalsdeildinni og NBA í sömu íþrótt.

Þá eru fjölmargir áhugaverðir leikir á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta auk þess sem BLAST.tv Paris Major verður í gangi í nær allan dag á Stöð 2 Esport.

Masters mótið í golfi er svo að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending dagsins klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×