Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Komum sem leita í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022. Þetta kemur fram í komandi ársskýrslu athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni.

Palestínskir árásarmenn myrtu þrjá og slösuðu að minnsta kosti sex á Vesturbakkanum í gær en fyrr um daginn höfðu Ísraelar gert loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina. Spennan milli Ísraelsmanna og Palestínumanna hefur undanfarið stigmagnast og forsætisráðherra Ísraels fyrirskipað aukinn viðbúnað vegna stöðunnar.

Rostungur flatmagar á flotbryggjunni á Þórshöfn en dýrið klifraði þreyttur og horaður upp bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Skólastjóri á svæðinu segir marga velta því fyrir sér hvort um sé að ræða rostunginn og heimsborgarann Þór sem hefur ferðast á milli landa og sást síðast á Breiðdalsvík í febrúar.

Þá verðum við í beinni útsendingu með Helga Björnssyni sem verður með páskastreymi í kvöld og kíkjum á stemninguna á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×