Sport

Dagskráin í dag: Undanúrslit í Subway-deild kvenna og Masters

Hjörvar Ólafsson skrifar
Haukar fá Val í heimsókn í Ólafssal í dag. 
Haukar fá Val í heimsókn í Ólafssal í dag.  Vísir/Pawel

Körfubolti er áberandi á sportstöðvum Stöðvar 2 á páskadag.

Stöð 2 Sport

Útsending frá þriðja leik Hauka og Vals í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst klukkan 13.50. Leikurinn sem fram fer í Ólafssal að Ásvöllum hefst klukkan 14.00 en Valur er 2-0 yfir í einvíginu og getur tryggt sér farseðil í úrslitaeinvígið með sigri í þessum leik. 

Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Víkingur fer í loftið klukkan 16.00. 

Keflavík og Njarðvík leiða saman hesta sína í þriðju viðureign nágrannaliðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í Blue-höllinni á Sunnubraut í Keflavík klukkan 18.15 og útsending frá þeim leik hefst 18.05. Staðan er jöfn, 1-1, í þeirri rimmu.  '

Leikinir í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta verða gerðir upp í Subway-körfuboltakvöldi klukkan 20.00. 

Stöð 2 Sport 2

Martin Hermannsson og samherjar hans hjá Valencia sækja Badalona heim í spænsku efstu deildinni í körfubolta karla, ACB-deildinni, en útsending frá þeim leik hefst 16.20.  

Leikur Phoenix Suns og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta karla hefst klukkan 19.30. 

Stöð 2 Sport 3

NBA 360 er á dagskrá klukkan 17.00. 

Stöð 2 Sport 4

Maraþonútsending verður frá Masters mótinu í golfi frá klukkan 12:30 þar sem keppni á þriðja keppnishring verður kláruð áður en lokahringurinn fer af stað seinni part dags.

Stöð 2 ESPORT

Upphitun fyrir fjórða dag á BLAST.tv Paris Major hefst klukkan 08.30 og sýnt verður frá mótinu frá 09.00 til 13.00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×