„Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2023 16:15 Bjarni Magnússon var ánægður með sigur dagsins Vísir/Snædís Bára Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin. „Við vildum ekki fara í sumarfrí í dag. Við munum taka hvíld í dag og á morgun síðan er það áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik og hélt áfram. „Í seinasta leik vorum við ekki að gefa margar stoðsendingar á meðan í dag vorum við með 25 stoðsendingar. Við leystum pressuna þeirra með því að senda í gegnum hana og hreyfa okkur vel.“ Bjarni var afar ánægður með áhlaup Hauka í fyrri hálfleik þar sem Haukar komust átján stigum yfir á nokkrum mínútum. „Þetta var magnað. Við eigum þetta í leik okkar og við verðum að fara ná að gera þetta í lengri tíma. Það fór mikil orka í þetta en þetta var frábær kafli á báðum endum. Vörnin bjó til sjálfstraust og við fengum auðveldar körfur sem gaf líka sjálfstraust. Ég var rosalega ánægður með þetta og stelpurnar eiga að vera stoltar af þessari frammistöðu.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að ná þremur sigrum. Við höfum náð einum sigri og ætlum ekki að fara missa okkur neitt en munum fagna í kvöld og njóta þess.“ Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik líkt og seinast þegar liðin mættust í Ólafssal en þá misstu Haukar forskotið niður og töpuðu í framlengingu. „Þetta var nákvæmlega sama stigaskor í hálfleik og í seinasta heimaleik gegn Val. Við vissum hvað við gerðum vitlaust í seinasta leik og fórum yfir það hvernig við ætluðum ekki að vera litlar í okkur.“ „Við vorum árásargjarnar og bjuggum til góð skot sem gekk upp. Varnarlega vorum við ekki jafn öflugar í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var það góður að við vorum ekki að fara missa forskotið niður.“ Bjarni var spenntur fyrir fjórða leiknum gegn Val og sagði að það væri annar bikarleikur. „Við munum fagna í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
„Við vildum ekki fara í sumarfrí í dag. Við munum taka hvíld í dag og á morgun síðan er það áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik og hélt áfram. „Í seinasta leik vorum við ekki að gefa margar stoðsendingar á meðan í dag vorum við með 25 stoðsendingar. Við leystum pressuna þeirra með því að senda í gegnum hana og hreyfa okkur vel.“ Bjarni var afar ánægður með áhlaup Hauka í fyrri hálfleik þar sem Haukar komust átján stigum yfir á nokkrum mínútum. „Þetta var magnað. Við eigum þetta í leik okkar og við verðum að fara ná að gera þetta í lengri tíma. Það fór mikil orka í þetta en þetta var frábær kafli á báðum endum. Vörnin bjó til sjálfstraust og við fengum auðveldar körfur sem gaf líka sjálfstraust. Ég var rosalega ánægður með þetta og stelpurnar eiga að vera stoltar af þessari frammistöðu.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að ná þremur sigrum. Við höfum náð einum sigri og ætlum ekki að fara missa okkur neitt en munum fagna í kvöld og njóta þess.“ Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik líkt og seinast þegar liðin mættust í Ólafssal en þá misstu Haukar forskotið niður og töpuðu í framlengingu. „Þetta var nákvæmlega sama stigaskor í hálfleik og í seinasta heimaleik gegn Val. Við vissum hvað við gerðum vitlaust í seinasta leik og fórum yfir það hvernig við ætluðum ekki að vera litlar í okkur.“ „Við vorum árásargjarnar og bjuggum til góð skot sem gekk upp. Varnarlega vorum við ekki jafn öflugar í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var það góður að við vorum ekki að fara missa forskotið niður.“ Bjarni var spenntur fyrir fjórða leiknum gegn Val og sagði að það væri annar bikarleikur. „Við munum fagna í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram