Sport

Dagskráin í dag - Besta deildin rúllar af stað með heilli umferð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Besta-deildin í fótbolta hefst á mánudaginn.
Besta-deildin í fótbolta hefst á mánudaginn. Bestadeildin.is

Það er loksins komið að því.

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag þegar Besta deild karla rúllar af stað með heilli umferð sem verður öll í þráðbeinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2. 

Dagskránni lýkur með því að Gummi Ben og félagar í Stúkunni gera upp alla leiki umferðarinnar.

13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]

13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]

18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]

19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]

19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]

19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]

22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]

Það er þó margt annað í boði á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag þar sem meðal annars fer fram lokaumferðin í Olís deildinni í handbolta þar sem helsta spennan er hvaða lið ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni auk þess sem Grótta á veika von um að stela 8.sæti af Haukum og koma sér þar með í úrslitakeppni.

Tveir leikir úr lokaumferðinni verða sýndir beint; Valur-ÍBV og Afturelding-Stjarnan.

Klukkan 20:00 í kvöld verða tveir vikulegir þættir á dagskrá; Lögmál leiksins þar sem farið er yfir allt það helsta í NBA körfuboltanum og GameTíví með sinn vikulega þátt á Stöð 2 ESport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×