Snorri Steinn Guðjónsson: Þessi sæla svíður Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2023 18:17 Snorri Steinn ræðir við sína menn. Vísir/Pawel „Það er alltaf gott að fá titil. Við erum svo sem búnir að fagna honum og búnir að vinna hann, þannig að sælutilfinning að vinna er aðeins liðin hjá. Þessi sæla svíður,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að lokinni bikarafhendingu deildarmeistaratitilsins til Valsmanna og stórtap gegn ÍBV. „Við getum ekkert verið að tala í kringum það, við erum ekki að spila vel. Við erum ólíkir sjálfum okkur og virkum bara hálf flatir. Það er bara staðan. Ég tek samt ekkert af mínum mönnum að það var vilji og það var barátta og það vantaði bara gæði.“ „Það voru bara hlutir hér og þar sem voru ekkert nægilega góðir og svo þegar það er ekki allt í lagi hjá þér þá að gera mistök dregur bara þig aðeins niður. Þetta er bara smá brekka sem við erum í. Við höfum svo sem ekkert um annað að ræða en að reyna að hlaupa í gegnum þetta og ég hef enn fulla trú á þessu. Svo er það bara mitt að koma mönnum á lappir og vera í standi þegar við mætum Haukum,“ sagði Snorri Steinn um þá lægð sem lið hans gengur í gegnum þessar vikurnar en var þetta sjötti tapleikur liðsins í röð. Valur tapaði fyrir skömmu stórt gegn Haukum en liðin munu einnig mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Aðspurður hvort sá leikur sýndi muninn á liðunum í dag, svaraði Snorri Steinn. „Miðað við hann eru Haukar miklu betri. Við mætum samt inn í einvígið og ætlum okkur áfram, engin spurning. Komum til með að selja okkur dýrt og undirbúa okkur vel og nú hefst bara nýtt mót. Við reynum að setja þetta til hliðar. Það er alveg sama hvernig standi liðið mitt er í, ef við náum ekki góðum leikjum verð ég fúll og ef við dettum út þá verð ég hundfúll en ég hef bullandi trú á að við getum slegið Hauka út.“ Hvernig ætlar Snorri Steinn að koma sínum mönnum úr þeirri lægð sem liðið er í dag. „Það er svona eitt og annað sem er í ólagi og þá fyrst og fremst þarf að pumpa í dekkin aðeins hjá mönnum og fá þá til þess að trúa á þetta og kassann fram. Við erum fljótir að brotna en það er samt alltaf eitthvað við það þegar nýtt mót byrjar, úrslitakeppnin byrjar. Ég hef svo sem ekkert miklar áhyggjur að því að mínir menn verði ekki dýrvitlausir þegar þetta byrjar,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
„Við getum ekkert verið að tala í kringum það, við erum ekki að spila vel. Við erum ólíkir sjálfum okkur og virkum bara hálf flatir. Það er bara staðan. Ég tek samt ekkert af mínum mönnum að það var vilji og það var barátta og það vantaði bara gæði.“ „Það voru bara hlutir hér og þar sem voru ekkert nægilega góðir og svo þegar það er ekki allt í lagi hjá þér þá að gera mistök dregur bara þig aðeins niður. Þetta er bara smá brekka sem við erum í. Við höfum svo sem ekkert um annað að ræða en að reyna að hlaupa í gegnum þetta og ég hef enn fulla trú á þessu. Svo er það bara mitt að koma mönnum á lappir og vera í standi þegar við mætum Haukum,“ sagði Snorri Steinn um þá lægð sem lið hans gengur í gegnum þessar vikurnar en var þetta sjötti tapleikur liðsins í röð. Valur tapaði fyrir skömmu stórt gegn Haukum en liðin munu einnig mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Aðspurður hvort sá leikur sýndi muninn á liðunum í dag, svaraði Snorri Steinn. „Miðað við hann eru Haukar miklu betri. Við mætum samt inn í einvígið og ætlum okkur áfram, engin spurning. Komum til með að selja okkur dýrt og undirbúa okkur vel og nú hefst bara nýtt mót. Við reynum að setja þetta til hliðar. Það er alveg sama hvernig standi liðið mitt er í, ef við náum ekki góðum leikjum verð ég fúll og ef við dettum út þá verð ég hundfúll en ég hef bullandi trú á að við getum slegið Hauka út.“ Hvernig ætlar Snorri Steinn að koma sínum mönnum úr þeirri lægð sem liðið er í dag. „Það er svona eitt og annað sem er í ólagi og þá fyrst og fremst þarf að pumpa í dekkin aðeins hjá mönnum og fá þá til þess að trúa á þetta og kassann fram. Við erum fljótir að brotna en það er samt alltaf eitthvað við það þegar nýtt mót byrjar, úrslitakeppnin byrjar. Ég hef svo sem ekkert miklar áhyggjur að því að mínir menn verði ekki dýrvitlausir þegar þetta byrjar,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða