Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. apríl 2023 06:01 Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri og leikari, mun leikstýra nýrri uppfærslu af Disney-söngleiknum Frozen á Íslandi og á hinum fjórum Norðurlöndunum. Aðsent Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum. Þessi nýja norræna uppfærsla er þannig samstarfsverkefni milli Vesturports og fimm leikhúsa á Norðurlöndunum. Söngleikurinn verður fyrst frumsýndur í Osló í október á þessu ári áður en hann fer á svið í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2024. Eftir það verður hann settur upp í Stokkhólmi og Helsinki en enn á eftir að tilkynna um danskt leikhús. Bak við íslensku uppfærsluna er öflugt listrænt teymi. Bragi Valdimar Skúlason mun sjá um að þýða söngleikinn á íslensku. Leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson, einn helsti samstarfsmaður Gísla Arnar, mun hanna leikmyndina. Þá mun búningahönnuðurinn Christina Lovery hanna búningana. Vísir hafði samband við Gísla Örn í tilefni þessara merkilegu frétta úr norræna leikhúsheiminum og ræddi við hann um sýninguna. Börkur Jónsson býr til leikmyndina fyrir Frost, Bragi Valdimar Skúlason þýðir handritið og Christina Lovery hannar búninganaÞjóðleikhúsið/Brandenburg/Christina Lovery Kólumbískur Kafka áhrifavaldur að norrænu Frosti Aðspurður hvernig svona stórt verkefni kæmi til sagði Gísli að undanfarin tuttugu ár séu hann og Vesturport búin að ferðast um allan heim með sýningar og hitta alls konar fólk. Einn af þeim er hinn kólumbíski Felipe sem Gísli kynntist þegar Vesturport sýndi Hamskiptin eftir Kafka í Kólumbíu. „Síðan erum við búnir að fylgjast lengi að og núna er hann orðinn áhrifavaldur innan Disney-samsteypunnar. Þetta var í rauninni hugmynd frá honum. Hann spurði hvort ég væri til í að taka að mér að setja upp sýninguna á öllum Norðurlöndum og þróa það konsept,“ segir Gísli um aðdragandann að þessu stóra verkefni. Í kjölfarið leitaði Gísli til leikhúsa á Norðurlöndunum, Þjóðleikhússins á Íslandi og borgarleikhúsanna í Osló, Stokkhólmi og Helsinki. „Úr því verður þetta stóra norræna samstarf sem keyrir þetta áfram,“ segir hann. Síðasta erlenda verkefni Gísla voru norsku þættirnir Exit. Næst mun hann takast á við hinn norska Olaf og vinkonur hans.Samsett/Vilhelm/Disney Aðspurður hvort það væru ekki tímamót í íslenskri leikhússögu að íslenskur leikstjóri fari fyrir jafn umfangsmiklu fimm landa samstarfsverkefni þar sem hann leikstýri öllum fimm uppsetningunum sagðist Gísli ekki þora að svara fyrir það. „En þetta er allavega mjög stórt verkefni fyrir okkur og mig. Af því þetta er á þessum skala fannst mér þetta spennandi ævintýri og gaman að leiða saman öll þessi leikhús og listafólk þaðan.“ Fyrst norskt Frost, síðan íslenskur Frostavetur 2024 Það vekur athygli að sýningin er frumsýnd í Osló fjórum mánuðum áður en hún er sett á svið í Reykjavík. Um það segir Gísli að hann sé í raun að vinna sýningarnar tvær hlið við hlið og það sé „blanda af norskum og íslenskum listrænum stjórnendum í sýningunum.“ Sýningarnar verði því æfðar samhliða að einhverju leyti nema frumsýningin verði fyrst í Osló og undirbúningur fyrir hana sé töluvert lengra kominn. Caissie Levy sem Elsa og Patti Murin sem Anna í uppsetningu söngleiksins á Broadway.Bruce Glika/Getty „Ég er búinn að velja leikarana í Noregi, geggjaður leikhópur þar. Núna er ég að fikra mig áfram í að klára þetta hérna heima,“ segir Gísli. Undanfarið hafa einmitt verið haldnar prufur hérlendis fyrir aðalhlutverkin tvö. Gísli segir þær hafa lofað góðu og á næstu vikum muni örugglega koma í ljós hvaða leikkonur verði í hlutverkum Elsu og Önnu. Verða einhverjar prufur fyrir börn fyrst þetta er fjölskyldusöngleikur? „Það verða líka prufur fyrir börn. Við þurfum unga Önnu og Elsu sem verður auglýst nánar síðar. Það verður stemming í því og hluti af því sem gerir þetta skemmtilegt,“ segir Gísli en þær prufur verða vafalaust gríðarvinsælar hjá íslenskum stelpum. Systurnar Elsa og Anna með snjókarlinum Ólafi.Disney Þá bætir Gísli við að verkið hafi mjög breiða skírskotun og „fyrst Bragi Valdimar er að þýða þetta þá verður þetta örugglega mjög fjölskylduvænt fyrir fólk á öllum aldri. Það er smá Shakespeare í þessu meira að segja, sumt hittir beint í mark fyrir fullorðna og annað fyrir krakkana. Það er tvískinnungur í mörgu þarna." Foreldrum mun því ekki leiðast enda segir Gísli að sér finnist gaman að gera „litríkt og skemmtilegt leikhús“ fyrir sjálfan sig og hann fylgi þar alltaf eigin innsæi. Maður geti því í sjálfu sér heldur ekki búið til sýningu sérstaklega fyrir börn eða sérstaklega fyrir fullorðna. „Þetta er bara ævintýri með geggjuðum lögum, húmor og dramatískri sögu. Þetta er því með öll kryddin sem þarf í góðan söngleik,“ segir hann. Úr ævintýralegum Norðmönnum í danskt ævintýri Nú er Disney risabatterý sem er annt um sín vörumerki. Fær leikstjóri sem tekur að sér svona verkefni mikið rými, er manni ekki sniðinn þröngur stakkur? „Ég er með handritið og söngtextana frá þeim en svo geri ég alveg nýja uppsetningu,“ segir Gísli um kröfur Disney. „Það verður ný þýðing, leikmynd og búningar. Síðan hef ég frjálsar hendur hvað varðar sviðsetninguna og hvaða áherslur ég legg þar. Og sömuleiðis hvernig við tökum okkar eigið umhverfi inn í þetta. Að því leytinu til er ég með mjög frjálsar hendur,“ segir hann. Sýningin er fyrst sýnd í Osló en þú ólst þar upp ekki satt? „Að einhverju leyti. Foreldrar mínir bjuggu þar úti á námsárum sínum þegar ég var lítill. Þannig ég hef alltaf verið með svona Noregstengingu í mér, hef leikið mikið þar og verið í leikhúsunum þar. Og núna leikstýrði ég tveimur þáttum af Exit þannig það liggur mjög eðlilega fyrir mér,“ segir Gísli um Oslóartenginguna Hér má sjá huldufólkið sem kemur fyrir í teiknimyndinni.Disney Disney-myndin er undir miklum norskum áhrifum líka með norsku firðina og fjöllin... „Já og svo eru þar líka íslenskt huldufólk. Myndin byggir náttúrulega líka á Snædrottningunni, ævintýri H.C. Andersen þannig það er fullt af norrænum áhrifum. Það er kannski þess vegna líka sem það er leitað til mín, af því ég er norrænn leikstjóri. Þegar ég er ekki norrænn leikari er ég norrænn leikstjóri,“ segir hann kíminn. Mér fannst skemmtilegt að þú færir úr Exit í Frozen, það er eiginlega sitt hvoru megin á skalanum. „Þetta er sitthvort ævintýrið,“ segir Gísli og hlær. Hóflegt álag og hugsar bara um að gera það sem er skemmtilegt Aðspurður hvort hann verði ekki á haus með fimm sýningar hangandi yfir sér segir Gísli að það sé dálítið lengra í sýningarnar í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Næsta vetur eiga Þjóðleikhúsið og norska leikhúsið mig en svo mun líða dágóður tími áður en ég fer í hin þrjú löndin. Það er örugglega ekki fyrr en 2025 þannig ég mun ekki Frosta yfir mig,“ segir hann. Þetta sé því mjög viðráðanlegt og „á góðu róli“. Frozen kvikmynd Disney hefur skilað vænu fé í kassann. Þetta er risasýning en ætli þetta sé skref í áttina að Disney-mynd eða þáttum? „Ég hugsa það aldrei þannig. Þetta snýst bara um að gera þau verkefni sem mér finnst skemmtileg en ekki af því ég vonast til þess að leiði mig eitthvað annað. Þetta er bara það sem ég vil gera hér og nú,“ segir Gísli. Aðdragandinn að því að Gísli fékk þetta verkefni og ástæðurnar fyrir því að hann tók það sér er svipað og þegar hann leikstýrði norsku þáttunum Exit. „Ég þekki vel þann sem skrifar og leikstýrir Exit og það er gaman að vinna með honum. Það er eins með Frost af því leiðir okkar Felipe hjá Disney hafa legið saman og við erum búnir að tala um í mörg ár um að gera eitthvað sameiginlegt. Og svo kom þessi hugmynd og þá kjöftum við okkur inn á að gera þetta saman,“ segir Gísli að lokum. Gísli Örn stígur vel valin dansspor í Verbúðinni sem hann leikstýrði og skrifaði handritið að.Verbúðin Disney Leikhús Menning Noregur Svíþjóð Danmörk Finnland Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Þessi nýja norræna uppfærsla er þannig samstarfsverkefni milli Vesturports og fimm leikhúsa á Norðurlöndunum. Söngleikurinn verður fyrst frumsýndur í Osló í október á þessu ári áður en hann fer á svið í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2024. Eftir það verður hann settur upp í Stokkhólmi og Helsinki en enn á eftir að tilkynna um danskt leikhús. Bak við íslensku uppfærsluna er öflugt listrænt teymi. Bragi Valdimar Skúlason mun sjá um að þýða söngleikinn á íslensku. Leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson, einn helsti samstarfsmaður Gísla Arnar, mun hanna leikmyndina. Þá mun búningahönnuðurinn Christina Lovery hanna búningana. Vísir hafði samband við Gísla Örn í tilefni þessara merkilegu frétta úr norræna leikhúsheiminum og ræddi við hann um sýninguna. Börkur Jónsson býr til leikmyndina fyrir Frost, Bragi Valdimar Skúlason þýðir handritið og Christina Lovery hannar búninganaÞjóðleikhúsið/Brandenburg/Christina Lovery Kólumbískur Kafka áhrifavaldur að norrænu Frosti Aðspurður hvernig svona stórt verkefni kæmi til sagði Gísli að undanfarin tuttugu ár séu hann og Vesturport búin að ferðast um allan heim með sýningar og hitta alls konar fólk. Einn af þeim er hinn kólumbíski Felipe sem Gísli kynntist þegar Vesturport sýndi Hamskiptin eftir Kafka í Kólumbíu. „Síðan erum við búnir að fylgjast lengi að og núna er hann orðinn áhrifavaldur innan Disney-samsteypunnar. Þetta var í rauninni hugmynd frá honum. Hann spurði hvort ég væri til í að taka að mér að setja upp sýninguna á öllum Norðurlöndum og þróa það konsept,“ segir Gísli um aðdragandann að þessu stóra verkefni. Í kjölfarið leitaði Gísli til leikhúsa á Norðurlöndunum, Þjóðleikhússins á Íslandi og borgarleikhúsanna í Osló, Stokkhólmi og Helsinki. „Úr því verður þetta stóra norræna samstarf sem keyrir þetta áfram,“ segir hann. Síðasta erlenda verkefni Gísla voru norsku þættirnir Exit. Næst mun hann takast á við hinn norska Olaf og vinkonur hans.Samsett/Vilhelm/Disney Aðspurður hvort það væru ekki tímamót í íslenskri leikhússögu að íslenskur leikstjóri fari fyrir jafn umfangsmiklu fimm landa samstarfsverkefni þar sem hann leikstýri öllum fimm uppsetningunum sagðist Gísli ekki þora að svara fyrir það. „En þetta er allavega mjög stórt verkefni fyrir okkur og mig. Af því þetta er á þessum skala fannst mér þetta spennandi ævintýri og gaman að leiða saman öll þessi leikhús og listafólk þaðan.“ Fyrst norskt Frost, síðan íslenskur Frostavetur 2024 Það vekur athygli að sýningin er frumsýnd í Osló fjórum mánuðum áður en hún er sett á svið í Reykjavík. Um það segir Gísli að hann sé í raun að vinna sýningarnar tvær hlið við hlið og það sé „blanda af norskum og íslenskum listrænum stjórnendum í sýningunum.“ Sýningarnar verði því æfðar samhliða að einhverju leyti nema frumsýningin verði fyrst í Osló og undirbúningur fyrir hana sé töluvert lengra kominn. Caissie Levy sem Elsa og Patti Murin sem Anna í uppsetningu söngleiksins á Broadway.Bruce Glika/Getty „Ég er búinn að velja leikarana í Noregi, geggjaður leikhópur þar. Núna er ég að fikra mig áfram í að klára þetta hérna heima,“ segir Gísli. Undanfarið hafa einmitt verið haldnar prufur hérlendis fyrir aðalhlutverkin tvö. Gísli segir þær hafa lofað góðu og á næstu vikum muni örugglega koma í ljós hvaða leikkonur verði í hlutverkum Elsu og Önnu. Verða einhverjar prufur fyrir börn fyrst þetta er fjölskyldusöngleikur? „Það verða líka prufur fyrir börn. Við þurfum unga Önnu og Elsu sem verður auglýst nánar síðar. Það verður stemming í því og hluti af því sem gerir þetta skemmtilegt,“ segir Gísli en þær prufur verða vafalaust gríðarvinsælar hjá íslenskum stelpum. Systurnar Elsa og Anna með snjókarlinum Ólafi.Disney Þá bætir Gísli við að verkið hafi mjög breiða skírskotun og „fyrst Bragi Valdimar er að þýða þetta þá verður þetta örugglega mjög fjölskylduvænt fyrir fólk á öllum aldri. Það er smá Shakespeare í þessu meira að segja, sumt hittir beint í mark fyrir fullorðna og annað fyrir krakkana. Það er tvískinnungur í mörgu þarna." Foreldrum mun því ekki leiðast enda segir Gísli að sér finnist gaman að gera „litríkt og skemmtilegt leikhús“ fyrir sjálfan sig og hann fylgi þar alltaf eigin innsæi. Maður geti því í sjálfu sér heldur ekki búið til sýningu sérstaklega fyrir börn eða sérstaklega fyrir fullorðna. „Þetta er bara ævintýri með geggjuðum lögum, húmor og dramatískri sögu. Þetta er því með öll kryddin sem þarf í góðan söngleik,“ segir hann. Úr ævintýralegum Norðmönnum í danskt ævintýri Nú er Disney risabatterý sem er annt um sín vörumerki. Fær leikstjóri sem tekur að sér svona verkefni mikið rými, er manni ekki sniðinn þröngur stakkur? „Ég er með handritið og söngtextana frá þeim en svo geri ég alveg nýja uppsetningu,“ segir Gísli um kröfur Disney. „Það verður ný þýðing, leikmynd og búningar. Síðan hef ég frjálsar hendur hvað varðar sviðsetninguna og hvaða áherslur ég legg þar. Og sömuleiðis hvernig við tökum okkar eigið umhverfi inn í þetta. Að því leytinu til er ég með mjög frjálsar hendur,“ segir hann. Sýningin er fyrst sýnd í Osló en þú ólst þar upp ekki satt? „Að einhverju leyti. Foreldrar mínir bjuggu þar úti á námsárum sínum þegar ég var lítill. Þannig ég hef alltaf verið með svona Noregstengingu í mér, hef leikið mikið þar og verið í leikhúsunum þar. Og núna leikstýrði ég tveimur þáttum af Exit þannig það liggur mjög eðlilega fyrir mér,“ segir Gísli um Oslóartenginguna Hér má sjá huldufólkið sem kemur fyrir í teiknimyndinni.Disney Disney-myndin er undir miklum norskum áhrifum líka með norsku firðina og fjöllin... „Já og svo eru þar líka íslenskt huldufólk. Myndin byggir náttúrulega líka á Snædrottningunni, ævintýri H.C. Andersen þannig það er fullt af norrænum áhrifum. Það er kannski þess vegna líka sem það er leitað til mín, af því ég er norrænn leikstjóri. Þegar ég er ekki norrænn leikari er ég norrænn leikstjóri,“ segir hann kíminn. Mér fannst skemmtilegt að þú færir úr Exit í Frozen, það er eiginlega sitt hvoru megin á skalanum. „Þetta er sitthvort ævintýrið,“ segir Gísli og hlær. Hóflegt álag og hugsar bara um að gera það sem er skemmtilegt Aðspurður hvort hann verði ekki á haus með fimm sýningar hangandi yfir sér segir Gísli að það sé dálítið lengra í sýningarnar í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Næsta vetur eiga Þjóðleikhúsið og norska leikhúsið mig en svo mun líða dágóður tími áður en ég fer í hin þrjú löndin. Það er örugglega ekki fyrr en 2025 þannig ég mun ekki Frosta yfir mig,“ segir hann. Þetta sé því mjög viðráðanlegt og „á góðu róli“. Frozen kvikmynd Disney hefur skilað vænu fé í kassann. Þetta er risasýning en ætli þetta sé skref í áttina að Disney-mynd eða þáttum? „Ég hugsa það aldrei þannig. Þetta snýst bara um að gera þau verkefni sem mér finnst skemmtileg en ekki af því ég vonast til þess að leiði mig eitthvað annað. Þetta er bara það sem ég vil gera hér og nú,“ segir Gísli. Aðdragandinn að því að Gísli fékk þetta verkefni og ástæðurnar fyrir því að hann tók það sér er svipað og þegar hann leikstýrði norsku þáttunum Exit. „Ég þekki vel þann sem skrifar og leikstýrir Exit og það er gaman að vinna með honum. Það er eins með Frost af því leiðir okkar Felipe hjá Disney hafa legið saman og við erum búnir að tala um í mörg ár um að gera eitthvað sameiginlegt. Og svo kom þessi hugmynd og þá kjöftum við okkur inn á að gera þetta saman,“ segir Gísli að lokum. Gísli Örn stígur vel valin dansspor í Verbúðinni sem hann leikstýrði og skrifaði handritið að.Verbúðin
Disney Leikhús Menning Noregur Svíþjóð Danmörk Finnland Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira