Höskuldur: Kemur annar dagur eftir svona dag Árni Konráð Árnason skrifar 10. apríl 2023 22:53 Höskuldur skýtur að marki í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika var vitaskuld svekktur eftir ótrúlegan leik Breiðabliks og HK í Bestu deildinni í kvöld. HK vann 4-3 sigur í dramatískum leik. „Við mætum ekki nógu tilbúnir í að mæta þeim í hörkunni og geðveikinni og þannig, náum ekki að matcha það og þá eru þeir bara yfir stóran hluta leiksins,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi eftir leik. Blikar pressuðu hátt en virtust ekki mæta til leiks fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leik. „Þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega og hristu upp í þessu. Mér fannst við vera ágætlega þolinmóðir í seinni og ekki fara í neinar örvæntingu á meðan við vorum að grafa okkur til baka. Við náum að minnka muninn, jafna og komast yfir á frekar stuttum tíma“ sagði Höskuldur, en einungis fjórar mínútur liðu á milli þess að Blikar voru að tapa 0-2 í að komast yfir í 3-2. HK jafnaði leikinn á 89. mínútu eftir sjálfsmark frá Höskuldi, aðspurður um aðdragandann sagði Höskuldur að sama vitleysan hefði byrjað þarna stuttu fyrir þar sem að HK var að uppskera mörg föst leikatriði og þeir voru að ráða illa við þá í seinni boltum, að jafntefli hafi legið í loftinu sem þeir uppskáru og gott betur. Aðspurður varðandi næstu skref hjá Blikum hafði Höskuldur þetta að segja: „Það breytist ekkert við þetta, við höfum aldrei tekið sjálfsmyndina okkar í einstaka úrslitum, við höfum tapað áður, við höfum tapað illa áður. Ef að við ætlum að vera trúir sjálfum okkur þá förum við ekkert að staldra of lengi við þetta, heldur bara læra af þessu og einblína á næstu æfingarviku og næsta leik“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það er það góða við þetta, það kemur annar dagur eftir svona dag“. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Sjá meira
„Við mætum ekki nógu tilbúnir í að mæta þeim í hörkunni og geðveikinni og þannig, náum ekki að matcha það og þá eru þeir bara yfir stóran hluta leiksins,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi eftir leik. Blikar pressuðu hátt en virtust ekki mæta til leiks fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leik. „Þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega og hristu upp í þessu. Mér fannst við vera ágætlega þolinmóðir í seinni og ekki fara í neinar örvæntingu á meðan við vorum að grafa okkur til baka. Við náum að minnka muninn, jafna og komast yfir á frekar stuttum tíma“ sagði Höskuldur, en einungis fjórar mínútur liðu á milli þess að Blikar voru að tapa 0-2 í að komast yfir í 3-2. HK jafnaði leikinn á 89. mínútu eftir sjálfsmark frá Höskuldi, aðspurður um aðdragandann sagði Höskuldur að sama vitleysan hefði byrjað þarna stuttu fyrir þar sem að HK var að uppskera mörg föst leikatriði og þeir voru að ráða illa við þá í seinni boltum, að jafntefli hafi legið í loftinu sem þeir uppskáru og gott betur. Aðspurður varðandi næstu skref hjá Blikum hafði Höskuldur þetta að segja: „Það breytist ekkert við þetta, við höfum aldrei tekið sjálfsmyndina okkar í einstaka úrslitum, við höfum tapað áður, við höfum tapað illa áður. Ef að við ætlum að vera trúir sjálfum okkur þá förum við ekkert að staldra of lengi við þetta, heldur bara læra af þessu og einblína á næstu æfingarviku og næsta leik“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það er það góða við þetta, það kemur annar dagur eftir svona dag“.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Sjá meira