Tryggingasjóðurinn rekinn með tapi í fyrsta sinn eftir afnám iðgjalda
![Tryggingasjóður vegna fjármálafyrirtækja er til húsa í Húsi atvinnulífsins.](https://www.visir.is/i/90665395974CDE8C4FF1116B3575B65E260AB24D533C19B50FBE3803D72BB1B6_713x0.jpg)
Tryggingasjóður vegna fjármálafyrirtækja (TFV) tapaði tæplega 1,3 milljörðum króna í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn er rekinn með tapi en ástæðan er sú að innlánafyrirtæki hættu að greiða iðgjöld til sjóðsins á ári sem litaðist jafnframt af krefjandi markaðsaðstæðum.