Innlent

22 líkams­á­rásir um páskana

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera um páskana.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera um páskana. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 22 líkamsárásir um páskahelgina, þar af tvær alvarlegar. Ellefu sinnum var kallað á lögreglu vegna heimilisofbeldis. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir páskahelgina. 24 ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur. Um þriðjungur þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi eða aldrei öðlast ökuréttindi. 

Tuttugu umferðarslys og -óhöpp voru skráð hjá lögreglu. Allmargir ökumenn vor staðnir að hraðakstri, meðal annars tveir sem óku um Suðurlandsveg á 146 og 150 kílómetra hraða. 

Þá var einnig nokkuð um innbrot en brotist var inn í að minnsta kosti fimm fyrirtæki og verslanir, þrjár geymslur, tvær bifreiðar og eitt heimili. Fjórum bifreiðum var stolið en eru þær allar komnar í leitirnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×