Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Kona sem fær ekki lyf við taugahrörnunarsjúkdóminum SMA sökum aldurs segir stefnu íslenskra yfirvalda óskiljanlega. Ákvörðun Norðmanna um að heimila lyfjagjöf til fullorðna hljóti að vera fordæmisgefandi. Það eitt að geta stöðvað sjúkdóminn, þótt hún fengi enga færni til baka, væri guðsgjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Forsætisráðherra er með frumvarp um innlenda greiðslumiðlun í undirbúningi. Bankarnir hafa enn ekki komið slíkri greiðslumiðlun á þrátt fyrir áeggjan Seðlabankans um þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir allan almenning í landinu.

Í kvöldfréttum verður rætt við fyrrverandi forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga – sem hefur verið í umræðunni eftir nýfallinn dóm héraðsdóms þar sem ríkinu var gert að greiða starfsmanni rúmar nítján milljónir króna vegna kynbundins launamunar. Hann hafnar því að bera ábyrgð á málinu og hefur sjálfur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa.

Þá fjallar Kristján Már Unnarsson um ágreining um Fjarðarheiðargöng í kvöldfréttum og í Íslandi í dag og við kíkjum á nýjar kirkjuklukkur sem verða sendar til Grímseyjar og koma í stað þeirra sem bráðnuðu í eldsvoðanum í Miðgarðakirkju fyrir tæpum tveimur árum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×