MS segir koma til greina að endurskoða markpósta til foreldra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2023 06:41 Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segir foreldra fullfæra um að sjá um næringu barna sinna. Aðsend Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir koma til greina að endurskoða þá aðferðafræði að senda markpóst heim til einstaklinga sem hafa nýverið eignast barn. „Við viljum auðvitað ekki valda fólki ama með þessum markpósti,“ segir hann í svörum við fyrirspurn fréttastofu. Vísir greindi frá gagnrýni móður í gær, sem sagði meðal annars galið að inni á vefnum Heilsuvera væri talað um einstök vörumerki. Þá sagðist hún hafa sent Persónuvernd fyrirspurn vegna fyrirtækja sem virðast fá upplýsingar um fæðingar á landinu. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um markpóst MS um Stoðmjólk, „af hverju þau hafi aðgang að þeim og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona.“ Björn segir MS af og til fá skilaboð eða spurningar frá foreldrum um markpóstinn en fyrirtækið notist við þjónustu Þjóðskrár og fái þaðan útsendingarlista fyrir foreldra 6 til 7 mánaða gamalla barna. „Samkvæmt opinberum ráðleggingum um næringu ungbarna er mælt með að börn fái Stoðmjólk, þ.e. sérstaka stoðblöndu eða þurrmjólk, þegar hætt er að gefa barninu móðurmjólk,“ segir Björn. „Stoðmjólk var þróuð á sínum tíma í samvinnu við rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala og samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítala, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Stoðmjólkin er sniðin að þörfum ung- og smábarna frá 6 mánaða aldri og samsetningin samkvæmt reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur. Þegar Stoðmjólkin kom á markað fyrir 20 árum var járnskortur nokkuð algengur meðal íslenskra ungbarna en með tilkomu vörunnar og breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna hefur tekist nánast að útrýma járnskorti meðal íslenskra ungbarna. Það hefur verið staðfest með rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum fæddum árið 2005. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í European Journal of Clinical Nutrition 2012,“ segir Björn. Hulda, sem er vegan, benti hins vegar á að fólk væri meðvitað um að börn þyrftu járn, fitusýrur og önnur mikilvæg næringarefni. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ sagði hún. Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Sjá meira
Vísir greindi frá gagnrýni móður í gær, sem sagði meðal annars galið að inni á vefnum Heilsuvera væri talað um einstök vörumerki. Þá sagðist hún hafa sent Persónuvernd fyrirspurn vegna fyrirtækja sem virðast fá upplýsingar um fæðingar á landinu. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um markpóst MS um Stoðmjólk, „af hverju þau hafi aðgang að þeim og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona.“ Björn segir MS af og til fá skilaboð eða spurningar frá foreldrum um markpóstinn en fyrirtækið notist við þjónustu Þjóðskrár og fái þaðan útsendingarlista fyrir foreldra 6 til 7 mánaða gamalla barna. „Samkvæmt opinberum ráðleggingum um næringu ungbarna er mælt með að börn fái Stoðmjólk, þ.e. sérstaka stoðblöndu eða þurrmjólk, þegar hætt er að gefa barninu móðurmjólk,“ segir Björn. „Stoðmjólk var þróuð á sínum tíma í samvinnu við rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala og samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítala, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Stoðmjólkin er sniðin að þörfum ung- og smábarna frá 6 mánaða aldri og samsetningin samkvæmt reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur. Þegar Stoðmjólkin kom á markað fyrir 20 árum var járnskortur nokkuð algengur meðal íslenskra ungbarna en með tilkomu vörunnar og breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna hefur tekist nánast að útrýma járnskorti meðal íslenskra ungbarna. Það hefur verið staðfest með rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum fæddum árið 2005. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í European Journal of Clinical Nutrition 2012,“ segir Björn. Hulda, sem er vegan, benti hins vegar á að fólk væri meðvitað um að börn þyrftu járn, fitusýrur og önnur mikilvæg næringarefni. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ sagði hún.
Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Sjá meira